Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 21
11MIÐVIKUDAGUR 20. nóvember 2002 Kökublaðið Botn: 1 bolli All Bran 1 1/2 bolli Crispex chrunch 1 stk Síríus rjómasúkkulaði, kara- mellufyllt Ostakrem: 400 g rjómaostur 1 dós karamellujógúrt 1/2 dl sykur 6 blöð matarlím 3 msk. sítrónusafi 1 stk. Síríus rjómasúkkulaði, karamellufyllt 2 1/2 dl rjómi Karamellukrem: 30 ljósar Nóa töggur 1 dl rjómi 100 g brytjaðar valhnetur Aðferð: Myljið All Bran og Crispex í mat- vinnsluvél eða með kökukefli. Bræð- ið rjómasúkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við mylsnuna. Þrýstið þessu í botninn á lausbotna formi, 23 cm í þvermál. Kælið. Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn. Hrærið rjómaostinn með karamellu- jógúrtinu og sykrinum. Kreistið vatnið af matarlíminu, bræðið yfir vatnsbaði og blandið sítrónusafa saman við. Hellið matarlímsblönd- unni saman við ostablönduna og blandið vel. Bætið þeytta rjómanum út í ásamt brytjuðu kara- mellusúkkulaði. Hellið ostakreminu yfir botninn og kælið vel. Hitið karamellurnar og rjómann við vægan hita. Þegar karamellurn- ar hafa jafnast rjómanum er val- hnetunum blandað saman við. Smyrjið þessu yfir ostakremið. Uppskrift frá Nóa Síríus Karamellu ostakaka algert æði 3 eggjahvítur 1/2 bolli ljós púðursyk- ur 3 bollar Kellogg’s korn- flögur 1/2 bolli smátt brytjað Síríus súkkulaði vanillusykur 100 g Síríus suðusúkkulaði Aðferð: Stífþeytið eggjahvítur, púðursykur og vanillusykur. Blandið Kellogg¥s kornflögum og súkkulaði saman við. Búið til litla toppa með teskeið. Bakið við 180˚C í 15-20 mín. Kælið. Bræðið Síríus suðusúkkulaðið í vatnsbaði og berið það á toppana. Uppskrift frá Nóa Síríusi. Dúllur fyrir sælkera

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.