Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 8
8 20. nóvember 2001 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DÓMSMÁL LÖGREGLUFRÉTTIR Nokkuð fönguleg sveit ungliðaætlar sér góð sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík um þarnæstu helgi. Flest þeirra leggja áherslu á að fólk um og undir þrí- tugu þurfi fulltrúa á Alþingi og í þing- flokk sjálfstæðis- manna. Ungliðar annarra flokka hafa haft uppi svip- aðar kröfur í liðnum prófkjörum með misjöfnum árangri. Það er ljóst að ungt fólk mun skipa bar- áttusæti Samfylkingarinnar í kragakjördæminu og á Suðurlandi. Það er hins vegar fátt ungt fólk í framboði Samfylkingarinnar í Reykjavík og enn síður hjá sjálfstæðismönnum eða Framsókn í Norðvesturkjördæmi eða Samfylk- ingu í Norðausturkjördæmi. Ef til vill er krafan um endurnýjun fram- boðslista fyrst og fremst krafa úr þéttbýlinu hér fyrir sunnan. En hversu réttmæt er þessi krafa um endurnýjun listanna og þá einkum með fólki um og undir þrí- tugu; fólki sem hefur vart meira en fimm ára reynslu utan skóla? Þrátt fyrir æskudýrkun undanfarinna mánaða trúir varla nokkur maður því í einlægni að fólk sé betur hæft til stjórnmálastarfa þegar það er ungt að árum; að pólitískur hæfi- leiki eldist af fólki frekar en að þroskast og eflast. Nei, það á sjálf- sagt við í dag sem endranær að ungt fólk er líklegra til fíflsku í stjórnmálum en þeir sem eldri eru. Ungt fólk á það til að trúa á einfald- ar lausnir vegna reynsluleysis. Réttmæti kröfunnar um endurnýj- un framboðslista liggur því ekki í náttúrulegum yfirburðum ungvið- isins. Ef til vill liggur hún í þeirri patt- stöðu sem myndast hefur í íslenskri pólitík. Það má vart sjá nokkurn mun á stefnumálum flokkanna. Og enn síður þeim málum sem þeir hafa enga stefnu í. Það má vart þekkja í sundur stefnu – eða stefnu- leysi – flokkanna varðandi velferð- arkerfið og framtíð þess þótt ljóst sé að það muni ekki haldast uppi að óbreyttu. Eða varðandi landbúnað- arkerfið, sem er óskapnaður sem gagnast hvorki bændum né neyt- endum. Eða sívaxandi og stjórn- lausa útþenslu ríkisvaldsins, sem almenningur þarf að standa undir með fjórfaldri tíund. Eða varðandi skólakerfið, heilbrigðiskerfið – hvað eina. Enginn flokkanna virðist megna að búa til stefnu í neinum mikilvægum málum. Þeir leggjast allir í yfirboð til kjósenda; þeir vilja allt fyrir alla gera. Krafan um endurnýjun fram- boðslista er því ef til vill misskilin krafa; kjósendur vilja miklu frem- ur nýja stefnu en nýtt fólk.  Ungt fólk á það til að trúa á einfaldar lausnir vegna reynsluleysis. Þurfum við nýtt fólk með sömu stefnu? skrifar um réttmæti krafna um endurnýjun á framboðslistum stjórnmálaflokkanna. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Hljóðupptakan með bin Laden: Nýleg og ófölsuð WASHINGTON, AP Nýjasta hljóðupp- takan með Osama bin Laden, leið- toga al Kaída-samtakanna, er ný- leg, ófölsuð og óklippt. Þetta er niðurstaða bandarískra leyniþjón- ustumanna sem rannsökuðu upp- tökuna með aðstoð tungumálasér- fræðinga. Telja þeir víst að um rödd bin Laden sé að ræða. Á upptökunni heitir hann frekari hryðjuverka- árásum gegn Bandaríkjunum. „Það er kominn tími til hefnda. Þið verðið drepin á sama hátt og þið drepið aðra,“ sagði bin Laden m.a. um Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í stríðinu gegn hryðjuverkum. Þetta eru fyrstu sannanirnar sem komið hafa fram í rúmt ár fyrir því að bin Laden sé enn á lífi. Komst hann því lífs af úr árásum Bandaríkjamanna á Afganistan sem hófust skömmu eftir hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin þann 11. september í fyrra.  LÆTUR EKKI SEGJAST Maður um fertugt var tekinn grunaður um ölvun við akstur í fyrrinótt. Hann er ökuréttindalaus þar sem hann hefur verið sviptur ökuréttindum ævilangt vegna ítrekaðs ölvun- araksturs. Hann á yfir höfði sér dóm vegna athæfisins. MÆLDIST Á 124 KM HRAÐA Rúm- lega tvítugur ökumaður mældist á 124 km hraða á Miklubraut í fyrrinótt. Mældist hann á móts við Lönguhlíð en þar er hámarks- hraði 60 km. BIN LADEN Osama bin Laden heldur á Kalashnikov- riffli á fundi sem haldinn var í Afganistan árið 1998. Hann er sagður vera maðurinn á bak við hryðjuverkaárásirnar á Banda- ríkin í fyrra. AP /M YN D Mikill munur á verðþróun Verðmæti Skeljungs hefur hækkað um rúm 75% á árinu. OLÍS hefur hækkað um 20%. Esso hefur hins vegar lækkað um 5%. Mismunurinn liggur ekki í mismunandi rekstrarárangri fyrirtækjanna. Valdakapp- hlaup keyrir upp verðið á bréfunum. VIÐSKIPTI Þróun markaðsverðmætis olíufélaganna þriggja á íslenska markaðnum er gjörólíkt, þrátt fyrir að rekstur þeirra sé í flestu tilliti sambærilegur. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir hjá Greiningardeild Búnaðarbankans segir að skýring- anna geti tæpast verið að leita í mis- munandi rekstri fé- laganna. „Markaðs- hlutdeild þeirra hreyfist ekki mikið og rekstrarum- hverfi þeirra er svipað.“ Guðmunda segir að nærtækasta skýringin sé í kapp- hlaupi sem verið hefur um bréf í fé- lögunum. Undir lok síðasta árs keypti Fjárfestingafélagið Straumur tölu- vert af bréfum í Keri. Það varð til þess að bréfin hækkuðu. Eftir að kapphlaupinu um bréfin lauk hefur dregið úr áhuga á þeim og þau lækkað. Að undanförnu hefur verið kapp- hlaup á milli ráðandi hluthafa í Skeljungi annars vegar og Kaup- þings hins vegar. Þetta hefur orðið til þess að bréfin hafa hækkað gríð- arlega. Kapphlaupinu lauk með kaupum eignarhaldsfélagsins Haukþings, sem er í eigu ráðandi hluthafa Skeljungs, á rúmlega 10% hlut í fyrirtækinu. Þessir sömu aðil- ar kepptust um bréf í Eimskipafé- laginu fyrir nokkrum misserum. Bréf Eimskipafélagsins voru undir lok kapphlaupsins næstum þrisvar sinnum meira virði en þau eru í dag. Gengi bréfa Skeljungs hefur hækkað úr 8,6 um áramót í 15,1 þeg- ar það fór hæst eða um rúm 75%. Á sama tíma hafa bréf Kers (Esso) lækkað úr 12,6 í 12 eða um tæp 5%. Lægst fór gengi Kers í 11,4. Olíu- verslun Íslands hefur hækkað á sama tíma um rúm 20% úr genginu 8 í 9,75. Greiningardeildir bankanna hafa í ljósi kapphlaupsins um bréf í Skeljungi ráðlagt eigendum bréfa að selja þau. Guðmunda segir að ein ástæða þess að fólki sé ráðlagt að selja bréfin sé að þessi mikla hækk- un sé ekki vegna þess að reksturinn sé að batna svona mikið. Þar við bætist að þegar fáir stórir aðilar eigi bréf í fyrirtækjum verði minni hreyfing á bréfum þeirra og erfið- ara fyrir venjulega fjárfesta að selja bréfin. haflidi@frettabladid.is Greiningar- deildir bank- anna hafa í ljósi kapp- hlaupsins um bréf í Skelj- ungi ráðlagt eigendum bréfa að selja þau. ÓLÍKT VERÐ Vörur olíufélaganna eru á svipuðu verði. Það gildir hins vegar ekki um verð á bréfum olíufélaganna sjálfra. Í Fréttablaðinu var ranglega sagt að Elín Líndal Finnbogadóttir hefði sóst eftir þriðja sætinu í prófkjöri framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi. Hið rétta er að Elín R. Líndal, bóndi á Lækja- móti, sóttist eftir því sæti. Það síðan Eydís Líndal Finnbogadóttir sem hafnaði í fjórða sæti í próf- kjörinu. LEIÐRÉTTING BORGAR TUPPERWARE 20 MILLJ- ÓNIR Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann og konu á fimmtugsaldri til að greiða Tupp- erWare Nordic A/S tæpar 20 millj- ónir króna. Fólkið hafði verið dreifingaraðili Tupperware á Ís- landi frá árinu 1991 til 2001, þeg- ar samningum var slitið. Skuldaði fólkið fyrirtækinu þá tæpar 20 milljónir, sem það greiddi ekki og því fór málið fyrir dómstóla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.