Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 8
8 18. nóvember 2002 MÁNUDAGUR FRAMKVÆMDIR Enn liggur ekki ljóst fyrir hvenær Þjóðminjasafnið verður opnað. Jóhann Gunnar Birgisson, formaður byggingar- nefndar Þjóð- m i n j a s a f n s i n s , segir að húsið við Suðurgötu verði tilbúið í maí eða júní. „Þá verður hús- ið algjörlega klárt,“ segir Jó- hann Gunnar. „Það má vel vera að húsið verði opnað strax fyrir al- menning, en ég geti ekki sagt til um það hvenær sýningin verður sett upp.“ Framkvæmdasaga Þjóðminja- safnsins hefur verið þyrnum stráð. Upphaflega átti að opna húsið árið 2000, síðan 2001, en nú er hugsanlegt að það verði ekki opnað fyrr en 2004. „Það er pólitísk ákvörðun hvenær menn vilja opna sýning- una. Stefnan var sú að reyna að opna hana á næsta ári, en endan- leg ákvörðun hefur ekki verið tek- in. Ráðherra mun ákveða það í samráði við bygginganefnd og þjóðminjavörð. Ein hugmyndin er að opna sýninguna á afmælisári heimastjórnarinnar, árið 2004.“ Frá árinu 1991 til 1997 fóru 170 milljónir króna í utanhúss- framkvæmdir á safnhúsinu við Suðurgötu. Byggingarnefnd kynnti síðan nýja framkvæmdaá- ætlun í desember árið 1997. Kostnaður vegna endurbótanna og viðbyggingar er um 740 millj- ónir króna. Ef inn í reikninginn eru teknar geymslur sem byggð- ar voru fyrir safnið í Kópavogi og flutningur safnsins í bráða- birgðahúsnæði í Garðabæ, sýn- ingarhönnun og lóðaframkvæmd- ir er kostnaðurinn kominn í rúm- an 1,1 milljarð króna. Þar við bætast þær 170 milljónir sem fóru í framkvæmdir milli áranna 1991 og 1997. Jóhann Gunnar segir að marg- ar ástæður séu fyrir því að verkið hafi tafist. Í upphafi hafi flutning- ur safnsins gengið seint og illa. Í ljósi þess að tímaáætlanir hafi þegar raskast hafi ríkisstjórnin ákveðið að fresta framkvæmdum um tvö ár vegna þenslu á höfuð- borgarsvæðinu. Jóhann Gunnar segir að nú síð- ast hafi verktakinn Kraftvaki, sem átti að sjá um lokaáfanga framkvæmdanna, lent í fjár- hagskröggum. Framkvæmdasýsla ríkisins hafi tekið við verkinu. Kraftvaki hafi átt að skila verkinu frá sér í mars, en vegna erfiðleika fyrirtækisins seinki þessu fram í maí eða júní. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segir að undirbún- ingur sé í fullum gangi, bæði hvað varði framkvæmdir og innra skipulag, það er sýningar og for- vörslu. Hún sagðist hins vegar ekki geta sagt hvenær húsið yrði opnað. trausti@frettabladid.is ÞJÓÐMINJASAFNIÐ VIÐ SUÐURGÖTU Jóhann Gunnar Birgisson, formaður byggingarnefndar Þjóðminjasafnsins, segir það póli- tíska ákvörðun hvenær menn vilji opna sýningu í hinu nýuppgerða húsnæði. Stefnan hafi verið sú að reyna að opna hana á næsta ári, en endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin. „Það má vel vera að húsið verði opnað strax fyrir al- menning, en ég geti ekki sagt til um það hvenær sýningin verð- ur sett upp.“ SAFNIÐ VAR STOFNAÐ 1863 Þjóðminjasafn Íslands var stofnað 24. febrúar 1863 er stiftsyfirvöldin tóku við gjöf fimmtán forngripa, sem Helgi Sig- urðsson prestur á Melum sendi landinu að gjöf sem stofn að innlendu forn- gripasafni. Hugmyndina átti þó Sigurður Guðmundsson málari, sem numið hafði málaralist í Danmörku og kynnst forn- gripasöfnum þar og hreifst af menning- arsögu Norðurlanda. Sigurður varð í reynd fyrsti forstöðumaður safnsins og gegndi því starfi til dauðadags árið 1874. Framan af bjó safnið við þröngar að- stæður á lofti Dómkirkjunnar í Reykja- vík, ásamt Stiftsbókasafninu, en 1952 voru fyrstu sýningarnar opnaðar í nýju húsi safnsins við Suðurgötu, sem sér- staklega var byggt fyrir það. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíku hefur sýknað íslenska ríkið af rúm- lega tveggja milljóna króna skaða- bótakröfu konu sem varð ófrísk eft- ir að hafa farið í ófrjósemisaðgerð á Landspítalanum. Tveimur mánuðum eftir ófrjó- semisaðgerðina varð konan, sem er um fertugt, þunguð. Hún er þriggja barna móðir og sagði hún að með- ganga yngsta barnsins, sem fæddist 1992, hefði verið mjög erfið meðal annars vegna sjúkdóma og stoðkerf- isvandamála, sem hrjáð hefðu hana lengi. Sagðist hún hafa liðið miklar sálarkvalir þegar í ljós kom að hún væri ófrísk og að eftir fóstureyðing- una hafi líðan hennar oft verið slæm. Konan sagðist hafa talið að ófrjó- semisaðgerðin myndi leiða til full- komins árangurs og að starfsmenn Landspítalans hefðu brugðist upp- lýsinga- og leiðbeiningarskyldu sinni. Henni hafi ekki verið gerð grein fyrir því að eitthvað gæti far- ið úrskeiðis. Læknirinn sem fram- kvæmdi aðgerðina sagðist hins veg- ar hafa uppfrætt konuna fyrir að- gerðina og meðal annars sagt henni að ófrjósemisaðgerðir væru ekki 100% öruggar, líkur á þungun væru 1:200. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að mistök hafi átt sér stað við að- gerðina, heldur hafi um óhappatil- vik verið að ræða. Þá taldi dómurinn að konan hefði verið upplýst um að- gerðina og að henni hafi verið gerð grein fyrir því að hún veitti ekki fullkomna vörn gegn þungun.  LANDSPÍTALINN Kona um fertugt sagðist hafa talið að ófrjósemisaðgerðin myndi leiða til full- komins árangurs og að starfsmenn Land- spítalans hefðu brugðist upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu sinni. Ríkið sýknað af tveggja milljóna króna skaðabótakröfu: Kona varð ófrísk eftir ófrjósemisaðgerð KVIKMYNDIR Aðdáendur galdra- piltsins Harry Potter báðum meg- in við Atlantshafið hafa tekið annarri myndinni með opnum örmum. „Harry Potter and the Chamber of Secrets“ var frum- sýnd í yfir 1.000 kvikmyndasölum í Bretlandi. Odeon bíókeðjan hefur nú þegar selt yfir um 350 þúsund miða. Keðjan sýnir nýju Potter myndina í 228 sýningarsölum sem er um það bil helmingar sala keðjunnar. Í Bandaríkjunum var myndin frumsýnd í 3.682 sýning- arsölum. Gagnrýnendur hafa gefið mynd- inni afbragðsdóma og aðdáendur bókanna virðast afar sáttir við kvikmyndaútgáfuna. Atriði eru í myndinni sem eru ekki við hæfi allra yngstu barn- anna, þar á meðal atriði með risa- vöxnum kóngulóm, en flestir virð- ast á þeirri skoðun að þrátt fyrir að myndin sé drungaleg og spennandi sé hún ekki ógnvekjandi. Gróði fyrstu myndarinnar um Potter, „The Philosopher’s Sto- ne“, var rúmlega 82 milljarðar króna. Framhaldsmyndinni er spáð svipaðri velgengni. Sjóræn- ingjaútgáfur af myndinni hafa verið á kreiki á Netinu frá því að myndin var forsýnd. Þar er um að ræða upptökur af myndinni sem óheiðarlegur bíógestur hef- ur tekið upp með myndbands- upptökuvél.  Önnur myndin um Harry Potter frumsýnd: Potter slær aftur í gegn HARRY POTTER Leikarinn Daniel Radcliffe snýr aftur í hlutverki sínu sem Harry Potter í myndinni „The Chamber of Secrets“. Þjóðminjasafnið opnað á afmæli heimastjórnar Formaður byggingarnefndar Þjóðminjasafnsins segir að safnhúsið við Suðurgötu verði klárt í maí eða júní á næsta ári. Fyrsta sýningin verður samt hugsanlega ekki sett upp fyrr en árið 2004. Heildarkostnaður er 1,3 milljarðar króna á 11 árum. ORÐRÉTT GREYIN ROKKSTJÖRNURNAR „Ef ég á að vera alveg heiðarleg- ur er ekkert glys baksviðs og allt frekar leiðinlegt.“ Guy Berryman, bassaleikari Coldplay, í viðtali við Fréttablaðið 16. nóvember. FRUMLEGT! „Eitt þeirra finnst mér vera að fækka afbrotum í landinu eins og framast er kostur.“ Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri vill að lögreglan setji sér skýr markmið. Morgunblaðið 17. nóvember. ERFITT LÍF „Ég var alltaf að berjast upp brekku í starfi mínu hjá Skífunni.“ Steinar Berg segir farir sínar ekki sléttar í viðtali við Fréttablaðið 16. nóvember. Sprenging í Kína: Kviknaði í olíuskipi PEKING, AP Olíuskip eyðilagðist í sprengingu í suðurhluta Kína á laugardaginn. Um hundrað tonn af olíu voru um borð í skipinu. Annað olíuskip skemmdist mikið. Átján klukkustundir tók að ráða niður- lögum eldsins, sem kviknaði í olí- unni í kjölfar sprengingarinnar. Stjórnvöld segja að rannsókn á orsök sprengingarinnar standi yfir. Engar upplýsingar hafa feng- ist um olíuleka úr skipunum. Skipin voru í höfn skammt frá bænum Qingliu, sem er stutt frá Hong Kong.  SLYSSTAÐURINN Slysið varð á þjóðvegi M25, nálægt Slough vestan við London. Rútan er 57 sæta og var hún full af fólki á heimleið eftir stutta ferð til Frakklands. Rútuslys í Bretlandi: Fimm létust LONDON, AP. Fimm manns létust og 40 aðrir slösuðust þegar rúta valt á þjóðvegi skammt fyrir utan London á laugardag. Björgunarmenn sögðu að bíl- stjóri rútunnar hefði misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún fór á hliðina og endaði á akri við hlið vegarins. Farþegar rútunnar voru á heimleið eftir eins dags verslun- arleiðangur í Norður-Frakklandi. Flestir hinna særðu meiddust lít- illega. Tveir eru lífshættulega slasaðir. Bílstjórarnir tveir, sem skiptust á að keyra rútuna, létust báðir. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.