Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 24
Angelina Jolie og fyrrum eigin-maður hennar, Jonny Lee Mill- er, virðast hafa náð saman á ný. Eins og kunnugt er tilkynnti Angelina það í viðtali eftir að hún fór frá Billy Bob Thornton að hún elskaði Jonny enn og ætti þann draum heitastan að þau gætu byrjað upp á nýtt. Þetta virðist hafa gengið eftir og þau Miller sáust meðal annars láta vel hvort að öðru á hóteli í London ný- lega en Jolie er stödd í London um þessar mundir við tökur á Tomb Raider 2. Fyrirsætan og söngkonan Capricehefur gengið til liðs við leikhóp- inn sem er að sýna söngleikinn Rent á West End. Kaliforníuljóskan mun taka að sér hlutverk tvíkyn- hneigðu listaspírunnar Maureen Johnson í söngleiknum, sem á sér stað í New York upp úr 1980. Caprice mætir galvösk til leiks þó ferill hennar sem söngkona hafi farið frekar illa af stað árið 2000 með hinni misheppnuðu smáskífu Oh Yeah! Liz Hurley leikur nú aðalhlut-verkið í öfugsnúnasta meðlags- greiðslumáli velferðarkerfissög- unnar en hún hefur neitað að taka við myndarlegum fjár- framlögum frá barnsföður sínum Steve Bing, sem hyggst draga hana fyrir dómstóla vegna málsins. Bing vill stofna sjóð fyrir son þeirra Damian, sem er hálfs árs, og hefur einnig boðist til að greiða móðurinni 100.000 pund fyrir heilbrigðisþjónustu gutt- ans en Hurley vill ekki sjá neitt af þessu. Hún segist vera fullfær um að ala drenginn upp án hjálpar föð- urins og afsannar um leið að hún hafi verið á eftir Bing vegna pen- inganna. 12 20. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR MR. DEEDS kl. 4 og 6 HALLOWEEN kl. 8 og 10 STUART LITLI kl. 4 ROAD TO PERD... kl. 5, 7.30 og 10 ROAD TO PERD... kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 kl. 6FÁLKAR BLOOD WORK kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.05 Sýnd kl. 8 og 10 YA YA SISTERHOOD kl. 8 VIT455 THE TUXEDO kl. 4, 6, 8, 10.10 VIT474 HAFIÐ kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT453 MAX KLEEBLE´S.. kl. 4 VIT441 INSOMNIA kl. 10.10 VIT444 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT 461Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 479 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 VIT 480 kl. 5.45, 8 og 10.10HAFIÐ kl. 5.40, 8 og 10.20DAS EXPERIMEN TÓNLIST Umboðsmaður Heru reyndi hvað hann gat til þess að halda þeim stóru tíðindum að hún hefði verið valin til þess að hita upp fyrir Nick Cave frá henni. Hann ætlaði að koma henni á óvart og vildi að hún frétti af því eftir sömu leiðum og aðrir landsmenn. „Ég er ennþá í „sjokki“ og ekki komin á það stig að verða stressuð enn,“ segir Hera, sem er mikill að- dáandi Cave. „Ég átti bara að sjá þetta í blöðunum. Fjölskyldan mín vissi þetta á undan mér. Svo frétti ég þetta þannig að vinkona mín hringdi í mig og spurði út í þetta. Ég vissi ekki neitt og svaraði bara neit- andi.“ Draumar Heru virðast vera að rætast einn af öðrum. Fyrst fékk hún að fara á tónleikaferð um land- ið með æskugoðinu Bubba Morthens, þar sem þau sungu meðal annars saman dúett, og nú bætist upphitun fyrir Cave á ferilskrána. Hún segir að dúett með Cave sé ekki á dagskrá en að hún gæti hæglega trítlað upp á svið og hoppað inn í hlutverk Kylie Minogue í laginu „Where the Wild Roses Grow“ ef hún yrði beðin um það. Í dag kemur í búðir ný breiðskífa, „Not Your Type“, sem varð til fyrir hálfgerða slysni. „Við ætluðum að taka upp nokkur lög mjög vel. Síðan gekk þetta svo vel að við ákváðum að gera plötu. Strákarnir eru búnir að vera æðislegir. Guðmundur Péturs- son stjórnaði upptökum og ég er rosalega ánægð með þetta.“ En hvað á hin 19 ára stúlka eigin- lega við með titli plötunnar? „Þetta er eftir fyrsta laginu. Ég samdi það þegar ég var 15 ára. Þá var ég gjör- samlega búin að fá ógeð af góðum strákum með rembingsrómantík. Mig langaði miklu frekar að vera með töffurum því að mér fannst það meira spennandi. Góðu strákarnir voru allt of miklir sykurpúðar. Það er ekkert spennandi ef það er ekk- ert spennandi að gerast,“ segir hún og hlær sakleysislegum hlátri. Tit- illinn hlýtur þó að gefa í skyn að það liggi meira á bak við hláturinn henn- ar en virðist í fyrstu. biggi@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að tónlistarmaðurinn Nick Cave leikur hér á landi 9. desember. Nýsjálensk-íslenska snótin Hera fær þann heiður að opna tónleikana á Broadway. Vill töffara en ekki sykurpúða HERA Hera gefur í dag út breiðskífuna „Not Your Type“. www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma KVIKMYNDIR Oftar en ekki er eitthvað athyglis-vert á ferðinni þegar kvikmynd- ir annars staðar en frá Bandaríkjun- um eða Bretlandi slæðast hingað í kvikmyndahús og Das Experiment (Tilraunin) frá Þýskalandi er engin undantekning frá þeirri reglu. Myndin fjallar um atferlisfræðilega tilraun þar sem hópur manna er ráð- inn í hlutverk fanga og fangavarða sem eiga að lifa innilokaðir eftir settum reglum í hálfan mánuð. Svo er sagt að handritið byggi að ein- hverju leyti á svipaðri tilraun sem vísindamenn við Stanford háskóla gerðu. Án þess að barna söguna fyr- ir þeim sem eiga eftir að sjá mynd- ina er óhætt að segja frá því að þessi tilraun þróast öðruvísi en menn gerðu ráð fyrir. Að sumu leyti minnir þessi mynd á skáldsöguna Lord of the Flies (Flugnahöfðinginn) sem fjallar um strákahóp á eyðieyju þar sem bæði góðir og einkum slæmir þættir mannlegrar náttúru fá að leika laus- um hala. Tilraunin er mjög áhrifa- mikil mynd og fræðandi um margt sem maður kannski hefði heldur kosið að vita ekki. Það er kannski tímanna tákn að myndin skuli vera þýsk, því að sínu leyti má líta á hana sem uppgjör við Hitlers-tímann, þar sem heil þjóð tók þátt í þjóðfélagstil- raun með skelfilegum afleiðingum. En til þess eru vítin að varast þau. Þráinn Bertelsson Þýsk þjóðfélagstilraun DAS EXPERIMENT TILRAUNIN Aðalhlutverk: Moritz Bleibtreu, Christian Berkel, Oliver Stokowski, Wotan Wilke Möhring. Handrit: Don Bohlinger, Christoph Darnstädt. Kvikmyndastjórn: Oliver Hischbiegel. TÓNLIST Organkvartettinn Apparat hef-ur gefið út fyrstu breiðskífu sína. Eins og nafnið gefur til kynna er mikið um hljómborðsleik á plötunni og útkoman er bara mjög góð. Platan hefur vélrænt yf- irbragð þar sem bjöguð rödd syng- ur eins og vélmenni í flestum lag- anna. Röddin hæfir lögunum vel þó svo að stundum verði hún nokk- uð þreytandi og geri lögin keimlík- ari en þau þyrftu að vera. Lagið „Cruise Control“ er mjög gott en minnir kannski fullmikið á Rammstein. Þarna fer góð keyrsla saman við tölvupopp níunda ára- tugarins. Sömu sögu er að segja af „Stereo Rock & Roll“, sem er vel heppnað. „Ondula Nova“ er í anda Sigur Rósar með rólegri byrjun og kröftugum lokakafla. Gott lag. Umslag plötunnar hittir vel í mark og sýnir hljómsveitina ná- kvæmlega eins og hún hljómar. Stirðbusalegir dótakarlar sem lýsa upp drungalegt íslenskt um- hverfið með rafmagnið að vopni. Freyr Bjarnason Gott apparat APPARAT ORGAN QUARTET FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Síðumúla 3-5 H e r r a n æ r f ö t

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.