Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 20
10 20. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR Kökublaðið Áhugi Fríðu á hollu mataræðiog lífrænu hráefni kviknaði fyrir mörgum árum, áður en flestir aðrir Íslendingar voru farnir að leiða hugann að slíkum málum. Hún segist hafa verið mjög fljót að komast upp á lagið með að útbúa heilsusamlegan mat og var innan skamms farin að elda og baka fyrir almenning á kaffiteríu Listasafns Íslands. „Þegar maður byrjar að elda heilsusamlegan mat fer manni smátt og smátt að finnast hann betri en það sem maður átti áður að venjast. Viðskiptavinirnir voru líka mjög hrifnir af þessum mat og sömuleiðis fjölskyldan.“ Fríða notar spelt í staðinn fyrir hveiti bæði í mat og bakst- ur auk þess sem hún leitast við að nota nær eingöngu lífrænt hráefni. Speltið er líka lífrænt og er innflutt, aðallega frá Þýskalandi og Hollandi. Það fæst í Yggdrasil, Heilsuhúsinu og sumum matvöruverslunum hér á landi. Í dag er orðið mikið úrval af lífrænum matvörum á Íslandi og hefur Fríða í seinni tíð ekki átt í teljandi erfiðleikum með að fá það hráefni sem hana vantar sína matargerð. Fríða er nýbúin að gefa út bókina „Bakað úr spelti“ og þar er að finna uppskriftir sem eru, að eigin sögn, byggðar á enda- lausum tilraunum hennar með speltið og annað lífrænt hráefni. Almenningur hefur sýnt tilraun- um Fríðu mikinn áhuga, ekki síst þeir sem hafa óþol fyrir hveiti. „Þú getur notað spelt í staðinn fyrir hveiti í hefðbundn- um uppskriftum en í kökur borgar sig að nota sigtað spelt eða jafnvel blöndu af sigtuðu og grófu spelti. Þegar maður setur spelt í stað hveitis getur maður þurft að auka örlítið við vök- vann því speltið er grófara en hveitið.“ Í bók Fríðu eru upp- skriftir af brauði, tertum og kexi úr spelti og öðru lífrænu hráefni en þar eru engar jóla- smákökur eða sérstakar jóla- kökur. Fríða segist engu að síður baka allan jólabaksturinn úr spelti og aðlagar þá hefðbundn- ar uppskriftir að lífræna hrá- efninu. Hún hvetur fólk til að prófa sig áfram með spelt í stað hveitis í hefðbundnum jóla- smákökum þar sem það sé al- mennt hollara. Kakan sem hér fer á eftir er dæmigerð fyrir terturnar sem er að finna í bókinni og er sett saman með hollustu sjónarmið að leiðarljósi. Fríða fullyrðir að hún sé algjört lostæti og gefi hefðbundum tertum ekkert eft- ir, nema síður sé.  Lífrænt hráefni og spelt Fríða S. Böðvars- dóttir segir að hægt sé að nota spelt í stað hveitis í nánast allri matargerð. Botn: 200 g hrásykur 4 egg 1 dl kaldpressuð olífuolía (fæst í heilsubúðum) 180 g sigtað spelt 2 tsk. lyftiduft 25 g hnetuspænir 100 g rúsínur 100 g smátt saxaðar gráfíkjur 25 g súkkat Krem: 1/2 dl fljótandi hunang 1/2 appelsínusafi 25 g kókosmjöl Aðferð: Hrærið egg og sykur þar til blandan er ljós og létt. Bætið þá olíu saman við ásamt sigtuðu spelti og lyftidufti. Hrærið vel saman. Blandið síðan hnetum og ávöxtum saman við með sleif. Setjið deigið í lausbotna form (um 24 cm í þvermál) með bökun- arpappír og bakið í miðjum ofni við 180˚C í 45-50 mín. Hitið hun- ang og appelsínusafa og hellið yfir kökuna þegar hún er bökuð. Stráið loks kókosmjöli yfir og berið fram með rjóma. Draumakakan hennar Fríðu FRÍÐA S. BÖÐVARSDÓTTIR Bakar allan jólabaksturinn úr spelti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Botnar: 1 1/2 bolli sykur 3 egg 1 1/2 bolli döðlur, brytjaðar 1 1/2 bolli kókosmjöl 1 1/2 bolli Síríus suðusúkkulaði (kons- um), brytjað 5 msk. hveiti 1 1/2 tsk. lyftiduft 3 msk. vatn eða góður kaffilíkjör 1 msk. vanillu- dropar Fylling: 2 pelar rjómi, þeyttur 1 pakki Ópal appelsínu- hnappar (til skrauts) Krem: 3 eggjarauður 50 g flórsykur 50 g smjör 100 g Síríus suðusúkkulaði (kons- um), brætt Aðferð: Þeytið eggin og sykurinn vel saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið vanilludropunum út í. Brytjið döðl- urnar og súkkulaðið og blandið því ásamt þurrefnunum út í eggja- blönduna. Bætið loks vatninu eða kaffilíkjörnum út í og hrærið var- lega saman. Bakið í tveimur laus- botna formum við 175˚C í 25-30 mín. Krem: Þeytið saman eggjarauðurnar og flórsykurinn. Bræðið smjörið og súkkulaðið í potti við vægan hita, kælið lítið eitt og látið út í eggja- hræruna. Setjið þeyttan rjómann á milli botnanna og smyrjið kreminu yfir kökuna. Skreytið með afgang- inum af rjómanum og Ópal appel- sínuhnöppunum. Uppskrift frá Nóa Síríus. Magnúsarsæla döðlum fyllt dásemd Skel: 100 g suðusúkkulaði, brætt 75 g smjör, brætt 2 bollar hafrakexmylsna Fylling: 425 g svört kirsuber í sírópi 400 g rjómaostur 90 g sykur 2 egg, aðskilin 1 msk. kirsch (kirsuberjabrandí) 3 matarlímsblöð 3 dl rjómi, þeyttur Ofan á: 1 msk. maizena-mjöl safinn af kirsuberjunum kirch eða sítrónusafi Aðferð:. Blandið saman súkkulaði, smjöri og kexmylsnu. Þrýstið í botninn og upp á hliðar á laus- botna 24 cm klemmuformi og kælið. Látið leka vel af berjun- um og geymið safann. Skerið berin í tvennt og raðið 1/3 yfir kexbotninn. Hrærið ostinn mjúkan með sykrinum. Hrærið eggjarauðunum í ásamt kirsch. Bræðið matarlímið og blandið í hræruna. Þeytið hvíturnar og blandið þeim varlega í hræruna með sleikju og bland- ið síðan rjómanum varlega saman við. Setjið deigið yfir kexbotninn og sléttið yfirborð- ið. Kælið í allt að sólarhring áður en kakan er tekin úr forminu og skreytt. Blandið maizena-mjölinu saman við 3-4 msk. af safanum og hitið síðan það sem eftir er af safanum ásamt kirsch. Látið suðuna koma upp, takið af hellunni og hrærið maizena-mjölinu saman við. Setjið yfir hitann aftur og látið suðuna koma upp. Hrærið í allan tímann. Setjið berin sem eftir eru út í sósuna og berið hana fram volga með kökunni eða raðið berjunum ofan á miðja kökuna og hellið sósunni yfir. Ostakaka kennd við Svartaskóg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.