Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 30
30 10. janúar 2003 FÖSTUDAGUR DÝRT Steingeiturnar flippa út 53 ÁRA „Ég byrja nú reyndar á að fara upp á RÚV til að vinna þátt í þáttaröðinni minni Vörður. Þetta eru upptökur sem ég hef safnað á ferðalögum, en ég er alltaf með segulbandið með mér og tek það eiginlega fram yfir myndavélina. Þátturinn um helg- ina er um djass á Wall Street. Þeir eru alltaf að djassa eitthvað þar,“ segir Sverrir hlæjandi. „En þegar því er lokið hefst undir- búningur fyrir hið árlega Capricorno sem verður haldið á morgun. Það erum við steingeit- urnar sem blásum til fagnaðar,“ segir Sverrir og uppsker ekkert nema vantrú og efasemdir um að jarðbundnar steingeitur geti haldið ærlegt partý. „O, jú,“ seg- ir hann, „þetta eflist allt þegar líður á kvöldið og geiturnar kasta af sér hamnum. Ég er til dæmis með öll spjót rísandi í bogmanninum þannig að það eru ýmis öfl sem fara á kreik þegar hann tekur yfir.“ Sverrir segir listamennina þó ekki vera með neina „per- formansa“ í veislunni. „Það eru allir svo fegnir að vera í fríi þannig að við notum aðrar leiðir til að fá útrás,“ segir hann leyndardómsfullur. Árið fram undan leggst vel í Sverri þó hann hafi ekki verið alveg viss á áramótunum. „Mér fannst ég ganga öðruvísi inn í jólin nú en oft áður, tilfinningin var meira fljótandi eins og þeg- ar maður veit ekki alveg hvað er handan við hornið. En núna finnst mér sérstaklega bjart yfir þessu ári.“ Sverrir er eini kontratenór- inn á landinu. „Ég er alltaf að bíða eftir erfingja, en biðin er orðin ansi löng. Það hafa nokkr- ir einstaklingar sýnt áhuga á að læra þetta en enginn stigið skrefið til fulls, enda stór ákvörðun. Þetta raddsvið hefur þó verið að ryðja sér til rúms um allan heim og til dæmis Banda- ríkjamenn tekið vel við sér. Þar eru frábærir yngri söngvarar að slá í gegn á þessu sviði.“ Sverrir hefur verið einstak- lega duglegur að kynna tónlist kontratenóra á undanförnum árum og frumflutt milli 20 og 30 verk. Annars er hann að semja tón- list við kvikmynd um Tyrkjarán- ið, sem fer svo á alþjóðlegan markað. „Ég er að reyna að tengja arabaheiminn þeim ís- lenska í tónlistinni. Ég tel mig nefnilega vera með arabablóð í genunum og hef alltaf heillast af þeirra menningarheimi,“ segir kontratenórinn að lokum. edda@frettabladid.is TÍMAMÓT AFMÆLI ORGELLEIKARI Guðný Einarsdóttir orgelleikari hefur hlotið styrk til framhaldsnáms í orgelleik úr M i n n i n g a r s j ó ð i Karls Sighvatsson- ar. Hún hefur spil- að á píanó frá barnsaldri en fór að fikra sig í átt að orgelinu á mennta- skólaárunum. „Ég útskrifaðist sem tónmenntakennari vorið 2001 og lauk um leið 8. stigi í pí- anóleik frá Tón- skólanum í Reykja- vík.“ Guðný stóðst inntökupróf í Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn haustið eftir og hefur stundað nám þar síðasta eitt og hálfa árið en námið tekur að hennar sögn um 4-5 ár. Guðný á ekki langt að sækja tónlistaráhugann en afi hennar, Sigurbjörn Einarsson biskup, er músíkalskur mjög og amma henn- ar Magnea Þorkelsdóttir er lið- tækur orgelleikari. Guðný telur þó fráleitt að tengja tónlistar- áhugann erfðunum einum saman. „Maður verður að hafa einhvern áhuga sjálfur og eftir því sem árin liðu vann orgelið á og mér finnst það einfaldlega skemmtilegra en píanóið.“ Guðný er uppalin í Vesturbæn- um í Reykjavík og gekk hefðbund- inn menntaveg í hverfinu, byrjaði í Melaskóla, fór síðan í Hagaskóla en því næst lá leiðin á tónlistar- braut Menntaskólans í Hamra- hlíð. Hún segir orgelnámið bjóða upp á ýmsa möguleika og þrátt fyrir vissa sérhæfingu standi margt til boða. „Námið er fjölþætt og kórstjórn er til dæmis einn þátta þess, þá er hægt að leggja fyrir sig kirkjuorgelleik og svo má alltaf halda áfram og læra meira.“ Guðný viðurkennir að tónlistin sé tímafrekt áhugamál og náms- efni en hún gefur sér samt tíma til að lesa bækur og fara í bíó. Þá reynir hún að nota sumrin til ferðalaga og þá ekki síst í göngu- ferðir. ■ Guðný Einarsdóttir stundar framhaldsnám í orgelleik við Konunglega tónlistarháskól- ann í Kaupmannahöfn. Hún er tíundi tón- listarmaðurinn sem hlýtur styrk úr minn- ingarsjóði sem stofnaður var eftir sviplegt fráfall Karls Sighvatssonar. Persónan Orgelið tók við af píanóinu SVERRIR GUÐJÓNSSON Hlakkar til að skvetta úr klaufun- um á morgun með vinum sínum í steingeitarmerkinu. JARÐARFARIR 13.30 Áslaug Siggeirsdóttir, Skaftahlíð 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Ingibjörg K. Árnadóttir, áður Grýtubakka 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 13.30 Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, Álfa- skeiði 72, Hafnarfirði, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 14.00 Valtýr Guðmundsson, Sandi, Að- aldal, verður jarðsunginn frá Nesi. 15.00 Sólveig Axelsdóttir, Kjarrhólma 24, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi. 16.00 Gerðar G. Þorvaldsdóttur verður minnst í minningarathöfn í Laug- arneskirkju. AFMÆLI Sverrir Guðjónsson söngvari er 53 ára í dag. ANDLÁT Guðni Sigvaldason lést í Svíþjóð 8. jan- úar. Björk Steingrímsdóttir, Tjarnarlundi 10, Akureyri, lést 7. janúar. Þorgerður Einarsdóttir frá Þórisholti lést 7. janúar. Þórarinn Hjörleifsson, Háaleitisbraut 28, Reykjavík, lést 7. janúar. Gunnar Sturlaugsson Fjeldsted, síðast á Langárfossi, Borgarbyggð, lést 6. janúar. Guðrún B. Guðmundsdóttir Jones. St. Louis, Bandaríkjunum, lést 5. jan- úar. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að Þjóðminjasafnið safnar ekki kennitölum. Leiðrétting PAPAR FÖSTUDAG OG LAUGARDAG kaffi@kaffireykjavik.com Sverrir Guðjónsson á 53 ára afmæli í dag og ætlar að halda upp á það með stæl ásamt vinum sínum úr listalífinu, sem líka eru fæddir í janúar. Hann er enn eini kontratenórinn á landinu, en vonast eftir erfingja. Stöðumælasektir. Þær erureyndar tvenns konar; auka- stöðugjald og gjald vegna brota á tilteknum umferðarlögum. Auka- stöðugjaldið er 1.500 krónur og sektað er ef stöðumælirinn renn- ur út. Eftir 14 daga hækkar sekt- in upp í 2.250 krónur. Ef lagt er ólöglega er sektin 2.500 krónur og hækkar í 3.750 ef ekki er greitt innan 14 daga. Í ljósi þessa er öruggast að leggja í bílastæða- húsum þar sem ekki er hægt að ná bílunum út án þess að greiða fyrir vistina. Yfirleitt smáaura miðað við það heljarálag sem stöðumælasektir geta verið í heimilisbókhaldinu. LÓÐRÉTT: 1 fjöldi, 2 afhenda, 3 óáreiðanleg, 4 skens, 5 trjákróna, 6 æðir, 7 fugl- inn, 8 veiddi, 11 karlmannsnafn, 14 varningur, 16 reglubræður, 18 fengur, 20 hest, 21 svelgnum, 23 skemmir, 26 kindurnar, 28 tré, 30 meiða, 31 krot, 33 hreyfist. LÁRÉTT: 1 gróp, 4 þverhnýti, 9 orðróm, 10 brúki, 12 karlmannsnafn, 13 dæld, 15 beljaka, 17 dysja, 19 kvabb, 20 karp, 22 álpist, 24 sveifla, 25 tala, 27 skjótum, 29 párar, 32 nokkur, 34 ásaki, 35 nuddaðir, 36 vegir, 37 fjas. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 snák, 4 laskar, 9 breyska, 10 glóa, 12 gaur, 13 gætnin, 15 tróð, 17 snap, 19 ali, 20 líkan, 22 akrar, 24 ýsa, 25 akur, 27 sund, 29 ófarir, 32 díll, 34 mæra, 35 ísingin, 36 gusaði, 37 riss. Lóðrétt: 1 segg, 2 ábót, 3 kransa, 4 lygna, 5 asa, 6 skut, 7 karrar, 8 rjóðir, 11 lævísu, 14 inna, 16 ólatir, 18 pauf, 20 lýsing, 21 kandís, 23 kramir, 26 kólni, 28 Dísa, 30 ræni, 31 fjas, 33 lið. KROSSGÁTA Hörkuleg átök þeirra ÖssurarSkarphéðinssonar og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag eru enn til umræðu á kaffistofum landsins. Þar kölluðu formennirn- ir hvorn annan dóna og ásakanir um ósæmandi orðbragð flugu yfir skálum. Hefur þátturinn gengið manna á meðal undir nafninu Dónaþátturinn. Nú hafa gárung- arnir rifjað upp fræga ræðu Dav- íðs Oddssonar í beinni útsendingu þegar hann tók á móti heims- meisturum okkar í bridds á Kefla- víkurflugvelli, sem jafnan var kennd við Bermúdaskál. Í minn- ingu hennar og alls þess görótta mjaðar sem veittur var í Krydd- síldinni er nú farið að kalla þátt- inn Bermúdasíldina. FÓLK Í FRÉTTUM Rísin. Iceland Express. Vilhelm Anton Jónsson. 1. 2. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 3. „Það er kennt á öll hljóðfæri í skólanum. Ætli nemend- urnir séu ekki um 500 og þar af eru sex Íslendingar að læra á hin ýmsu hljóð- færi.“ Pabbinn: „Og hvað lærðuð þiðsvo í efnafræðitímanum í dag, Kalli minn?“ Kalli: „Við lærðum að búa til sprengjur.“ Pabbinn: „En hvað eigið þið svo að læra í skólanum á morg- un?“ Kalli: „Hvaða skóla?“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER ET

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.