Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 4
4 6. mars 2002 MIÐVIKUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Hvernig líst þér á nýja borgar- stjórann í Reykjavík? Spurning dagsins í dag: Heldur þú að ríkisstjórnin haldi velli í komandi kosningum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 25,3% 34,3%Illa 40,4% NÝR BORGARSTJÓRI Ríflega 40% líst vel á Þórólf Árnason, nýja borgarstjórann í Reykjavík. Hef enga skoðun Vel SKOÐANAKÖNNUN Samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar Frétta- blaðsins sem gerð var á laugar- daginn nýtur Samfylkingin nú meira fylgis en aðrir flokkar; eða 39,3 prósent þeirra sem tóku af- stöðu. Þetta er 12,5 prósentustig- um meira fylgi en flokkurinn fékk í þingkosningunum 1999 og gæfi Samfylkingunni 25 þingmenn í stað sautján. Ríkisstjórnarflokk- arnir tapa báðir fylgi; sjálfstæðis- menn missa 3,7 prósentustig og fá 37,0 prósent en Framsókn tapar 8,4 prósentustigum og fær 10,0 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 24 þingmenn; tapar tveimur þingmönnum. Framsókn fengi sex þingmenn og tapar hálfum þing- flokki – en framsóknarmenn eru nú 12 á þingi. Fylgi Vinstri græn- na og Frjálslyndra breytist minna; Vinstri grænir vinna örlít- ið á en Frjálslyndir tapa að sama skapi. Framsókn veik í þéttbýlinu Þegar skoðað er hvernig fylgi flokkanna dreifist milli lands- byggðarkjördæma og þéttbýlis- kjördæmana í og við Reykjavík kemur í ljós að Framsóknarflokk- urinn stendur illa í þéttbýlinu. Þar hefur flokkurinn rétt rúm 5 pró- sent á móti rúmlega 19 prósentum í landsbyggðarkjördæmunum. Í kosningunum 1999 fékk Fram- sókn rúm 10 prósent í Reykjavík, 16 prósent í Reykjaneskjördæmi og um 30 prósent að meðaltali í landsbyggðarkjördæmunum. Þótt tap Framsóknar í þéttbýliskjör- dæmunum sé ekki mikið meira en á landsbyggðinni er það tilfinnan- legra því 5 prósent fylgi dugir ekki fyrir kjördæmakjörnum þingmanni. Þótt þátttakendur í könnuninni séu of fáir til að treysta á niðurstöður úr einstök- um kjördæmum má greina að staða Framsóknar í Norðvestur- kjördæmi er veik. Sjálfstæðismenn halda nokkuð sínum hlut í þéttbýlinu. Þeir fengu 45,7 prósent í Reykjavík 1999 og 44,6 prósent í Reykjanes- kjördæmi. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins fá þeir 44,3 pró- sent í þéttbýliskjördæmunum. Að meðaltali fengu sjálfstæðismenn um 32 prósent fylgi í landsbyggð- arkjördæmunum 1999 en mælast nú aðeins með 23,5 prósent fylgi þar og má vart greina mun á milli kjördæma. Sjálfstæðismenn eru því fyrst og fremst að tapa fylgi á landsbyggðinni. Samfylking jöfn milli kjör- dæma Það er vart greinanlegur mun- ur á fylgi Samfylkingarinnar milli þéttbýlis- og landsbyggðarkjör- dæma; það mælist um 39 prósent alls staðar. Samfylkingin naut í kosningunum 1999 meira fylgis í Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi en út á landi og því má telja að flokkurinn sé að vinna meira á úti á landi. Staða flokksins virðist sterkust í Suðurkjördæmi, sterk í Norðvesturkjördæmi en veikust í Norðausturkjördæminu. Vinstri grænir eru sterkari úti á landi; einkum Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Fylgi flokksins í þéttbýlinu er svipað og í Reykjavík í kosningunum 1999 en hann sækir meira á úti á landi. Frjálslyndir fengu 2,1 prósent fylgi í könnuninni en þeir fengu 4,2 prósent 1999. Þetta fylgi gefur þeim einn þingmann að því til- skildu að flokkurinn nái honum kjördæmakjörnum einhvers stað- ar. Flokkurinn nýtur mest fylgis í Norðvesturkjördæmi en þó ekki sýnilega það miklu að hann myndi ná inn manni. Þar sem þessari könnun er ekki ætlað að reikna kjördæmakjör þingmanna telst flokkurinn eftir sem áður hafa þennan þingmann í krafti at- kvæða á landinu öllu. Munur á afstöðu kynjanna Það má merkja nokkurn mun á fylgi flokkanna eftir kynjum. Ef fylgi flokkana er brotið upp á þá karla sem tóku afstöðu þá fær Framsókn 10,8 prósent fylgi, Sjálfstæðisflokkur 38,5 prósent, Frjálslyndir 3,3 prósent, Samfylk- ingin 36,2 prósent og Vinstri grænir 10,3 prósent. Sambærilegt fylgi hjá konum eru þannig: Framsókn 9,1 prósent, Sjálfstæð- ismenn 35,2 prósent, Frjálslyndir 0,6 prósent, Samfylkingin 43,2 prósent og Vinstri grænir 11,9 prósent. Fleiri karlar en konur styðja Framsókn á landsbyggð- inni en það má ekki merkja mun í þéttbýlinu. Sjálfstæðismenn njóta meira fylgis meðal karla – einkum á landsbyggðinni. Samfylkingin nýtur mun meiri stuðnings kven- na bæði á landsbyggðinni og í þéttbýlinu en Vinstri grænir njóta mun meiri stuðnings kvenna á landsbyggðinni en hins vegar meiri stuðnings karla í þéttbýlinu. Frjálslyndir virðast höfða miklu fremur til karla en kvenna. Niðurstöður Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 10,0 pró- sent fylgi og 6 þingmenn, Sjálf- stæðisflokkurinn 37,0 prósent og 24 þingmenn, Frjálslyndir 2,1 pró- sent og einn mann, Samfylkingin 39,3 prósent og 25 þingmenn og Vinstri grænir 11,1 prósent og 7 þingmenn, miðað við þá sem tóku afstöðu. Óákveðnir voru 25,0 pró- sent, 5,5 prósent ætla ekki að kjósa og 4,7 prósent neituðu að svara. Einn sagðist vilja kjósa L- lista fólksins. Hringt var í 600 kjósendur og skiptust þeir jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli landsbyggðar- og þéttbýliskjör- dæma eftir áætluðum kjósenda- fjölda í vor. ■ Ríkisstjórnarflokkarnir komnir í minnihluta Samfylkingin með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkur. Framsókn tapar öðrum hverjum þingmanni og vandséð hvernig flokkurinn nær kjördæmakjörnum manni í þéttbýlinu. Samfylkingin með mun sterkari stöðu meðal kvenna en karla. 12 B D 6 26 24 2 1 17 25 6 7 18,4% 10,0% 40,7% 37,0% 26,8% 39,3% 9,1% 11,1% 4,2% 2,1% MIKLAR FYLGISSVEIFLUR Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins frá 4. janúar 2003. Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni í samanburði við niðurstöður alþingiskosninga 1999. Kosn. 1999 Könnun F S U Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Krafa um breytingar KÖNNUN Það er greinilega lag að hreyfa við ýmsu í landsmálunum, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra og frambjóðanda Samfylkingarinn- ar. „Ég geri alltaf fyrirvara við svona kannanir, en þær eru samt vísbending,“ segir Ingibjörg Sól- rún. „Mér finnst þessi könnun vera vísbending um þá möguleika sem eru í stöðunni núna. Þetta er dálítið annað landslag en blasti við okkur fyrir einum til tveimur mánuðum síðan. Ég túlka þetta sem ákveðna kröfu frá fólki um breytingar í stjórnarmynstrinu og að það séu miklar væntingar gerð- ar til Samfylkingarinnar sem mót- vægis við Sjálfstæðisflokkinn.“ ■ Steingrímur J. Sigfússon: Grundvöllur fyrir vinstri stjórn KÖNNUN Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að það séu auðvitað tíðindi ef það eru að skapast skilyrði til þess að skipta alveg um stjórnarmynstur í landinu og mynda jafnvel nýja vinstri stjórn. „Vissulega er það gleðiefni ef það er hægt að losna við báða nú- verandi stjórnarflokka út úr stjórnarráðinu,“ segir Steingrím- ur. „Þetta er heldur lakara hjá okkur en í undanförnum könnun- um og minna heldur en við ætlum okkur að fá í kosningunum. Þetta er náttúrulega ein stök skoðana- könnun í kjölfar mikils umróts og ég held því að það verði að fara varlega í túlkanir.“ ■ Össur Skarphéðinsson: Sýnir að allt getur gerst KÖNNUN „Allt er í heiminum hverf- ult og enginn vinnur neitt fyrir fram. Könnunin sýnir hins vegar að allt getur gerst. Ég tel að at- burðirnir í Ráðhúsi Reykjavíkur hafi augljóslega leikið á tilfinn- ingar fólks. Fólki þykir að hinir flokkarnir hafi komið fram með ósæmilegum hætti við borgar- stjóra sem kemur nú af fullum þunga inn í landsmálapólitíkina. Ég gleðst auðvitað yfir góðu gengi í þessari könnun, en tek því með jafnaðargeði. Ég veit að sitthvað er gæfa í skoðanakönnunum og gæfa í kosningum.“ ■ Sverrir Hermannsson: Fáum 5-7 þingmenn KÖNNUN „Ég fæ engan ótta í brjóst yfir þessum tölum. Við höfum ekki verið með í leik fram til þessa. Satt best að segja hafa flestir fjölmiðlar sniðgengið okk- ur. Pólitísku vísindamennirnir gera í því að nefna okkur aldrei og muna ekkert eftir úrslitunum í Reykjavík. Það verður kosið um fiskveiðifarganið og það verður kosið um aldraða og öryrkja. Það verður einnig kosið um heilbrigð- is- og skólamál. Þegar við verðum búin að móta okkur stefnu og kynna hana, þá munum við fljúga inn á þing með 5-7 þingmenn. Enda er það ráðið til að koma þessari ríkisstjórn frá.“ ■ Geir H. Haarde: Ólíkleg úrslit KÖNNUN Niðurstaða könnunar Fréttablaðsins kom Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokks- ins, á óvart. „Mér finnst þetta afskaplega ólíkleg niðurstaða og trúi því ekki að þetta verði raunin,“ segir Geir. „Ég held að þetta séu ólíkleg kosn- ingaúrslit og það er enginn vafi á því að stjórnarflokkarnir eiga eft- ir að fá betri útkomu heldur en þetta.“ Geir sagðist ekki treysta sér til að segja nokkuð um það hvort ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að fara í landsmál- in hefði haft mikil áhrif. ■ Halldór Ásgrímsson: Spennandi barátta fram undan KÖNNUN „Ef þetta væru úrslit kosninga, þá væru það ekki góð úrslit fyrir Framsóknarflokkinn. Ég er þeirrar skoðunar að Sam- fylkingunni hafi tekist nokkuð vel að færa umræðuna í þann farveg að spurningin sé fyrst og fremst um Sjálfstæðisflokk eða Samfylk- inguna. Ég held að þessar kannan- ir sýni að það er spennandi kosn- ingabarátta fram undan. Fyrir okkur mun hún ekki síst snúast um það hvort að við verðum áfram í ríkisstjórn eða ekki. Við erum ekkert svartsýnir um það.“ ■ ÚTSALAN Hefst í dag Mánudaginn 06.01 kl. 10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.