Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 30
Granola á morgn-ana. Kemur í veg fyrir sífellt át yfir daginn. Eftir viku styttist beltið um eitt gat. Ótrúleg morgungjöf. Til að bæta um betur er gott aðborða aðeins helminginn af því sem skammtað er á diskinn. Henda hinu. Góður árangur. Beltið stytt- ist um tvö göt eftir viku. Ef þið fáið tværpizzur á tilboði og aðra ókeypis. Hendið þá ann- arri. Munar um minna en helming. Hlaupið upp og nið-ur tröppurnar heima þar til þið standið á öndinni. Getið sleppt allri lík- amsrækt á meðan. Njótið kyn-lífs. Miðl- ungs samfarir valda jafn mik- illi brennslu og að hlaupa upp tröppur á 8 hæða blokk. Eitt lítið smjörstykki læt- ur árangurinn hverfa. 30 18. nóvember 2002 MÁNUDAGUR VIKUNESTI Les sakamála- sögur í frístundum STÖÐUVEITING Sverrir Haukur Gunn- laugsson, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, tekur í næsta mánuði við starfi sendi- herra Íslands í London. Sverrir er fæddur í Kaupmanna- höfn á stríðsárunum, árið 1942. Þar bjó hann í þrjú ár og flutti síðan til Reykjavíkur og dvaldi þar til 5 ára aldurs. Því næst fluttist hann aftur út. Eftir að hafa alist upp í Bret- landi, Frakklandi og í Bandaríkjun- um kom hann til Íslands 1956, 14 ára gamall. „Faðir minn, Gunnlaugur Pét- ursson, var í dönsku utanríkisþjón- ustunni þegar Ísland var í konungs- sambandi við Danmörku. Síðan fluttist hann yfir í íslensku utanrík- isþjónustuna. Hann hætti þar 1956 og var síðan borgarritari í Reykja- vík þar til hann lét af störfum,“ seg- ir Sverrir aðspurður um foreldra sína. Móðir hans heitir Kristín Bernhart og er úr Reykjavík. Eiginkona Sverris heitir Guðný Aðalsteinsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn, tvær dætur og einn son. Eldri dóttirin heitir Kristín Hulda og starfar sem þjónustustjóri hjá Háskólanum í Reykjavík. Sú yngri heitir Katrín og starfar sem fulltrúi hjá EFTA í Brussel. Sonurinn heitir Aðal- steinn og vinnur hjá Línuhönnun. Helsta áhugmál Sverris er vinnan. „Auk þess hef ég gaman af útiveru og lestri sakamála- sagna. Ég er auk þess mikill áhugamaður hvað varðar lestur á ævisögum.“ Hann segist þó ekki vera í ævisögulestri þessa dagana heldur er hann að lesa bók um hernámsárin á Austfjörðum eftir Friðþjóf Eydal. Sverrir segist ekkert fylgjast með íþróttum. „Nei, ég er því mið- ur alveg gjörsneyddur áhuga á flestum íþróttum sem hafa verið vinsælar á Íslandi.“ freyr@frettabladid.is TÍMAMÓT STÖÐUVEITING Það er komin tími að breytatil,“ segir Ólafur Kristjáns- son. Ólafur er að hætta sem bæj- arstjóri í Bolungarvík eftir 16 ára vakt og 36 ára setu í bæjar- stjórn. Áður var Ólafur skóla- stjóri tónlistarskólans á staðn- um. „Ég var líka húsamálari, al- veg eins og Hitler í Þýskalandi,“ segir Ólafur og hlær áður en hann útskýrir samlíkinguna: „Þetta er eiginlega stökkpallur. Fyrst er maður húsamálari, svo skólastjóri, síðan forseti bæjar- stjórnar og loks bæjarstjóri.“ Ólafur er leyndardómsfullur varðandi framtíðina: „Það er eitt starf haft í huga fyrir mig sem ég veit ekki hvort verður af. Á meðan maður telur sig hafa eitthvað í kollinum er mjög gott að undirbúa efri árin. Eftir því sem maður eldist verð- ur maður hræddari við breyting- ar og lætur kannski aðra ráða fyrir sig. Ég ætla helst ekki að láta það henda mig,“ segir hann. Stutt upptalning á trúnaðar- störfum Ólafs fyrir heima- byggðina sannar að lítill tími hefur verið fyrir önnur áhuga- mál. „Aðaláhugamálið er að setjast niður við píanóið. Í hittiðfyrra var ég plataður til að spila inn á disk. Hann er stundum spilaður í útvarpinu,“ segir Ólafur. Á námsárunum í Reykjavík lék Ólafur meðal annars í hljóm- sveit uppi á Keflavíkurflugvelli. „Mest spennandi var að komast í bjórinn,“ viðurkennir hann. Ólafur hefur yndi af ferðalög- um. Hann nefnir sérstaklega Kínaferð fyrir tíu árum sem hafi breytt lífsviðhorfi allra í ferð- inni. Einnig Bernkastel í Móseldalnum: „Það væri gott að eiga helgi þar. Móseldalurinn er svo vinalegur.“ Með eiginkonu sinni Herdísi Eggertsdóttur á Ólafur eina dóttur og tvo syni. „Börnin eru því miður í sælunni í Reykjavík- inni,“ segir Ísfirðingurinn Ólaf- ur, sem kann best við sig í faðmi vestfirsku fjallanna.  Ólafur Kristjánsson er að verða 67 ára og ætlar að yfirgefa bæjarstjórastólinn á Bol- ungarvík. Tónlistarmaðurinn Ólafur ætlar þó ekki að setjast endanlega við píanóið sitt. Persónan Húsamálari eins og Hitler SVERRIR Sverrir Haukur Gunn- laugsson er nýorðinn sextugur. Hann hefur starfað sem sendi- herra í utanríkisþjón- ustunni síðan 1985. Hann byrjaði í París sem ungur sendiráðs- ritari og síðan þá hef- ur hann m.a. starfað sem sendiherra hjá EFTA og Sameinuðu Þjóðunum. Hann var á leið til Kaupmanna- hafnar á fund um stækkun EES-svæðis- ins er Fréttablaðið ræddi við hann. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Vegna flutnings norska listmálarans Odd Nerdrum í gamla Bogarbókasafnið skal tekið fram að hann tekur ekki við óskila- bókum eftir 1. mars. Leiðrétting ÓLAFUR KRISTJÁNSSON Á námsárunum í Reykjavík lék Ólafur bæj- arstjóri Kristjánsson meðal annars í hljóm- sveit uppi á Keflavíkurflugvelli: „Mest spennandi var að komast í bjórinn.“ KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1 fugls, 2 krota, 3 stafurinn, 4 raftaug, 5 ólma, 6 duglausar, 7 yfirhöfn, 8 hældi, 11 gagnslausir, 14 útungun, 16 selina, 18 veiði, 20 blæjur, 21 pípunni, 23 þráir, 26 fífl, 28 skrifaði, 30 reiðihljóði, 31 álfa, 33 hreyfist. LÁRÉTT: 1 fótur, 4 dingull, 9 hamingjuóskar, 10 draugur, 12 orðróm, 13 hlaða, 15 hrúga, 17 reiða, 19 smáfiskur, 20 hættulega, 22 sepi, 24 hjálp, 25 óvild, 27 tryllir, 29 grasið, 32 nokkur, 34 gróður, 35 kvabbaðir, 36 blettir, 37 skjálfti. LAUSN á síðustu krossgátu: LÁRÉTT: 1 samt, 4 svölur, 9 einvígi, 10 ærin, 12 aurs, 13 kyndug, 15 atóm, 17 anir, 19 ari, 20 skarn, 22 ofráð, 24 puð, 25 arka, 27 orka, 29 ekruna, 32 auli, 34 grið, 35 smettið, 36 aftast, 37 rupl. LÓÐRÉTT: 1 stæk, 2 mein, 3 tindar, 4 svagt, 5 víu, 6 ögra, 7 listar, 8 rommið, 11 rykkur, 14 unna, 16 óráðni, 18 rokk, 20 spotta, 21 aðkast, 23 fargir, 26 reitt, 28 auma, 30 urðu, 31 aðal, 33 les. Maður kemur til læknis.Læknirinn segir: „Nei, þú hér? Ég hef ekki séð þig í lengri tíma.“ Maðurinn svarar að bragði. „Nei, ég veit. Ég hef verið mikið veikur undanfarið.“  Sverrir Haukur Gunnlaugsson tekur við stöðu sendiherra Íslands í London í næsta mánuði. Hann segist vera mikill áhugamaður um lestur sakamála- og ævisagna. Faðir hans starfaði í dönsku utanríkisþjónustunni. JARÐARFARIR 13:30 Guðmundur Bjarni Guðmunds- son frá Patreksfirði verður jarð- sunginn frá Digraneskirkju. 14:00 Rögnvaldur Jónsson, frá Marbæli, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju. 15:00 Laufey Valdemarsdóttir Snævarr verður jarðsungin frá Áskirkju. AFMÆLI Toshiki Toma prestur er 44 ára í dag. ANDLÁT Hámundur Eldjárn Björnsson, Löngu- hlíð 1e, lést á heimili sínu laugardaginn 9. nóvember. Kristrún Arnfinnsdóttir, Neskaupstað, lést á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað að kvöldi miðvikudags 13. nóvem- ber. Jón Ægir Jónsson, Reykjamel 1, Mos- fellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 13. nóvember. Fjórar bækur eru komnar út en alls á að skrifa sjö. S-hópurinn. Vesturlandskjördæmi. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.