Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2003, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 06.01.2003, Qupperneq 9
9MÁNUDAGUR 6. janúar 2003 Kröfur Landsbankans: Samnings- ákvæði athyglisverð EINKAVÆÐING Morgunkorn Íslands- banka segir ákvæði um allt að 700 milljón króna aðlögun við sölu Landsbankans vekja athygli. Fréttir birtust þann 18. desember þess efnis að ágreiningur væri um verðmæti ákveðinna krafna bank- ans í kjölfar áreiðanleikakönnun- ar. Sama dag sendi Landsbankinn frá sér yfirlýsingu þess efnis að ekki hefðu verið gerðar athuga- semdir við reikningsskil bankans. Íslandsbanki segir að í ljósi þess- arar yfirlýsingar veki ákvæðin í sölusamningnum athygli. ■ Rauði kross Íslands: 116 milljónum varið til aðstoðar erlendis AÐSTOÐ Rauði kross Íslands lét 116 milljónir króna af hendi rakna til neyðar- og þróunarhjálpar erlend- is á síðasta ári. Síðasta framlag fé- lagsins til alþjóðlegs hjálpar- starfs á árinu voru tvær milljónir króna sem notaðar verða til að- stoðar bosnískum flóttamönnum sem hafa snúið aftur heim til Bosníu á undanförnum sex mán- uðum. Í flestum tilvikum er um að ræða fátækt fólk sem flúði land sitt fyrir tæpum áratug og er að koma sér fyrir á ný við erfiðar að- stæður og vetrarkulda. Stærsta framlag Rauða kross Íslands til neyðaraðstoðar á árinu var til landanna í sunnanverðri Afríku, 30 milljónir króna, auk þess sem þrír sendifulltrúar fé- lagsins eru við störf vegna mat- væladreifingar þar. Á árinu 2002 hefur félagið var- ið rúmri 51 milljónum króna til þróunarverkefna í tíu löndum. Umfangsmestu verkefnin eru á sviði heilsugæslu í þremur Afr- íkuríkjum, það er Malaví, Mósam- bík og Suður-Afríku, en í þessum löndum hefur Rauði kross Íslands stutt starf í þágu alnæmissmit- aðra með samtals 16 milljóna króna framlagi. ■ TIL AÐSTOÐAR Myndin sýnir Palestínumann sem staddur er á herteknu svæði Ísraela og fengið hef- ur úthlutað matarpakka frá Rauða Krossin- um. 10 sendifulltrúar starfa við hjálparstörf erlendis en alls störfuðu á vegum félagsins 19 sendifulltrúar við verkefni í fjölmörgum löndum á árinu sem er að líða. Hundi gefið verkjalyf: Banvænt panódíl DANMÖRK Hundaeigandi á Sjá- landi fór illa að ráði sínu á gamlárskvöld þegar hann gaf litla papillon-hundinum sínum verkjastillandi lyf. Hundurinn var órólegur og hræddur við há- vaðann og ljósaganginn vegna flugeldanna og ákvað maðurinn að gefa honum panódíl-töflu til þess að róa hann. Lyfið olli skemmdum á lifur hundsins og dó hann um 12 tímum síðar. Dýralæknir sem skoðaði hund- inn átti vart orð til að lýsa fá- visku mannsins og staðfesti að dýrið hefði þurft að líða miklar kvalir áður en yfir lauk. ■ Tímarnir breytast og draumarnir með: Okkur dreymir aftur í lit DRAUMVÍSINDI Um og upp úr miðri síðustu öld töldu vísindamenn að fólk dreymdi í svarthvítu. Þar studdust þeir við lýsingar fólks á draumum sínum. Þá voru bíómyndir svarthvítar og sjónvarpið sömuleiðis. Fyrir daga svarthvítu myndanna lýsti fólk draumum sínum hins vegar í litum. Nú eru myndir í fjölmiðlum í litum, og fólk er aftur farið að dreyma í lit. „Ef skoðanir okkar á grund- vallareinkennum drauma okkar geta breyst með tæknibreyting- um, þá virðist sem þekking okkar á draumum okkar sé miklu ótryggari en við gætum haldið í fyrstu,“ segir bandaríski heim- spekiprófessorinn Eric Schwitz- gebel. Hann telur víst að draum- arnir sjálfir hafi ekki breyst, heldur hafi fjölmiðlarnir áhrif á það hvernig við minnumst draum- anna. Hann dregur reyndar af þessu þá ályktun að við vitum hreint ekki jafn mikið um hugarstarf okkar almennt og við höldum. Ekki bara um draumana, heldur um það sem við heyrum og sjáum í daglegu lífi. Hann er sannfærður um að fólk þurfi að grandskoða hugsanir sínar og tilfinningar og vera jafn- an með fyrirvara á því sem það telur sig vita. ■ Vogar: Konur fleiri en karlar MANNFJÖLDI Íbúum í Vogum á Vatnsleysuströnd fjölgaði um þrjú prósent á síðasta ári. Alls eru íbúar þar nú 862 talsins. Athygli vekur að mun fleiri konur búa í Vogum en karlar. Konurnar eru 460 en karlarnir 402. Þrátt fyrir það ríkir ágætt jafnvægi í sam- skiptum kynjanna á staðnum. ■ NÝTT SKJALDARMERKI Bæjaryf- irvöld í Ísafjarðarbæ hafa sam- þykkt að hefja undirbúning að hönnun nýs skjaldarmerkis fyrir sveitarfélagið. Kostnaður við hönnunina verður fjarmagnaður af liðnum „ýmsir styrkir: bætt ímynd“. Sveitarfélagið Ísafjarð- arbær varð til árið 1996 við sam- einingu sex sveitarfélaga á norð- anverðum Vestfjörðum. HEITA VATNIÐ DÝRARA Á BLÖNDUÓSI Blönduósbær hefur ákveðið að hækka gjaldskrá hita- veitunnar um 10%. Sjálfstæðis- menn studdu ekki hækkunina og í bókun þeirra sagði að skynsam- legra hefði verið að hækka gjald- skrána um 5%, sem væri í sam- ræmi við verðlagsþróun í land- inu. INNLENT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.