Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 20. nóvember 2002 FÓTBOLTI Alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, ætlar að setja Nicolas Anelka, leikmann Manchester City, í leikbann til 26. nóvember fyrir að neita að leika með franska landsliðinu. Um er að ræða vináttuleik gegn Júgóslavíu sem fram fer í dag. Ef City framfylgir ekki bann- inu gæti það átt yfir höfði sér háa sekt auk þess sem stig yrðu dreg- in frá liðinu í úrvalsdeildinni. Eric Carriere, leikmaður fran- ska liðsins Lyon, lýsti í gær yfir undrun á ákvörðun Anelka um að vilja ekki leika með landsliðinu. „Þessi ákvörðun á ekki eftir að bæta þá slæmu ímynd sem hann hefur nú þegar. Þetta hefði verið gott tækifæri fyrir hann að snúa aftur í franska landsliðið eftir frá- bæra byrjun á Englandi. Ég skil afstöðu hans þó svo að ég sé ekki sammála honum.“ Anelka telur að Jacques Sant- ini, þjálfari franska landsliðsins, hafi í raun ekki viljað fá hann í landsliðið heldur hafi hann verið undir þrýstingi frá öðrum aðilum. Anelka lék síðast með franska landsliðinu í apríl á þessu ári.  Alþjóða knattspyrnusambandið: Anelka dæmd- ur í leikbann SANTINI Jacques Santini, landsliðsþjálfari Frakk- lands, á æfingu fyrir utan París á mánudag. Frakkar undirbúa sig nú af krafti fyrir leik- inn gegn Júgóslavíu. AP /M YN D Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari: Vonar að nýju mennirnir standi sig FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir því eistneska í vináttuleik í Tallinn í Eistlandi klukkan 16 í dag. Leikurinn leggst vel í Atla Eð- valdsson landsliðsþjálfara. „Það eru allir ferskir og frískir og eng- in meiðsli. Að vísu æfðum við á gervigrasi í morgun [gærmorg- un]. Það er mikil bleyta hérna og búið að snjóa og rakinn er mikill. Þeir treystu ekki vellinum en ég vona að við fáum annað en gervi- grasið á eftir,“ sagði Atli. Atli segir að eistneska landslið- ið hafi tekið rosalegt stökk á und- anförnum árum. „Þeir gerðu jafn- tefli við Króatíu í riðlinum í EM en töpuðu að vísu 1:0 fyrir Belg- um. Þeir eru með marga mjög áhugaverða stráka í liðinu. Mart Poom er í markinu sem við þekkj- um frá Derby. Síðan eru þarna aðrir strákar sem hafa vakið at- hygli. Þarna eru líka nokkrir reynslumiklir menn sem eru með um 100 landsleiki að baki.“ Að sögn Atla er stefnan sett á sigur. „Ég vona að það verði gaman að fylgjast með strákun- um sem eru að koma nýir inn í hópinn eftir mismunandi langa fjarveru. Ég vona bara að þeir standi sig og sýni að það er kom- inn nýr möguleiki með þeim.“ Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og hefst útsendingin klukkan 16.  LANDSLIÐIÐ Íslenska landsliðið þurfti að æfa á gervi- grasi í gærmorgun vegna veðurs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.