Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 18. nóvember 2002 Markus Babbel: Hungraður í að spila FÓTBOLTI Þjóðverjinn Markus Babbel, varnarmaður í liði Liver- pool, segist vera hungraður í að spila fótbolta að nýju eftir veik- indi. Babbel lék nýverið sinn fyrst leik með liðinu eftir árs fjarveru í sigurleik gegn Southampton í deildarbikarkeppninni. „Fyrir mánuði síðan var ég nið- urdreginn vegna þess að ég hélt að ég gæti spilað fótbolta. Þá léku hinir leikmennirnir hins vegar á allt öðrum hraða en ég. Núna held ég að ég sé kominn á sama stig og þeir,“ sagði Babbel. „Ég hafði aldrei verið meiddur lengur en fjórar vikur en núna hef ég verið frá í yfir eitt ár. Fótbolti er meira en leikur fyrir mér. Ég vil vinna titla og gefa félaginu eitthvað til baka,“ sagði hann.  HOULLIER Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liver- pool, verður eflaust feginn að fá Babbel aftur til leiks. Vörn liðsins var götótt í síð- asta leik Meistaradeildar, gegn Basel. AP /M YN D Evrópukeppni félagsliða: Liverpool mætir Vitesse FÓTBOLTI Ensku liðin fengu erfiða mótherja þegar dregið var í þriðju umferð Evrópukeppni fé- lagsliða á föstudaginn. Liverpool mætir hollenska liðinu Vitesse Arnhem, Leeds tekur á móti spænska liðinu Malaga og Ful- ham keppir við Eyjólf Sverrisson og félaga í Hertha Berlín. Real Betis, lið Jóhannesar Karls Guðjónssonar, fékk líka einkar erfiða mótherja, en spænska liðið þarf að keppa við Auxerre, sem lék í fyrstu um- ferð Meistaradeildar Evrópu. Celtic, sem sló Blackburn út í 2. umferð keppninnar, á einnig erfitt verkefni fyrir höndum, en liðið lenti á móti Celta Vigo. Fyrri leikirnir fara fram 28. nóvember en seinni leikirnir 12. desember.  CELTIC MÆTIR CELTA VIGO Henrik Larsson og félagar hans í Celtic munu mæta Celta Vigo í þriðju umferð Evrópukeppni félagsliða. ÞRIÐJA UMFERÐ EVRÓPU- KEPPNI FÉLAGSLIÐA: Vitesse Arnhem - Liverpool Malaga - Leeds United Hertha Berlin - Fulham Celtic - Celta Vigo Wisla Krakow - Schalke 04 Lazio - Sturm Graz Real Betis - Auxerre Besiktas - Dynamo Kiev PSG - Boavista Club Brugge - Stuttgart Panathinaikos - Slovan Liberec Denizlispor - Lyon Bordeaux - Anderlecht PAOK Salonika - Slavia Prague AEK Athens - Maccabi Haifa Porto - Lens

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.