Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 30
18 12. nóvember 2002 ÞRIÐJUDAGUR Hundahaldið lífsstíll Páll Bragi Kristjónsson var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Eddu – miðlunar og útgáfu í síðustu viku. Áður hafði hann verið stjórnarfor- maður fyrirtækisins. FRAMKVÆMDASTJÓRI „Þú færð mig nú ekki til að segja að ég sé ógur- legur bókaormur og liggi í bókum þótt ég sé í bókaútgáfu,“ segir Páll Bragi Kristjónsson þegar hann er inntur eftir því hvernig hann notar frístundirnar. „En aðaláhugamál mitt og konunnar minnar, eftir að hafa alið upp fjögur börn og eign- ast fimm yndisleg barnabörn, sem við fáum reyndar oft að láni, eru hundarnir. Við eigum fjóra hunda af tegundinni Bichon Frise og leggjum mikla rækt við þá.“ Páll Bragi segir konuna sína frumkvöðul um hundaræktunina, hann sé aðallega hjálparkokkur í þessu eins og garðræktinni. „En við fluttum fyrsta parið inn sjálf. Þessir hundar voru hirðhundar í Frakklandi á tímum Loðvíkanna og seinna sirkushundar.“ Hann segir hundana glögga, skapgóða og algjörlega hættulausa börnum. „Svo hafa þeir einn mjög stóran kost, þeir fara aldrei úr hár- um. Þeir eru talsvert notaðir í Bandaríkjunum á elliheimilum og í alls kyns þerapíu þar sem dýr eru notuð, einmitt vegna þess að þeir eru lausir við að vera ofnæmis- valdandi. En það þarf að hugsa vel um feldinn, þetta er heilmikil vinna.“ Nú hafa hundar Páls Braga eignast á fjórða tug afkomenda og eigendurnir hittast reglulega. „Þetta er orðinn stór ættbogi út frá okkar heimili, eins konar þrívídd- arfjölskylda.“ Páll Bragi segir ekkert bind- andi að eiga fjóra hunda og að þau hjón ferðist með þá hvert sem er innanlands. „Þegar maður er kom- inn með svona stórt element í heimilislífið hjá sér langar mann sjaldan til útlanda. Þetta hefur af- gerandi áhrif á líf manns, verður ákveðinn lífsstíll. Ég segi fyrir mig að þegar ég kem dauðþreyttur úr vinnu, sérstaklega í vikulokin, og fer að hugleiða hvað ég eigi að gera mér til dægrastyttingar, finnst mér yndislegast að fara með hundana út í guðsgræna náttúr- una. Nú, svo er líka hættulega gaman að setjast við tölvuna og tefla á Netinu,“ segir Páll Bragi, sem er mikill skákáhugamaður, að lokum.  HÚSIÐ STÖÐUVEITING MÓTMÆLANDI Helga Valdimarsdótt- ir öryrki sat bæði á laugardag og sunnudag á Heilsugæslustöðinni í Reykjanesbæ og beið eftir lækni án árangurs. „Ég er með þessu að vekja athygli á ástandinu og um leið að skora á lækninn minn að koma aftur til starfa. Mér finnst ekki hægt að sitja aðgerðalaus án þess að reyna í það minnsta að leggja mitt af mörkum,“ Helga starfaði í tíu ár á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja en þurfti að hætta að vinna vegna heilsuleysis fyrir nokkrum árum. „Ég hef einnig verið mjög slæm af höfuðkvölum sem erfitt hefur verið að ráða bug á. Því þarf ég að nota mikið af verkjalyfjum auk þess sem ég hef farið í nokkrar aðgerðir vegna þessa. Því er það mér mjög mikilvægt að geta heimsótt minn lækni reglulega og ég sætti mig ekki við að geta ekki náð í hann í mínum heimabæ.“ Helga er ættuð frá Seyðisfirði en bjó um tíu ára skeið í Lúxem- borg þar sem eiginmaður hennar starfaði hjá Cargolux. Þar var hún heimavinnandi og naut þeirra for- réttinda að ala upp sín börn sjálf. „Þegar við fluttum heim fékk maðurinn minn vinnu hjá Flug- leiðum og þess vegna settumst við að á Suðurnesjum. Ég hef kunnað afskaplega vel við mig í Njarðvík- um og börnin mín búa hér öll nema eitt. Ég hefði hvergi annars staðar viljað búa og mér fannst það skylda mín að reyna að láta að mér kveða til að eitthvað yrði að gert. Mér sýnist að ef ég hefði ekki farið af stað hefði lítið þokast áfram. Mér sárnaði það því mjög á borgarafundinum á sunnudag að fá ekki að taka til máls og segja frá minni hlið mála. En ég er þakklát fyrir að eitthvað skuli vera að gerast í þessu máli og ef þessi seta mín á Heilsugæslustöð- inni hefur orðið til þess er það vel.“ bergljot@frettabladid.is Helga Valdimarsdóttir sat í tvo daga á Heilsugæslunni í Reykjanesbæ til að þrýsta á að eitthvað gerðist í lækna- málum á staðnum. Hún er þakklát fyrir að aðgerðirnar báru árangur. Persónan Skora á minn lækni að koma aftur PÁLL BRAGI KRISTJÓNSSON Er mikill skákáhugamaður og segir hættu- lega gaman að tefla á Netinu. Húsið við Tjarnargötu 32 er ídaglegu tali nefnt Ráðherrabú- staðurinn. Það er timburhús eftir R ö g n v a l d Ó l a f s s o n a r k i t e k t , sem einnig t e i k n a ð i nokkur önn- ur hús við Tjarnargötu í svipuðum stíl. Húsið stóð upphaflega á Sólbakka við Ön- undarfjörð og var reist sem íbúðar- hús fyrir norska umsvifamanninn Hans Ellefsen á síðasta áratug 19. aldar. Þegar hvalveiðistöð Ellefsens á Flateyri brann árið 1901 seldi hann Hannesi Hafstein húsið á 1 krónu eða 5 krónur, að sögn sumra. Hannes lét taka húsið í sundur og flytja það til Reykjavíkur og reisti það þar í breyttri mynd árið 1907. Í kjölfar mikils bruna í Reykjavík árið 1915 voru settar mjög strangar reglur um byggingu timburhúsa í borginni. Fóru íslenskir húsa- meistarar og arkitektar þá að ein- beita sér að steinsteypu sem bygg- ingarefni í íbúðarhús jafnt sem stærri byggingar og Rögnvaldur reisti meðal annars slík stein- steypuhús við Tjarnargötu. Ráð- herrabústaðurinn við Tjarnargötu 32 var friðaður af menntamálaráð- herra 19. apríl 1991.  MEÐ SÚRMJÓLKINNI Vegna frumsýningar á James Bond skal tekið fram að þú ert að lesa Blaðið. Fréttablaðið. Leiðrétting HELGA VALDIMARSDÓTTIR Hún hefur verið slæm af höfuðkvölum og gigt og þarf oft að leita læknis. Konráð Lúðvíksson. 160 milljónir króna. Guðmundur Bjarnason. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 Lítil stúlka var í útlöndum meðforeldrum sínum og bað þau um tvær evrur handa gamalli konu sem hún sagðist hafa séð. Pabbi hennar veiddi evrurnar úr vasanum en spurði samt: „Heldurðu að þessi kona geti ekki unnið fyrir sér?“ „Jú, jú,“ svaraði sú stutta. „Hún selur sælgæti.“ KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1 ágeng, 2 sjónvarpsskerm, 3 könnu, 4 smærra, 5 fiskur, 6 hár, 7 dólpungurinn, 8 kramar, 11 pottlok, 14 nabbi, 16 eljusamri, 18 silkiefni, 20 linn- um, 21 vestur, 23 lélegri, 26 kurteist, 28 jaðar, 30 eirir, 31 grami, 33 karlmanns- nafn. LÁRÉTT: 1 kák, 4 músum, 9 kremji, 10 aur, 12 gabb, 13 fuglinn 15 gárar, 17 elgur, 19 skel, 20 fékk, 22 aukist, 24 spýju, 25 feng, 27 áflog, 29 hökuna, 32 leiðsla, 34 álpist, 35 breyttri, 36 grobbið, 37 erfingi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 fjós, 4 fóstur, 9 skerplu, 10 eski, 12 ósið, 13 keilum, 15 tifa, 17 traf, 19 nið, 20 sneið, 22 raupi, 24 vin, 25 alúð, 27 ertu, 29 erfiða, 32 undi, 34 öður, 35 snáðana, 36 notaði, 37 grís. Lóðrétt: 1 frek, 2 óski, 3 skilti, 4 fróma, 5 óps, 6 slit, 7 tuðinu, 8 ráfaði, 11 seinir, 14 urða, 16 fipuðu, 18 frúr, 20 sveran, 21 entust, 23 aðföng, 26 leiði, 28 unna, 30 iðar, 31 arðs, 33 dáð. TÍMAMÓT JARÐARFARIR 13.30 Hulda Guðnadóttir verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju. 13.30 Jónas Ragnar Sigurðsson, Aust- urbrún 2, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.30 Signý Hildur Jóhannsdóttir verð- ur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 14.00 Sigurður Önundarson, Starmýri 21, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju. 15.00 Fanney Einarsdóttir Long, Mið- leiti 5, Reykjavík, verður jarðsung- in frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Guðjón Elíasson, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.