Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 18
8 20. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR Kökublaðið Hjá Bakarameistaranum Suður-veri hafa verið bakaðar smákökur og ýmiss konar jólakök- ur fyrir hátíðirnar í yfir 20 ár. „Við bökum fyrst og fremst hefðbundn- ar smákökur, u.þ.b. 12-14 tegundir á ári hverju, og höfum bakað meira eða minna sömu sortirnar í 15-20 ár. Stundum höfum við bætt við nýjum smákökum eða sleppt ákveðnum tegundum en þá verður fólk oft óánægt og jólin hálfónýt hjá sumum,“ segir Óttar B. Sveins- son bakarameistari. „Í dag er fólk farið að gæða sér á smákökunum á aðventunni í stað þess að geyma þær fram að jólum og að þessu höfum við þurft að laga okkur.“ Í Suðurveri var byrjað að selja jólabakkelsi síðastliðinn laug- ardag og streymdi fólk þegar inn til að næla sér í kökur, að sögn Ótt- ars. „Það er helst fólk um og yfir miðjum aldri sem kaupir af okkur smákökur fyrir jólin. Þetta fólk kveðst ekki hafa tíma til að baka sjálft og kýs því að koma til okkar í staðinn.“ Það kann að koma á óvart að það skuli ekki vera yngra fólkið og fjölskyldurnar sem notfæra sér þessa þjónustu fremur en hinir eldri, sem bakað hafa sjálfir í ára- tugi. En svo virðist sem ekki sísta eldra fólki finnist tíma sínum betur varið á öðrum vettvangi og það séu jafnvel frekar barnafjölskyldurnar sem líta á baksturinn sem kærkom- ið tækifæri til samverustunda. „Af smákökunum eru Bessa- staðakökurnar okkar svokölluðu langvinsælastar og fólk kemur oft langt að til að kaupa þær hjá okkur. Þetta eru í raun fremur einfaldar smjörkökur en þær eru afar ljúf- fengar og bráðna uppi í manni.“ Óttar segir að hefðbundnar smákökur eins og gyðingakökur, vanilluhringir og piparkökur njóti einnig alltaf mikilla vinsælda. „Við seljum líka tilbúið piparkökudeig sem fólk kaupir til að spara sér tíma og fyrirhöfn en svo bakar fjöl- skyldan kökurnar saman heima.“ Í bakaríinu í Suðuveri eru einnig seldar annars konar jóla- kökur sem margar hverjar eiga uppruna sinn fyrir utan landstein- ana. „Við höfum selt enska jóla- köku með ávöxtum og koníaki í yfir 20 ár og þýskt stollenbrauð í hátt í 15 ár. Þetta virðist fólk núorðið borða á aðventunni frem- ur en yfir jólin sjálf en þó hefur tekið tíma að kenna Íslendingum að borða þessar kökur. Með aukn- um ferðalögum Íslendinga og langtímadvölum erlendis hefur markaðurinn fyrir þessar kökur stækkað,“ segir Óttar. Fleiri er- lendar hefðir hafa einnig komið inn á síðustu árum, s.s. marsipan- brauð frá Danmörku og ýmiss konar góðgæti úr kransaköku- deigi. Ensku jólakökuna og stollenbrauðið er þegar byrjað að selja en annað kemur smám sam- an inn eftir því sem nær dregur jólum. Óttar hefur á tilfinningunni að samsetning jólabakstursins hafi breyst töluvert hjá landanum á undanförnum árum og áratugum. Meiri fjölbreytni gætir og einnig virðist sem fólk sé farið að neyta ávaxta í meira mæli á aðventunni og yfir hátíðirnar á kostnað smákakanna. Óttar hefur tekið eft- ir almennri vakningu í átt til holl- ara mataræðis en vill þó meina að þegar kemur að jólunum leyfi fólk sér meira en á öðrum tímum og gefi ekki mikinn gaum að innihaldi þess sem innbyrt er. Þessi kaka er ekki á boðstólum hjá Bakarameistaranum í Suður- veri fyrir þessi jól en var afar vin- sæl áður fyrr. Magn hráefnanna er hugsað fyrir stórbakstur.  Jólabaksturinn er orðinn fjölbreyttari Hjá Bakarameistaran- um í Suðurveri hafa verið bakaðar hefð- bundnar smákökur auk annars jólagóð- gætis í árarðir. Sífellt fleiri Íslendingar not- færa sér þessa þjón- ustu bakaríanna og nota aðventuna til þess að sinna öðrum verkum. ÓTTAR B. SVEINSSON Fólk byrjar að kaupa jólasmákökur og annan jólabakstur þegar um miðjan nóvember og að því verða bakaríin að laga sig. 1100 g hveiti 5 tsk matarsódi 50 g salt 1000 g smjör 900 g sykur 700 g púðursykur 400 g kornflex 800 g haframjöl 500 g kókosmjöl 1/2 lítri egg 50 g vanillusykur 1000 g súkkulaðidropar Aðferð: Öllu blandað vel saman og deigið kælt í ískáp í smástund. Litlar kúlur mótaðar og settar á plötu með smjörpappír. Bakað í ofni á ca 180˚C í 11-13 mín. Lúxussmákaka fyrir stórfjölskyldur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T 225 g sykur 125 g smjör 200 g hveiti 1/2 tsk. salt 1/3 tsk. natron 1 stór egg 200 g Síríus suðusúkkulaði (kons- um) 250 g Síríus rjómasúkkulaði, brytj- að Aðferð: Dagur: Setjið allt í skál nema súkkulaðið og hnoðið saman. Þegar deigið er rétt komið saman er súkkulaðið sett út í og hnoðað saman við. Þegar súkkulaðið er komið vel saman við er deigið tilbúið. Hnoð- ið í litlar kúlur og þrýstið þeim á plötu klædda með smjörpappír. Bakað við 180˚C í 8 mín. Nótt: Nóttin er gerð alveg eins nema sykur verður að púðursykri og allt súkkulaðið er Síríus suðusúkkulaði (konsum). Uppskrift frá Nóa Síríusi Dagur og nótt með kaffinu Spesíur: 350 g hveiti 3 msk. sykur 300 g smjör eða smjörlíki 3 eggjarauður Marengs: 4 eggjahvítur 180 g púðursykur 1/2 tsk. vanillusykur Síríus suðusúkkulaði Aðferð: Spesíur: Hnoðið deigið á venjulegan hátt. Rúllið því upp og kælið í u.þ.b. 1 klst. Skerið deigið í 1 sm þykkar sneiðar og raðið á bökunarplötu. Marengs: Stífþeytið eggjahvíturnar með sykri og vanillusykri. Sprautið marengs með rjómasprautu á hverja köku. Bakið við 150˚C þar til þær eru gulbrúnar. Bræðið Síríus suðusúkkulaðið í vatnsbaði og þekið toppana. Uppskrift frá Nóa Síríusi. Marengs-spesíur í nýjum búningi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.