Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 18. nóvember 2002 K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir.$ $ Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best.$ $ $ F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? EMINEM Eminem tekur á móti verðlaunum fyrir besta karlkyns söngvarann á evrópsku MTV-tónlistarverðlaunahátíðinni. Sjálfur James Bond, Pierce Brosnan, afhenti hon- um verðlaunin. Æskuheimili Eminem: Til sölu á eBay WARREN, MICHIGAN, AP Æskuheimili rapparans Eminem er til sölu á vefsetrinu eBay fyrir rúmar 10 milljónir króna. Húsið, sem stað- sett er í úthverfi Detroit-borgar, er í eigu hjóna sem keyptu það af Todd Nelson, frænda Eminem, fyrir sex milljónir króna. Eminem, sem heitir réttu nafni Marshall Bruce Mathers III, bjó í húsinu á aldrinum 13 til 25 ára. „Hérna byrjaði þetta allt saman,“ sagði Nelson í nýlegu viðtali. „Ef það hefði ekki verið fyrir þetta hús væri Marshall nú í fangelsi eða í Missouri þar sem hann fæddist.“ Nelson segist hafa selt húsið, sem hafði verið í eigu fjölskyld- unnar í 50 ár, til að borga skuldir. Segir hann að Eminem og aðrir fjölskyldumeðlimir hafi ekki ver- ið ánægðir með ákvörðunina. „Þau eru öll brjáluð út í mig, en ég gerði það sem ég þurfti að gera,“ sagði Nelson, sem er bróðir Debbie Nelson, móður Eminem. Eminem, sem er þrítugur að aldri, hefur unnið fimm Grammy- verðlaun. Kvikmyndin „8 Mile“, sem byggð er á ævi rapparans, er í efsta sæti yfir söluhæstu mynd- ir í Bandaríkjunum.  AP/M YN D Kermit froskur: Fékk stjörnu í gangstéttina LEIKLIST Kermit froskur, sem gerði garðinn frægan í Prúðu- leikurunum hér um árið, hefur verið heiðraður með stjörnu í frægðargangstétt Hollywood. Leikarinn David Arquette, sem sló í gegn í myndinni „Scream,“ var Kermit til halds og trausts við athöfnina og virtist vel fara á með þeim félögum. Stjarna Kermit var sú 2.208. í röð þeirra sem fá að prýða gang- stétt kvikmyndaborgarinnar víðfrægu. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.