Fréttablaðið - 06.01.2003, Page 21

Fréttablaðið - 06.01.2003, Page 21
21MÁNUDAGUR 6. janúar 2003 Það ætti engum að leiðast áGullplánetunni enda byggir hún á hinni sígildu sögu Roberts Louis Stevenson en það gamla sjó- ræningjaævintýri stendur enn fyllilega fyrir sínu þó það hafi hér verið fært í framtíðarbúning. Andi gömlu sögunnar svífur þó yfir vötnum; geimskipin eru eins og gömul sjóræningjaskip í útliti og á úthöfum alheimsins sigla geimsjóræningjar líka undir svörtum flöggum. Myndin er mátulega hröð og býsna smart á köflum þannig að ekki þarf að kvarta yfir útlitinu. Þá er myndin mátulega spenn- andi og illa innrættir og framandi sjóræningjarnir eru líklegri til að skjóta ungviðinu öllu meiri skelk í bringu en gengur og gerist með Disneyskúrka. Skemmtilegustu persónur gömlu sögunnar eru líka býsna sprækar í nýjum búningum og þar eru þeir að vanda í farar- broddi Long John Silver og einbú- inn Ben. Silver er orðinn að hálf- gerðu vélmenni en líkt og fyrr þarf hann að glíma við mannlegar tilfinningar þannig að þetta er allt eins og það á að vera. Þórarinn Þórarinsson Leikraddir: Brian Murray, Joseph Gordon- Levitt, Emma Thompson, David Hyde Pierce, Martin Short. Gulleyjan í geimnum TREASURE PLANET KVIKMYNDIR SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 5.40, 7, 9, 10.30 og 12.15 GULLPLÁNETAN kl. 6 ísl. tal Ísl. tal. Sýnd kl. 4 og 6 VIT 498 Sýnd kl. 5, 7, 9, 10, 11 og 12 HARRY POTTER m/ísl. tali 5 og 8 VIT493 TREASURE PLANET kl. 8 VIT487 KNOCKAROUND GUYS kl. 6 EN SANG FOR MARTIN kl. 6 JAMES BOND kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30 JAMES BOND kl. 8 og 10.30 NOVUS MASTER. Gatar 25 blöð.. Verð 382 kr Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni á 91 kr/stk www.mulalundur.is Alla daga við hendina TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 274 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2002 Rapparinn Foxy Brown gæti átt yfir höfði sér að verða handtekin snúi hún aftur til Jamaíka vegna at- viks sem átti sér stað á flugvelli þar í fyrra. Atvik málsins voru þau að Foxy var á leið til Bandaríkjanna og þurfti að fara um flugvöllinn í Kingston. Hún var stöðvuð í tollin- um og þegar lögreglukona hugðist leita á henni brást Foxy illa við og kýldi hana í magann. Foxy var handtekin í kjölfarið en leyst úr haldi gegn 400 dollara tryggingu. Ef rapparinn mætir ekki fyrir rétt 28. júlí á hún yfir höfði sér að vera handtekin snúi hún aftur til landsins. Talsmaður rapparans seg- ir að hún ætli sér að mæta fyrir rétt því hún vilji klára málið. ■ FOXY BROWN Flugvallaryfirvöld á Jamaíka grunuðu Foxy um að smygla eiturlyfjum. Foxy Brown: Á yfir höfði sér fangelsisvist

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.