Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 4
4 20. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIRÚtvarp í Reykjavík: Bylgjan leggur Rás 2 ÚTVARP Bylgjan er vinsælasta út- varpsstöðin á höfuðborgarsvæð- inu og hefur lagt Rás 2 að velli í baráttunni um hlustendur. Morgunútvarp Rásar 2 heldur þó velli og hefur morgunsjón- varpi Stöðvar 2, sem útvarpað er á Bylgjunni, ekki tekist að höggva það skarð i hlustenda- hópinn sem búist var við ef marka skal niðurstöður nýrrar könnunar Gallup á útvarpshlust- un. Bylgjan einskorðar sig við að ná til hlustenda á aldrinum 25- 49 ára og miðar dagskrá sína við það á meðan markhópur Rásar 2 spannar stærra svið. Ljóst er af könnun Gallup að það eru karl- menn á aldrinum 35-60 ára sem hlusta mest á Rás 2 á meðan konur á aldrinum 25-49 halla sér að Bylgjunni. Útvarp Saga hefur ekki enn náð þeim árangri í hlustun sem stefnt er að: „Það tekur lengri tíma en er allt á réttri leið,“ seg- ir Jón Axel Ólafsson, fram- kvæmdastjóri útvarpssviðs Norðurljósa.  EKIÐ Á ELDRI KONU Ekið var á 75 ára gamla konu við Vesturbæjar- skóla í gærmorgun á mótum Framnesvegar og Hringbrautar. Konan axlarbrotnaði og var flutt á slysadeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss. Þá varð harð- ur árekstur á mótum Háaleitis- brautar og Miklubrautar rétt fyr- ir níu í gærmorgun. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild. Flytja varð báða bíl- ana í burtu með kranabifreið. BROTIST INN Í KAFFIHÚS Innbrot var framið í kaffihúsið Deo við Laugaveg í fyrrinótt. Þjófarnir komust undan með 10 þúsund krónur í peningum. Komust þeir inn með því að spenna upp glugga á bakhlið hússins. Málið er í rannsókn. EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 1,6 milljörðum króna úr ríkissjóði á næsta ári í líf- eyrismál aldraðra. Þessi upphæð er óháð almennum umsömdum launahækkunum um 3,2% í upphafi næsta árs samkvæmt fjárlaga- frumvarpi. Þá verður einum millj- arði til viðbótar varið í sama mála- flokk í byrjun árs 2004. 1. janúar 2003 hækkar tekju- trygging um 3.038 krónur og tekju- tryggingarauki um 2.225 krónur og verður 18.000 krónur í stað 15.257 krónur. Tekjutryggingaauki hjóna og sambýlisfólks hækkar um sömu krónutölu og verður 14.066 í stað 11.445 krónur. Þá lækkar skerðingarhlutfall tekna gagnvart tekjutryggingarauka úr 67% í 45%. Hækkun þessi kemur í kjölfar vinnu sem samráðshópur skipaður af ríkisstjórninni með aðild Lands- sambands eldri borgara skilaði af sér og undirritaður var í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði heildarkostnaðinn nema fimm milljörðum. „Það er rétt að taka það fram að þeir peningar sem nefndir eru fara ekki ein- göngu til aldraðra. Þarna er verið að hækka bætur almannatrygg- inga sem munu gagnast öðrum og sérstaklega öryrkjum.“ Starfshópurinn lagði til að heimaþjónusta við aldraða yrði efld og stoðþjónusta í formi dag- vistunar og hvíldarinnlagna aukin. Þá var samið um flýtiframkvæmd- ir á Vífilsstöðum. Er þess vænst að hjúkrunarheimilið geti hafið starf- semi í byrjun komandi árs, en unnt verður að veita allt að 70 manns þjónustu. Hlutverki Framkvæmdasjóðs aldraðra verður breytt þannig að hann fær formlega það hlutverk að greiða öldunarstofnunum húsnæð- isframlag, leiguígildi sem stendur undir viðhaldskostnaði og stærst- um hluta af fjárfestingarkostnaði nýrra hjúkrunarheimila. Er talið nauðsynlegt að hjúkrunarrýmum fjölgi um 150-200 á næstu 2-3 árum. Benedikt Davíðsson, for- maður Landssambands eldri borg- ara, sagði á fundinum þrjú hund- ruð hjúkrunarrýma vanta til að sinna brýnustu tilfellum. Ólafur Ólafsson, formaður Fé- lags eldri borgara, og Benedikt voru sammála um að baráttunni fyrir bættum kjörum aldraðra væri á engan hátt lokið en samn- ingur þessi væri skref í áttina. kolbrun@frettabladid.is Framtíðin flutt út: Íslenskt lýðræði í Ungverjalandi ÚTFLUTNINGUR Tveir starfsmenn fyr- irtækisins Hugvits hf. eru nýkomn- ir frá Ungverjalandi, þar sem þeir kynntu nýjan hugbúnað sem gerir þegnunum kleift að hafa rafrænt samband við stjórnvöld. Búnaður- inn, sem nefnist GoPro, hefur þegar verið seldur til einnar borgar í Eist- landi og er notaður sem tilrauna- verkefni í Næstved í Danmörku. Ólafur Daðason, framkvæmda- stjóri hjá Hugviti hf., telur að raf- ræn samskipti opinberra aðila og einstaklinga séu framtíðin enda sé kostnaður við stjórnsýslu víða að sliga vestræn ríki. Löggjafir um eiginhandarundirskrift hamli þó því að ríki taki þessa tækni upp en breytingar séu að verða í þeim efn- um. Sóknarfærin séu hins vegar hjá nýfrjálsum ríkjum sem eru skammt á veg komin í lýðræðis- þróun og eru því opnari fyrir þess- ari hugmynd en hin sem eldri eru. Sem dæmi má nefna að helmingur Dana starfar nú hjá ríki eða sveit- arfélögum með tilheyrandi kostn- aði. „Starfsmenn okkar hittu hátt- setta menn í Ungverjalandi og kynningin á búnaði okkar tókst vel. Þetta skilar sér vonandi á næstu misserum eða árum,“ segir Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri Hug- vits hf., en hjá fyrirtækinu starfa nú 70 manns.  Dæmdur í Geirfinnsmáli: Skar sambýl- iskonu á háls DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur höfðað mál gegn 47 ára gömlum karlmanni og er honum gert að sök að hafa í tvígang misþyrmt fyrrverandi sambýliskonu sinni. Í seinni tilfellinu voru áverkar svo miklir að maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Þann 28. júlí er honum gert að sök að hafa brotið hægri upphand- legg konunnar ofan við olnboga og skorið hana með hníf á vinstri augabrún og vinstra megin á hálsi. Hlaut konan tæplega fimm sentimetra langt sár og bláæðar skárust í sundur. Hinn atburðurinn gerðist fyrr á árinu. Þá er honum gert að sök að hafa slegið höfuði konunnar utan í vegg og misþyrmt henni þannig að hún hlaut m.a. nokkur sár á höfði og í andliti sem sauma þurfti saman með allt að 30-40 sporum. Maðurinn hefur áður komið við sögu í manndrápsmáli og var dæmdur til fangelsisvistar á átt- unda áratugnum. Var það í tengsl- um við Geirfinnsmálið svokall- aða.  BYLGJAN Lifir vel eftir 16 ár í loftinu. DÆMI UM BREYTINGAR Á LÍFEYRISGREIÐSLUM Dæmi um breytingu samkvæmt tillögu frá 2002-2004 fyrir einhleypan lífeyrisþega sem býr einn og hefur engar aðrar tekjur: 2002 2003 2004 Mánaðargr. Greitt á ári Mánaðargr. Greitt á ári Mánaðargr. Greitt á ári án eingreiðslu m/eingreiðslu án eingreiðslu m/eingreiðslu m/eingreiðslu án eingreiðslu Ellilífeyrir 19.990 239.880 20.630 247.560 20.630 247.560 Tekjutrygging 34.372 429.650 38.500 481.250 40.500 506.250 Tekjutr.auki 15.257 190.712 18.000 225.000 20.000 250.000 Heimilisuppbót 16.434 205.425 16.960 212.000 16.960 212.000 Samtals: 86.053 1.065.667 94.090 1.165.810 98.090 1.215.810 Miðað við hjón sem bæði eru ellilífeyrisþegar og hafa engar aðrar tekjur: 2002 2003 2004 Mánaðargr. Greitt á ári Mánaðargr. Greitt á ári Mánaðargr. Greitt á ári án eingreiðslu m/eingreiðslu án eingreiðslu m/eingreiðslu með eingreiðslu án eingreiðslu Ellilífeyrir 19.990 239.880 20.630 247.560 20.630 247.560 Tekjutrygging 34.372 429.650 38.500 481.250 40.500 506.250 Tekjutr.auki 11.445 143.063 14.066 175.825 16.066 200.825 Samtals: 65.807 812.593 73.196 904.635 77.196 954.635 BÚDAPEST Áhugi á nýjum samskiptamöguleikum ríkis og einstaklinga frá Íslandi. BÆTT KJÖR ALDRAÐRA Mælt er með sveigjanlegum starfslokum. Lagt er til að lífeyrisþegi sem frestað hefur töku ellilífeyris og tengdra bóta almannatrygginga fái álag á lífeyri sem svarar 0,5% fyrir hvern mánuð sem töku lífeyris hefur verið frestað fram yfir 67 ára aldur. Þá liggur fyrir að starfslokaaldur verði jafnvel hækkaður í 72 ár. Ríkisstjórnin hækkar tekjutryggingu aldraðra Um 1,6 milljörðum króna verður varið úr ríkissjóð á næsta ári til hækkunar á lífeyri til aldraðra. Öryrkjar njóta góðs af hækkuninni en tekjutryggingaauki hækkar um rúmar tvö þúsund krónur auk þess sem skerðingarhlutfall tekna lækkar um 22%. Vatnajökull: Skjálftar mældust 4,1 JARÐSKJÁLFTAR Snörp jarðskjálfta- hrina varð í gærmorgun norðan við Bárðarbungu. Jarðskjálfti, 4,1 að Richter, mældist klukkan 9.30 um morgun- inn. Í kjölfarið fylgdu skjálftar á bilinu 1,7 til 3,1 á Richter. Bergþóra S. Þorbjarnardóttir á jarðeðlisviði Veðurstofunnar seg- ir skjálfta á þessu svæði yfirleitt hafa verið staka. Stór skjálfti hafi síðast mælst árið 1996 þegar gaus í Gjálp. Hún segir að fylgst verði grannt með gangi mála.  KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Eiga stjórnvöld að selja hlut ríkisins í Landssímanum? Spurning dagsins í dag: Hefur þú samúð með málstað heilsu- gæslulækna í deilu þeirra við ríkið? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já Nei VILJA EKKI SELJA Um 60% gesta á frett.is telja að ríkið eigi ekki að selja hlut sinn í Landssímanum. 40,7% 59,3%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.