Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 16
16 18. nóvember 2002 MÁNUDAGURKÖFUN KAFAÐI MEÐ ÖSKU KONUNNAR Kafarinn Francisco „Pipin“ Ferreras kafaði með ösku látinnar konu sinnar í djúp Atl- antshafsins undan ströndum Miami. Kon- an, Audrey Mestre, lést fyrir rúmri viku undan ströndum Dóminíska lýðveldisins þegar hún var að reyna að bæta heims- metið í frjálsri köfun, sem er köfun án súrefniskúts. STUTTAR ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.05 Stöð 2 Ensku mörkin 16.35 RÚV Helgarsportið (e) 18.00 Sýn Ensku mörkin 19.00 Sýn Gillette-sportpakkinn 19.30 Sýn 19 holan 20.00 Sýn Spænsku mörkin 22.30 Sýn Sportið 23.00 Sýn Ensku mörkin (e) 23.20 RÚV Markaregn 23.55 Sýn Spænsku mörkin Frægasta tenniskon- an aldrei unnið mót Hin rússneska Anna Kournikova er frægasta tenniskona heims. Hún hefur samt aldrei unnið mót í einliðaleik frá því hún gerðist atvinnu- maður. Kærasti hennar er sonur eins frægasta kvennabósa heims. TENNIS Rússneska tennisstjarnan Anna Kournikova er fædd 7. júní árið 1981 og því 21 árs gömul. For- eldrar hennar, Sergei og Alla Kournikova, voru miklir íþrótta- menn og kepptu í glímu auk þess sem þau kenndu tennis í hluta- starfi. Þau lögðu hart að dóttur sinni að stunda íþróttir og byrjaði Anna að æfa tennis aðeins fimm ára gömul. Þegar hún var átta ára byrjaði hún að keppa á unglinga- mótum og vakti fljótt athygli fyr- ir frábæra frammistöðu á vellin- um. Foreldrar hennar segja að uppvaxtarár hennar hafi verið eins og gengur og gerist hjá öllum unglingum. Hún eyddi miklum tíma í fatakaup, með vinum sínum og í skemmtigörðum. Þegar Alþjóða tennissamband- ið, ATP, kom á stóru móti í Moskvu árið 1990 sá Anna sér leik á borði og ákvað að sýna heimin- um hversu megnug hún væri. Þá var hún níu ára gömul. Aðeins tveimur árum síðar fluttist hún til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hún æfði undir stjórn hins virta þjálfara Nick Bolletierri. Bolleti- erri sá strax hvað í stúlkunni bjó. „Anna getur búið sér til ákveðna stöðu á vellinum sem fáir geta,“ sagði Bolletierri. „Hún er frábær upp við netið og það eru fáir sem geta slegið úr öllum hornum. Sá eini sem ég get líkt henni við er John McEnroe.“ Anna kom með látum inn í at- vinnumannaheiminn árið 1995 og komst í fjórðu umferð á fyrsta alslemmumótinu, Opna banda- ríska 1996, sem hún tók þátt í. Hún komst í undanúrslit á fyrsta skipti sem hún tók þátt í Wimbledon-mótinu árið 1997. Þeg- ar Anna var nítján ára hafði hún lagt nánast allar bestu tenniskon- urnar. Hún lagði meðal annars fjórar af bestu tenniskonum heims á sama mótinu. Þá komst hún í úrslit en tapaði fyrir Venus Williams í þremur settum. Fyrir vikið náði hún 16. sæti á heims- styrkleikalista tenniskvenna. Frægðarsól Önnu hefur skinið skærar en hjá flestum íþrótta- mönnum. Hún hefur samt aldrei unnið tennismót í einliðaleik. Anna var á tímabili með stærsta auglýsingasamning heims við Adidas og hafa fjölmiðlar elt hana á röndum. Fyrir skömmu tók hún saman við söngvarann Enrique Iglesias, son Julio, og hafa skötu- hjúin verið eitt af eftirlætis myndaefnum bandarísku press- unar. Velgegni Önnu hefur ekki ver- ið eins mikil eftir að hún náði tví- tugsaldrinum. Hún hefur hæst farið í 8. sæti styrkleikalistans en er nú í því 35. Hún hefur verið uppteknari af kærasta sínum og að reyna fyrir sér á leiklistar- brautinni. Fyrir vikið hefur Adi- das hótað að lækka peninga- greiðslur til hennar fari hún ekki að sýna betri árangur á vellinum. kristjan@frettabladid.is ANNA OG ENRIQUE Útlit Önnu hefur orðið til þess að hún fyllir nánast hvern einasta völl sem hún keppir á. Hún er í sambandi með Enrique Iglesias, einum vinsælasta poppsöngvara heims. Þau kynntust þegar hún lék í myndbandi hjá honum. ANNA KOURNIKOVA Anna er yngst allra keppenda sem hefur tekið þátt í Fed Cup-móti, þá fjórtán ára. Sama ár sigraði hún á Evrópumóti og Opna ítalska mótinu fyrir unglinga. Hún náði efsta sæti styrkleikalista unglinga árið eftir og leiðin í atvinnumennskuna var greið. Hún gerðist at- vinnumaður í október árið 1995. Bílastæðavandamál ? Höfum til leigu bílastæði í vönduðu bílastæðahúsi við Hlemm. Lokað húsnæði með fjarstýrðri hurð U p p l . í s í m a 5 5 2 - 5 7 5 5 HANDBOLTI Haukar eru komnir í 16 liða úrslit í Evrópukeppni bikar- hafa í handbolta. Haukar sigruðu ítalska liðið Conversano 26-18 á Ásvöllum í fyrradag. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 27-27 og sigruðu Haukar því samanlagt 53-45. Það var góður varnarleikur sem lagði grunninn að öruggum sigri Hauka. Aron Kristjánsson var atkvæðamestur Hafnfirðinga með 8 mörk, en Ásgeir Hallgríms- son og Halldór Ingólfsson skor- uðu 4 mörk. Birkir Ívar Guð- mundsson varði 14 skot, en Guð- mundur Hrafnkelsson, sem lék lengst af í marki ítalska liðsins, varði 11 skot. Blazo Lisicic var at- kvæðamestur í ítalska liðinu með 4 mörk.  Evrópukeppnin: Haukar komust í 16 liða úrslit ARON MARKAHÆSTUR Aron Kristjánsson var atkvæðamestur í liði Hauka. Hann skoraði átta mörk í leiknum. KÖRFUBOLTI Dallas Mavericks vann sinn 10 leik í röð á laugardaginn þegar liðið lagði New Jersey Nets 96-88. Nets var með sex stiga for- ystu fyrir síðasta leikhluta en Ma- vericks skoraði 29 stig gegn 15 á endasprettinum. Steve Nash var atkvæðamestur í liði Dallas. Hann skoraði 30 stig og Michael Finley 20. Jason Kidd bar höfuð og herðar yfir aðra í liði Nets og var einu frákasti frá því að vera með þrefalda tvennu. Hann skoraði 22 stig og gaf 13 stoðsendingar. Dallas, sem enn hefur ekki tapað leik, er með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. Indiana Pacers er með næstbesta árangurinn, en liðið hefur unnið í átta leikjum og tapað einum. Detroit Pistons hefur einnig sigrað í átta leikjum en tapað tveimur. Liðið sigraði Denver Nuggets 74-53 um helgina og voru einungis skoruð 57 stig í fyrri hálf- leik, sem er met í NBA-deildinni. Árið 1983 settu þessi sömu lið met en þá fyrir hæsta stigaskor í leik. Pistons vann þann leik 186-184 eftir þrefalda framlengingu. Latrell Sprewell lék sinn fyrsta leik fyrir New York Knicks um helgina, en gat ekki komið í veg fyr- ir 93-92 tap gegn Philadelphia 76ers. Knicks hefur einungis sigrað í einum leik það sem af er leiktíma- bilinu.  NBA-deildin: Dallas Mavericks er óstöðvandi NOWITZKI MEÐ 18 STIG Dirk Nowitzki skoraði 18 stig og tók 12 frá- köst í sigurleik Dallas Mavericks gegn New Jersey Nets. Nýtt áfall fyrir Manchester United: Beckham meiddur FÓTBOLTI Rifbein David Beckhams eru það illa brákuð að búist er við því að hann geti ekki leikið með Manchester United í allt að mánuð. Talið er að Beckham hafi meiðst í viðureign Manchester United og Southampton fyrir tveimur vikum síðan. Hann lék á móti Bayer Leverku- sen á miðvikudag en kvartaði yfir verkjum eftir leikinn og komu meiðslin fram við læknisrannsókn. Beckham lék ekki með liðinu í leiknum á móti West Ham í gær. Hann gæti líka verið frá í leikjun- um á móti Newcastle, Liverpool og Arsenal. Meiðsli Beckhams eru mikið áfall fyrir Manchester United, sér- staklega þar sem Roy Keane, Rio Ferdinand og Nicky Butt eru allir meiddir. Eins og margir muna braut Beckham bein í vinstri fæti rétt fyrir heimsmeistarakeppnina í sumar. Hann á að mæta á fund með landsliðinu í dag.  Ástralski tennisleikarinnLleyton Hewitt sigraði annað árið í röð á Masters Cup. Hann lagði Juan Carlos Ferrero í fimm lotum. Sigurinn tryggði Hewitt um 60 milljónir króna í verð- launafé og nýjan Mercedes-Benz. Golfarinn Colin Montgomeriesigraði á TCL-mótinu í Kína um helgina. Hann lék samanlagt á 16 höggum undir pari, en Tæ- lendingurinn Thongchai Jaidee varð í öðru sæti. Portsmouth sigraði Stoke 3-0um helgina. Þetta var sjöundi tapleikur Stoke í röð í ensku fyrstu deildinni. Liðið situr nú í 22. sæti deildarinnar með 14 stig. Brynjar Björn Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson og Pétur Marteinsson léku með Stoke. Evrópumeistarar Magdeburgsigruðu Wisla Plock frá Pól- landi, 40-32, í meistaradeild Evr- ópu í handbolta á laugardaginn. Ólafur Stefánsson var marka- hæstur í liði Magdeburg með 8 mörk en Sigfús Sigurðsson gerði 4. Magdeburg hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlakeppninni og er með 4 stig.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.