Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 12
12 10. janúar 2003 FÖSTUDAGURSVONA ERUM VIÐ
ÚTVARPSSTÖÐVUM FJÖLGAR
Útvarpsstöðvum fjölgaði um tæp 87% á
áratugnum frá árinu 1991 til 2001. Rétt er
að geta þess að allar útvarpsstöðvar eru
inni í tölunum í töflunni, einnig þær sem
eru svæðisbundnar.
SKÓLAMÁL Líklegast er að nýr
grunnskóli fyrir Ásahverfi,
Grundahverfi og Strandahverfi í
Garðabæ muni rísa á lóð Héðins
fyrir ofan Lyngás.
Samantekt Björn Ólafs arkitekts
á kostum og göllum þriggja tillagna
um staðsetningu nýs grunnskóla
var kynnt í bæjarráði í fyrradag.
Kostirnir sem Björn skoðaði voru í
fyrsta lagi skóli sem tengist Strand-
hverfi og fléttast inn í skipulag
þess, í öðru lagi staðsetning nærri
Arnarneslæk og í þriðja lagi stað-
setning á lóð Héðins.
Niðurstaða Björns var að stað-
setning nærri Arnarneslæk komi
vart til greina og því standi valið
milli hinna tveggja kostanna. Í báð-
um tilfellum þarf að kaupa lóðir
fyrir skólann. Björn telur báða
kostina góða en þó sé bygging nýs
skóla á lóð Héðins eðlilegri að því
leyti að byggðin sem skólinn komi
til með að þjóna á því svæði sé nær
fullgerð. ■
Bæjaryfirvöld í Garðabæ huga að skólamálum:
Nýr grunnskóli á lóð Héðins
GARÐABÆR
Bæjaryfirvöld í Garðabæ eru að íhuga byggingu nýs grunnskóla í bænum.
SH og SÍF:
Samruni
undir-
búinn
VIÐSKIPTI Vinna er hafin hjá Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna og
Samtökum íslenskra fiskframleið-
enda til undirbúnings sameining-
arviðræðna félaganna. Samið hef-
ur verið við fyrirtækjaþróun
Landsbankans um að vinna að
mati á rekstrar- og eignavirði fé-
laganna. Mun fyrirtækjaþróunin
hafa umsjón með skýrslu sem
vinnuhópi á vegum félaganna er
ætlað að skila. Á grundvelli þess-
arar vinnu verður tekin ákvörðun
um hvort farið verður í formlegar
viðræður í framhaldinu. ■
SILVIO BERLUSCONI
Forsætisráðherrann hefur sjálfur verið yf-
irheyrður í málinu gegn ítalska öldungar-
deildarþingmanninum sem sakaður er
um að hafa stundað peningaþvætti fyrir
mafíuna.
Berlusconi:
Bendlaður
við mafíuna
ÍTALÍA Uppljóstrari innan ítölsku
mafíunnar heldur því fram að for-
sætisráðherrann Silvio Berlu-
sconi hafi átt í samskiptum við
mafíuforingja á 9. áratugnum.
Antonino Guiffre, sem er vitni í
máli gegn ítalska öldungadeilda-
þingmanninum Dell’Utri, hefur
ásakað Berlusconi um að hafa hitt
á laun höfuðpaura innan Cosa
Nostra á meðan réttarhöld yfir
háttsettum ráðamanni á Sikiley
stóðu yfir. Fyrrverandi starfs-
maður á heimili Berlusconis var
að sögn Guiffre tengiliður forsæt-
isráðherrans við mafíuforingja.
Þetta er í fyrsta sinn sem svo
háttsettur maður innan ítölsku
mafíunnar leggur dómstólum lið.
Vitnaleiðslur fara fram á myndskjá
enda er Guiffre haldið á óþekktum
stað af öryggisástæðum. ■
WELLINGTON, AP Tæplega 160
grindhvalir gengu á land á af-
skekktri eyju suður af Nýja-
Sjálandi í gær. Hvalirnir lágu
á sandströnd í töluverðum
hita og var um helmingur
þeirra þegar dauður þegar
björgunarmenn bar að vett-
vangi. Reynt var eftir
fremsta megni að bjarga
hvölunum en þar sem þessi
dýr eru 2-5 tonn að þyngd
varð að bíða háflóðs til þess
að hægt væri að koma þeim í
vatnið að nýju. Sérfræðingar
og sjálfboðaliðar helltu sjó
yfir hvalina til þess að kæla
þá en vegna hita og vinds
voru aðstæður dýrunum
mjög í óhag. Óvíst var hvort
hvalirnir myndu synda til
hafs eða sækja aftur á land
þegar búið væri að koma þeim í
vatnið að nýju.
Vísindamenn hafa engar hald-
bærar skýringar á þessu athæfi
dýranna en slík hegðun er vel
þekkt meðal grindhvala. Hér á
Íslandi hafa grindhvalir gengið á
land nokkrum sinnum og eru
þess dæmi að safna hafi þurft
bátum til að reka stóra hvalavöðu
sem stefndi að landi aftur á haf
út. ■
Grindhvalir ganga á land:
Sameinast um
að bjarga lífi
dýranna
GRINDHVALIR GANGA Á LAND
Að minnsta kosti 80 hvalir drápust
þegar stór grindhvalavaða gekk á land
við Nýja-Sjáland.
KOSNINGAR Suðvesturkjördæmi
er stærst allra kjördæma og
Norðvesturkjördæmi minnst,
samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofu Íslands. Rúmlega 48
þúsund manns eru í Suðvestur-
kjördæmi og ellefu þingmenn
en tæplega 22 þúsund manns
eru í Norðvesturkjördæmi og
tíu þingmenn. Samkvæmt því
eru helmingi færri kjósendur á
bak við hvert þingsæti í Norð-
vesturkjördæmi en í Suðvestur-
kjördæmi og ramminn sem sett-
ur var við samþykkt breyttrar
kjördæmaskipunar sprunginn.
Munurinn má ekki vera meiri en
tvöfaldur.
Við breytingu á kjördæma-
skipan var munurinn mestur
einn á móti 1,85 en ekki var talið
útilokað að þessi staða gæti
komið upp, jafnvel áður en kos-
ið yrði samkvæmt nýrri kjör-
dæmaskipan. Samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofunnar eru
líkur á að eitt kjördæmissæti
verði fært frá Norðvesturkjör-
dæmi til Suðvesturkjördæmis.
Þingmenn Norðvesturkjördæm-
is yrðu níu en Suðvesturkjör-
dæmis tólf. Þetta getur þó ekki
gerst fyrr en að loknum kosn-
ingum í vor. Þingmannafjöldinn
verður óbreyttur kjörtímabilið
2003 til 2007.
Í kosningalögunum segir að
landskjörstjórn skuli eftir hverj-
ar alþingiskosningar reikna út
fjölda kjósenda að baki hverju
þingsæti. Sé munurinn tvöfaldur
milli þess stærsta og þess
minnsta getur landskjörstjórn
breytt fjölda kjördæmissæta í
kjördæmum. Þessi heimild lands-
kjörstjórnar nær þó aðeins til
þeirra kjördæmissæta sem eru
umfram stjórnarskrárbundið lág-
mark, sem er sex kjördæmissæti
í hverju kjördæmi. ■
Kosningalaga-
ramminn sprunginn
Helmingi færri kjósendur eru að baki hverjum þingmanni í Norðvesturkjördæmi en Suðvestur-
kjördæmi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Líkur á að þingmaður verði fluttur milli kjördæma.
Landskjörstjórn getur þó ekki lagt til breytingu á þingmannafjölda fyrr en eftir kosningar í vor.
SKIPTING KJÓSENDA Í KJÖRDÆMI
Kjördæmi Kjósendur þingsæti kjósendur að Munur m.v.
baki þingsæti fjölmennasta
Reykjavík suður 42.146 11 3.831,5 1,13
Reykjavík norður 42.653 11 3.877,6 1,12
Suðvestur 48.029 11 4.366,3 ***
Norðvestur 21.625 10 2.162,5 2,01
Norðaustur 27.164 10 2.716,4 1,60
Suður 28.777 10 2.877,7 1,52
Allt landið 210.394 63 3.339,6 1,30
ALÞINGI
Í lögum segir að eftir hverjar kosningar
skuli reikna út fjölda kjósenda að baki
þingsætum. Ef munurinn er tvöfaldur á
milli kjördæma, eins og nú er raunin, má
breyta fjölda þingmanna í kjördæminu.
Rannsókn á áfengisvímu:
Ímynduð
ölvun
RANNSÓKN Ölvunarástand er að
hluta til ímyndað ef marka má
nýja rannsókn sem gerð var í
Viktoríuháskóla á Nýja Sjálandi.
Sálfræðingar fengu 148 nemend-
ur til þess að taka þátt í rannsókn-
inni. Allir fengu drykki og var
helmingi nemendanna sagt að
þeir fengju vodka á meðan hinir
héldu að þeir væru að drekka
tónik. Raunin var aftur sú að öll-
um hópnum var skenkt tónik.
Að þessu loknu var ástand
nemendanna kannað og kom þá í
ljós að þeir sem töldu sig hafa
verið að drekka áfengi stóðu sig
mun verr en hinir. Minni þeirra
var lélegra auk þess sem þeir
voru áhrifagjarnari og óáreiðan-
legri vitni. ■
Forsætisráðherra:
Til Japans
OPINBER HEIMSÓKN Davíð Oddsson
forsætisráðherra fer ásamt eigin-
konu sinni til Japans um helgina.
Þriggja daga opinber heimsókn
forsætisráðherra hefst á þriðju-
dag. Í heimsókninni mun forsætis-
ráðherra eiga fund með Junichiro
Koizumi, forsætisráðherra Japans.
Þá mun hann hitta samgönguráð-
herra Japans, japanska þingmenn
og fulltrúa fyrirtækja. ■
ÚTVARPSSTÖÐVAR
1991-2001
1991 15
1993 20
1995 18
1997 22
1999 5
2001 28
30-50% afsláttur
af öllum vörum
Útsalan
hafin