Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 28
28 18. nóvember 2002 MÁNUDAGUR Prímadonnur á sviði Leikkonurnar Kristbjörg Kjeld og Margrét Guðmundsdóttir hafa leikið í Þjóðleikhúsinu í tæp fimmtíu ár. Nú standa þær stöllur saman á sviðinu í Halta Billa, þar sem þær leika kúnstugar systur. Síðast léku þær saman í Ríkharði III fyrir áratug, en þá léku þær drottn- ingar. Nú eru þær orðnar drottningar í Þjóðleikhúsinu. LEIKHÚS Þeim fástráðnu leikurum Þjóðleikhússins sem hafa verið með frá upphafi fækkar nú óðum. Nú er á fjölum Þjóðleikhússins írska leikritið Halti Billi, en þar standa saman á sviði síungar „kerlingar“ sem hafa verið „leik- félagar“ í tæp 50 ár, þær Margrét Guðmundsdóttir, 69 ára, og Krist- björg Kjeld, 67 ára. „Við lékum fyrst saman á tíu ára afmæli Þjóðleikhússins árið 1961 í leikritinu Skálholti. Svo höf- um við auðvitað oft leikið saman í gegnum tíðina og sennilega síðast í Ríkharði III. Þar lékum við drottn- ingarnar Margrét og Elísabetu,“ segja þær. „En við höfum ekki áður verið aðrar eins samlokur og kerlingarnar í þessu leikriti,“ segir Margrét. „Þetta eru gamlar, frekar kúnstugar systur, sem ganga Billa í móðurstað.“ Aðspurðar hvort þær systur séu dæmigerðar piparjómkur hlæja þær og segjast ekki vita um neina menn í lífi þeir- ra, nema auðvitað Billa. „Það er alltaf gaman að leika með Kristbjörgu,“ segir Margrét, og Kristbjörg þakkar Margréti sömuleiðis. „Við höfum engar áhyggjur og treystum hvor annar- ri fullkomlega.“ En hvernig er að vera kona á besta aldri í leikhúsheiminum. Eru alltaf næg hlutverk? „Nei,“ segir Kristbjörg, hlutverkin eru reynd- ar ekki mörg, en við höfum ekki þurft að kvarta.“ Nú er til dæmis í gangi leikrit í London eftir David Hare, Breath of Life, sem er bein- línis skrifað fyrir konur á þessum aldri og ekki ómerkari prímadonn- ur en þær Maggie Smith og Judi Dench sem fara með aðalhlutverk- in. Væri það ekki kjörið leikrit fyr- ir Margréti og Kristbjörgu? „Það væri örugglega gaman,“ segir Kristbjörg, „en leikritið fékk nú reyndar misjafna dóma. Leikkonurnar hlutu þó einróma lof eins og við var að búast.“ „Já,“ segir Margét, „Bretar hafa alltaf verið duglegir við að hampa sínum gömlu leikurum, það er ekki ung- lingadýrkunin þar og þeir sýna eldri leikurum mikla virðingu.“ Eftir 50 ára reynslu á sviði eru Margrét og Kristbjörg að sjálf- sögðu skólaðar í hinum ýmsu upp- ákomum. „Það er misjafnt hvað maður er kvíðinn,“ segir Krist- björg. „Já, stundum er maður illa haldinn,“ samsinnir Margrét, „ef leikrit hvílir á herðum manns get- ur maður verið ansi slæmur. En ef eitthvað bregður út af, eins og að missa niður línu, bjargar maður því fyrir horn. Það er líka alltaf hægt að treysta á kollegana.“ Þær segja gagnrýni ekki hafa minnstu áhrif á þær. „Við erum með svo þykkan skráp, en það hefur nú svo sem verið farið mjúkum höndum um okkur í gegnum árin.“ Fastráðningu við Þjóðleikhúsið lýkur þegar leikarar ná sjötugs- aldri. Margrét og Kristbjörg kvíða þó engu. „Við verðum áfram við- loðandi leiklistina,“ segja þær og líta sannarlega út eins og glæsileg- ar drottningar þar sem þær horfa sposkar inn í framtíðina. edda@frettabladid.is BÓKMENNTIR Fyrir jólin er sem rit- höfundar fari í flokkum nánast hús úr húsi og lesi upp úr nýút- komnum verkum sínum. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, formaður Rithöfundasambands Íslands, sem sjálfur segist þó hafa mesta ánægju af því að lesa upp í febrúar, dregur ekki úr mikilvægi upplestra einmitt á þessum árstíma. Upplestrar við kjöraðstæður, eins og til dæmis á upplestrar- kvöldi á Súfistanum eða hlið- stæðum stað, geti haft heilmikla þýðingu. Lesendur hafi gaman af að leggja spurningar fyrir höf- unda og taka þátt í umræðum. Upplestrar geti líka verið þýðing- arlausir. „Upplestur er oft góð auglýs- ing á góðri bók og vekur áhuga á henni. Hins vegar eru til gerðir af upplestrum sem ég hef enga trú á. Það er þegar verið er að láta höfunda lesa upp í stórmark- aði eða verslunarmiðstöð. Það er tóm tjara. Fyrir nokkrum árum lenti ég í því að eiga að lesa upp í Kringlunni. Það var skelfilegt og algerlega mislukkað. Maður lær- ir að vera ekki að hlaupa út um allt,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn nefnir einnig upp- lestra í skólum, á vinnustöðum og hjá félagasamtökum. Þeir séu þó fremur kynning á höfundinum sjálfum og mikilvægir fyrir þá. „Í fyrra voru sumir höfundar einfaldlega í bókabúðum við af- greiðslustörf. Það mæltist mjög vel fyrir. Það eru margir sem hafa upplifað það að eiga að árita en svo selst bara ein bók eða eng- in. Það er mjög neyðarlegt,“ seg- ir Aðalsteinn, sem telur betra fyrir höfundana að hafa eitthvað fyrir stafni í bókabúðunum.  AÐALSTEINN ÁSBERG SIGURÐSSON „Upplestur er oft góð auglýsing á góðri bók og vekur áhuga á henni. Hins vegar eru til gerðir af upplestrum sem ég hef enga trú á,“ segir formaður Rithöfunda- sambands Íslands. Formaður Rithöfundasambands Íslands: Tóm tjara að lesa upp í stórmarkaði KRISTBJÖRG OG MARGRÉT Hafa farið saman í gegnum súrt og sætt í leiklistinni og lífinu almennt í 50 ár. ERLENT BJÖRK Björk Guðmundsdóttir hefur gefið út safn- plötu með sínum bestu lögum. Heimasíða Bjarkar: Íslandsferð í verðlaun TÓNLIST Aðdáendum Bjarkar Guð- mundsdóttur söngkonu er gefinn kostur á því að vinna ferð til Ís- lands á heimasíðu hennar. Tilefn- ið er útgáfa safnplötu með bestu lögum hennar, sem er nýkomin út. Með því að skrá sig inn á síðuna bjork.com geta aðdáendur tekið þátt í keppninni. Tveir sigurveg- arar verða valdir úr og fá að laun- um tveggja daga ferð til Íslands með Flugleiðum þar sem hót- elgisting er innifalin.  Í VITNALEIÐSLUM Dr. John Nash, kennari við Princeton-há- skólann, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og viðfangsefni myndarinnar A Beautiful Mind, er vitni í máli sem bandarískir bændur hafa höfðað gegn DuPont-fyrir- tækinu. BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ Gott er að tylla sér niður í dagsins önn og láta hugann reika á meðan beðið er eftir næsta vagni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.