Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 10
FÓTBOLTI Dave Merrington, maður- inn sem þjálfaði Alan Shearer, fyrirliða enska úrvalsdeildarliðs- ins Newcastle, þegar hann var að alast upp hjá Sout- hampton, telur að Shearer hafi allt sem þurfi til að taka við knatt- spyrnustjórastöð- unni hjá Newcastle þegar Sir Bobby Robson lætur af störfum. Merrington segir að engin til- viljun hafi ráðið því hversu langt Shearer hafi náð. „Alan var ávallt afar sterkur persónuleiki og mjög ákveðinn. Hann vissi nákvæm- lega hvað hann vildi og hvert hann ætlaði sér.“ Alan Shearer er fæddur í Newcastle árið 1970. Hann hóf feril sinn hjá Southampton og í fyrsta leik sínum, gegn Arsenal, skoraði hann þrennu. Shearer gekk til liðs við Blackburn fyrir metfé árið 1992. Þremur árum síð- ar vann hann enska deildarmeist- aratitilinn með félaginu. Hjá Blackburn skoraði Shearer 112 mörk í 138 leikjum. Árið 1996 var Shearer keyptur til Newcastle, liðsins sem hann hafði haldið með í æsku. Þar hef- ur hann leikið allar götur síðan. Shearer hefur skorað 105 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Newcastle. Þrjú ár í röð náði Shearer því afreki að verða markakóngur úr- valsdeildarinnar. Tímabilið 1994- 95 skoraði hann 34 mörk fyrir Blackburn. Tímabilið á eftir skor- aði hann 31 mark fyrir Blackburn og á fyrsta tímabili sínu með Newcastle, 1996-97, skoraði hann 25 mörk fyrir lið sitt. Shearer lék 63 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim 30 mörk. Hann lagði landsliðs- skóna á hilluna fyrir tveimur árum. Dave Merringon telur að Shearer muni eiga auðvelt með að hætta sem leikmaður og taka við stjórastöðunni. „Öll hráefnin eru til staðar fyrir hann. Það sem hann þarf að átta sig á er að spila- mennska og þjálfun eru tveir mis- mundandi hlutir,“ sagði Merr- ington í viðtali við BBC. „Ef hann fær rétta fólkið í kringum sig held ég að hann geti orðið frábær knattspyrnustjóri.“  20. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR „Alan var ávallt afar sterkur per- sónuleiki og mjög ákveð- inn.“ Ein með öllu Nýja gólfþvottavélin SSB 430 frá Alto hentar einkar vel til þrifa á svæðum þar sem erfitt er að athafna sig. Afbragðs hönnun gerir hana létta og meðfærilega en tryggir þó um leið að hún skilar afköstum á við stærri og dýrari tæki. Hreint og þurrt á augabragði Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. GÓLFfiVOTTAVÉL Tilboðsverð án vsk. 269.790.- m. vsk. 335.888.- • Nett vél sem afkastar miklu • Skilar gólfinu hreinu og þurru • Rafgeymar og hleðslutæki fylgja Brasilíumaðurinn Ronaldo: „Einn lélegasti leikurinn á ferlinum“ MADRID, SPÁNI, AP Brasilíumaður- inn Ronaldo, leikmaður Real Madrid, segir að frammistaða sín gegn Real Sociedad um helgina hafi verið ein sú lélegasta á ferlin- um. Í leiknum, sem endaði með markalausu jafntefli, átti Ronaldo aðeins eitt skot að marki, sem fór langt framhjá. Honum var skipt út af á 71. mínútu leiksins. Hluti áhorfenda púaði á hann þegar hann yfirgaf völlinn. „Ég átti það skilið því þetta var einn lélegasti leikur sem ég hef spilað,“ sagði Ronaldo eftir leik- inn. Á laugardag mætir Ronaldo sínum gömlu félögum í Barcelona á Camp Nou. „Þetta verður frábær leikur og ég verð tilbúinn,“ sagði Ronaldo, sem hefur skorað þrjú mörk fyrir Real á tímabilinu.  Shearer hefur allt sem þarf Gamall þjálfari Alan Shearer telur að hann gæti vel orðið næsti knatt- spyrnustjóri Newcastle eftir að Sir Bobby Robson lætur af störfum. Shearer hefur þrívegis orðið markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði 30 mörk í 63 landsleikjum. Evrópukeppnin í handbolta: Grótta/KR mætir Álaborg HANDBOLTI Karlalið Gróttu/KR í handbolta mætir danska liðinu Álaborg HSH í 16-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Dreg- ið var í keppninni í gær. Grótta sló út portúgalska liðið Francesco de Holanda í 32 liða úrslitum keppninnar. Haukar mæta spænska liðinu C.B.M. Ademar Leon í 16 liða úr- slitum Evrópukeppni bikarhafa. Haukar slógu út ítalska liðið Conversano, sem Guðmundur Hrafnkelsson leikur með, í 32 liða úrslitum. Fyrri leikirnir fara fram 7. og 8. desember og hinir síðari helg- ina á eftir.  RONALDO Ronaldo á æfingu með brasilíska landsliðinu fyrir vináttuleik gegn Suður-Kóreu sem fram fer í dag. Hann hefur skorað þrjú mörk með Real Madrid síðan hann kom til félagsins. AP /M YN D SHEARER Alan Shearer í baráttu við Wayne Bridge, leikmann Southampton, í leik liðanna um síð- ustu helgi á St. James´ Park. Shearer hóf feril sinn hjá Southampton. AP /M YN D GRÓTTA/KR Leikmenn Gróttu/KR eiga erfiðan leik fyrir höndum gegn danska liðinu Álaborg HSH. Grótta/KR er að taka þátt í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn. ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.05 Stöð 2 Íþróttir um allan heim (Trans World Sport) 16.00 Sjónvarpið Landsleikur í fótbolta (Eistland-Ísland) 18.00 Sýn Sportið 18.30 Sýn Heimsfótbolti með West Union 19.00 Vestmannaeyjar Handbolti kvenna (ÍBV-FH) 19.30 Skjár 1 Mótor 22.15 Sjónvarpið Landsleikur í fótbolta endurs. (Eistland-Ísland) 22.30 Sýn Sportið ALLIR Á SKAUTA! Skautaholl.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.