Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 12
1. Við brauðbakstur er mikilvægt að hnoða deigið vel til að tryggja að það lyfti sér vel. Reglan er að þegar menn telja að nóg sé hnoðað, þá er gott að hnoða aðeins lengur. 2. Vilji maður fá stökka skorpu á brauð er gott að skvetta smá vatni inn í ofninn þegar brauðið er sett inn. 3. Forðist að nota gamalt ger og passið að olía eða smjör komist ekki í beina snertingu við gerið. Ég reyni að klára að baka fyrirjólin í nóvember því í desem- ber er ég að spila alla virka daga með Sinfóníhljómsveitinni og um helgar leik ég á tónleikum með ýmsum kórum og með Páli Ósk- ari Hjálmtýssyni,“ segir Monika Abendroth, hörpuleikari frá Þýskalandi, sem hefur búið á Ís- landi síðan 1976. Moniku finnst gott að eiga smákökur til að bjóða gestum á aðventunni en finnst þeim ofaukið þegar sjálf jólin eru gengin í garð með tilheyrandi veisluhöldum. „Ég geymi samt kannski eitthvað til að baka með dóttur minni sem er í Þýskalandi en ætlar að koma til mín fyrir jól- in. Mér finnst svo mikilvægt að við gerum eitthvað svona sam- an.“ Monika segir að núorðið sé hægt að kaupa „Stollen“, hina dæmigerðu þýsku jólaköku, í ís- lenskum bakaríum. „Ég baka ekki Stollen-kökuna sjálf en kaupi hana stundum eða fæ hana senda frá ættingjum í Þýska- landi.“ Monika segist reyna að blanda saman þýskum hefðum og íslenskum í jólabakstrinum. Hún kynntist meðal annars laufa- brauði þegar dóttir hennar var í grunnskóla á Íslandi og finnst skemmtilegur siður að skera laufabrauð. Hún tekur stundum laufabrauð, hangikjöt og íslensk- ar smákökur með sér til ættingja og vina í Þýskalandi þegar hún fer þangað yfir jólin og því hefur verið mjög vel tekið. Hér kynnt- ist hún líka þeim sið að baka og skreyta piparkökur en þær var hún vön að kaupa tilbúnar í Þýskalandi. Monika hefur leikið á hörpu með Páli Óskari um nokkurt skeið og hann hefur fengið að kynnast jólabakstrinum hennar aðeins. Hún segir að flórentín- urnar sem hún ætlar að gefa okk- ur uppskrift af séu í miklu uppá- haldi hjá Palla. „Þessar smákök- ur eru einfaldar og fljótlegar og henta því mjög vel fólki eins og mér sem hefur lítinn tíma aflögu fyrir jólaundirbúning.“ Monika hefur aðlagast vel ís- lensku samfélagi en henni líður samt stundum eins og hún sé svolítið landlaus. „Ég er eigin- lega hvorki Þjóðverji né Íslend- ingur. Ég sagði einu sinni við vin minn að mér fyndist ég hvorki fugl né fiskur en hann benti mér á að sennilega væri ég bara fljúgandi fiskur og þá varð ég ánægð.“  2 20. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR Kökublaðið Blandari BL306 300wött 1lítra skál Verð 3.990,-kr Brauðrist TT390 Verð 4.900,-kr Töfrasproti HB600 Verð 3.790,-kr Matvinnsluvél FP470 m/blandara Verð 10.500,-kr Tilboð 8.990,-kr Hrærivél KM400 750wött 4,2 litra Verð 38.900,-kr Tilboð 29.900, kr R A F T Æ K J A V E R S L U N HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • S ÍMI 590 5000 í baksturinn Tilboð Tilboð Blandar saman íslensk- um og þýskum hefðum Monika Abendroth hörpuleikari hefur lít- inn tíma fyrir jóla- bakstur en vill ljúka honum að mestu fyrir aðventuna. MONIKA ABENDROTH Jólasmákökurnar verða að vera fljótlegar en þó umfram allt ljúffengar. 60 g hveiti 75 g sykur 1 tsk. vanillusykur 30 g smjör 100 g súkkat 150 g möndluflögur 2 dl rjómi 200 g súkkulaði Aðferð: Blandið hveiti, sykri og vanillu- sykri saman. Bræðið smjör í potti, bætið súkkati og möndlum út í og síðan rjóma. Hrærið þetta vel saman og bætið að lokum hveitiblöndunni út í. Setjið bökun- arpappír á plötu og mótið kökur með teskeið. Bakið í ofni við 160- 180˚C í um 15 mínútur eða þar til smákökurnar eru ljósbrúnar og flatar. Látið kökurnar kólna. Bræðið súkkulaði (til dæmis rjóma) og penslið því ofan á kök- urnar. Flórentínur fyrir jólin 4 eggjahvítur 4 dl sykur 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk vanillusykur 1 1/2 tsk vínedik 50 g Síríus suðusúkkulaði (konsum), brytjað 3 dl rjómi ávextir 100 g Síríus súkkulaði með fyllingu 1 fíkjustöng 1 dl Nóa súkkulaðirúsínur brætt suðusúkku- laði Aðferð: Hitið ofninn í 170˚C. Þeytið eggjahvítur vel og blandið um leið sykrinum smátt og smátt saman við. Þeytið mjög vel. Blandið lyfti- dufti, vanillusykri, vínediki og suðusúkkulaði varlega saman við. Látið deigið í smurt lausbotna form. Bakið í 1-1 1/2 klst. eða þar til botninn hefur myndað góða skel. Látið botninn á disk og setjið fyllt rjómasúkkulaði ofan á og því næst þeytta rjómann. Látið ávext- ina, fíkjustöngina og súkkulaðirús- ínurnar ofan á rjómann. Bræðið suðusúkkulaði og hellið í mjóum ræmum ofan á ávextina. Athugið að botninn verður mjög óregluleg- ur. Uppskrift frá Nóa Síríus. Súkkulaðipavlova fyrir sælkerann Kökur: 300 g smjörlíki 1 dl sykur 400 g hveiti 1 egg Krem: 50 g jurtafeiti 50 g smjörlíki 1 egg 50 g flórsykur 1 tsk. vanillusykur Súkkulaðibráð: 100 g Síríus suðusúkkulaði (kons- um), brætt Setjið hveitið og sykurinn í skál, myljið smjörlíkið út í, vætið í með egginu og hnoðið. Kælið deigið. Breiðið deigið út og mótið litlar kökur. Bakið ofarlega í ofni við 180˚C í 6-8 mín. Krem: Hitið allt efnið saman í potti og hrærið í á meðan. Gætið þess að blandan sjóði ekki. Kælið þar til kremið er orðið hæfilega þykkt og hrærið í við og við á meðan. Leggið kökurnar saman með linu kreminu á milli. Súkkulaðibráð: Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og setjið ofan á kökurnar. Uppskrift frá Nóa Síríusi. Orður fyrir aðventuna Brauðbakstur HEILRÆÐI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.