Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 20
Grensásvegi 12 • Sími: 533 2200 FRÁBÆR PIZZA Á FRÁBÆRU VERÐI! Romeo, nýfæddur drengur þeirraDavids og Victoriu Beckham, mun koma fram í nýrri þáttaröð í teiknimyndaserí- unni 2DTV. Í þætt- inum má sjá hvar Victoria reynir að gefa drengnum að borða. Meðal annarra sem koma fyrir í þætt- inum eru Roy Keane, fyrirliði Manchester United, Julia Roberts, Camilla Parker-Bowles og Saddam Hussein. Leikarinn Gene Hackman fær af-hent verðlaun fyrir framlag sitt til listarinnar á Golden Globe-verð- launahátíðinni á næsta ári. Hann fær Cecil B. DeMille-verðlaunin þegar hátíðin fagnar 60 ára afmæli sínu þann 19. janúar. Leikarinn, sem ný- lega lék í „Behind Enemy Lines“, hefur meðal annars unnið Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í „The French Connection“, „Unforgi- ven“ og „The Royal Tenenbaums“. Meðal þeirra sem hafa unnið De- Mille-verðlaunin eru Harrison Ford, Al Pacino, Barbra Streisand, Jack Nicholson, Shirley MacLaine, Dustin Hoffman, Sean Connery og Sophia Loren. Fatahönnuðirnir Donatella Ver-sace og Valentino berjast nú hatrammri baráttu um að fá að hanna brúðkaup- skjól Jennifer Lopez. Líklegt þyk- ir að kjólinn verði ein mest myndaða flík sögunnar þegar söngkonan gengur upp að altarinu ásamt leikaranum Ben Affleck. Lík- legt þykir þó að Versace muni hrep- pa hnossið þar sem hún og J-Lo þekkjast vel. Þrátt fyrir að Puff Daddy sé einharðasta stjarna heims þá er hann ekki allur þar sem hann er séð- 20 18. nóvember 2002 MÁNUDAGUR MR. DEEDS kl. 4 og 6 HALLOWEEN kl. 8 og 10 STUART LITLI kl. 4 ROAD TO PERD... kl. 5, 7.30 og 10 ROAD TO PERD... kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 kl. 6FÁLKAR BLOOD WORK kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.05 Sýnd kl. 8 og 10 YA YA SISTERHOOD kl. 8 VIT455 THE TUXEDO kl. 4, 6, 8, 10.10 VIT474 HAFIÐ kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT453 MAX KLEEBLE´S.. kl. 4 og 6 VIT441 INSOMNIA kl. 10.10 VIT444 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT 461Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 479 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 VIT 480 kl. 5.45, 8 og 10.10HAFIÐ kl. 5.40, 8 og 10.20DAS EXPERIMEN TÓNLIST Þegar Ingiberg Þór Þor- steinsson gekk á milli fyrirtækja fyrir þremur árum síðan í leit að auglýsingum í blað sitt Sánd tóku hann ekki margir alvarlega. Ástæð- an var kannski helst sú að pilturinn var þá fjórtán ára gamall og ekki mikið yfir 160 cm á hæð. Nú er hann orðinn sautján ára, hærri í loftinu, og með 44 penna, þar á með- al reynda blaðamenn, útvarpsmenn og tónlistarmenn, sem skrifa af ein- skærum áhuga í blaðið. Auglýsend- ur berjast um plássið. Sánd er orðið að einu stærsta tónlistarblaði lands- ins. „Blaðið er allt unnið í sjálfboða- vinnu og þetta er hugsjónavinna,“ segir Ingi metnaðarfullur. „Við reynum að vinna okkar starf í þágu tónlistar og menningar hér á landi. Við viljum gera það áfram, þróa þetta og gera skemmtilegra.“ Það ætti því að þykja eftirsókn- arvert fyrir ungar og efnilegar hljómsveitir að taka þátt í hljóm- sveitakeppni sem blaðið er að setja á laggirnar. „Þetta er keppni sem Sánd og IMP (Icelandic Music Production) halda. Við höfum alltaf lagt aðaláherslu á íslenska tónlist í blað- inu okkar. Þess vegna ákváðum við í framhaldi af þeirri stefnu að setja á laggirnar keppni þar sem ungar og efnilegar sveitir, sem hvorki hafa gefið út né selt efni, geta tekið þátt. Þær senda inn prufuupptökur á disk eða kassettu til okkar. Dóm- nefnd, skipuð valinkunnum íslensk- um tónlistarmönnum, sér svo um að velja sigurvegarana. Sú sveit fær svo að fara í stúdíó og hljóðrita þrjú lög.“ Ingi segir að sigursveitin fái nægilegan tíma til þess að vinna lag- ið vel en segir tímafjöldann verða innan „siðferðislegra marka“, eins og hann orðar það. „Hljómsveitir eru stanslaust að koma með prufuupp- tökur á skrifstofuna til okkar. Okkur hefur fundist svo leiðinlegt hvað við höfum haft lítinn tíma og pláss til þess að fjalla um þetta.“ Það sem meira er að sigursveit- in fær góða umfjöllun á síðum blaðsins og færi á að leika á stórum tónleikum. Skilafrestur er til 1. des- ember. biggi@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI TÓNLIST Ég belli hans ofan í háls hanstróð/ fann ekki eistun/ það var of mikið blóð“. Svona hljómar frumraun rapparans Móra. Þetta er kolsvört breiðskífa, þar sem Móri talar vægt til orða tekið umbúða- laust. Á breiðskífunni eru 14 misgóð lög. Nokkur eru reyndar alveg stór- góð og nær Móri sér á gríðarlegt flug í lögunum sem fjalla um glæpi, dóp og löggur (reyndar fjalla flest lögin um glæpi, dóp og löggur). Textarnir í þeim lögum fá mann til að hugsa alvarlega og brosa - næst- um samtímis. Þetta eru litlar, en alls ekki sætar, sögur úr undir- heimunum. Fyrstu lög breiðskífunnar eru sérstaklega grípandi og góð. Lög eins og Ímyndaðir vinir, Atvinnu- krimmi, Spilltar löggur og Brotni taktur. Móri fer síðan hamförum ásamt Mezziasi mc í laginu Sírenur væla. Móri er góður rappari en platan hefði alveg þolað smá meira nostur. Tíu laga plata hefði verið pottþétt. Á sjónarsviðið er kominn fyrsti ís- lenski gangster-rapparinn. Óheflað- ur atvinnukrimmi, umkringdur flottum gellum, sem vill hýða Árna Johnsen og fá sér síðan eina feita. Þeir sem hneyksluðust á myndinni Happiness ættu alveg að láta það vera að kaupa þennan disk. „Veru- leikinn“ er of harður fyrir suma. Trausti Hafliðason MÓRI: Móri Kolsvört frumraun Tónlistar- og menningartímaritið Sánd hefur ákveðið að hleypa á laggirnar hljómsveitakeppni. Sigurvegararnir fá að hljóðrita þrjú lög í hljóðveri í Hafnar- firði og góða kynningu í blaðinu. Í leit að ferskum straumum SÁND Ingiberg ritstjóri segir að viðhorf gagnvart blaðinu hafi breyst mikið á síðustu mánuðum. „Við erum búnir að byggja upp innihald, útlit og gæði,“ segir hann. „Núna kemur þetta út með reglulegu millibili. Strax á næsta ári verða svo gerðar miklar breytingar á allri útgáfu blaðsins. Það verður þéttara og upplagið mun stækka.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FÓLK Leikarinn Russell Crowe, sem lék í Gladiator eða Skylmingaþræln- um, hefur verið yfirheyrður af bresku lögreglunni vegna slagsmála á veitingastað í Lundúnum. Crowe lenti í orðaskaki við viðskiptajöfur frá Nýja Sjálandi, Eric Watson að nafni, og endaði það með handalög- málum. Ross Kemp, sem lék eitt sinn í sápuóperunni um EastEnders, þurfti að skakka leikinn. Engar kærur hafa verið lagðar fram og ekki er búist við að eftirmáli verði af deilunum. Crowe er sagður hafa brotið klósettskál og stóla þar sem hann hélt Watson hálstaki.  Russell Crowe yfirheyrður af lögreglu: Skylmingaþræll í slagsmálum RUSSELL CROWE Lét hendurnar ráða eftir rifrildi við viðskiptajöfur frá Nýja-Sjálandi. Síðumúla 3-5 U n d i r f ö t Blómanámskeið í Gallery VERU fyrir byrjendur á fimmtudag kl. 17:30-21:30 Skráning í s ima: 565 9559 Laugavegur 100. http: / /www.artvera.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.