Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Þráins Bertelssonar útsala debenhams Í FULLUM GANGI S M Á R A L I N D komdu og ger›u gó› kaup ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 97 84 01 /2 00 3 Afgreiðslutími mán. - föst. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 n‡tt kreditkortatímabil Veruleikinn er skrýtin skepnasem vísindamenn eru stöðugt að skoða og mæla og komast alltaf að nýjum og nýjum sannleika. Nýjustu vísindafréttir staðfesta að aðdráttar- aflið ferðast með ljóshraða (eins og við Einstein höfum reyndar alltaf sagt). Handan veruleikans er svo sýndarveruleiki sem er ennþá erfið- ari viðfangs, ef eitthvað er. Skoðana- kannanir eru vinsæl útgáfa af sýnd- arveruleika sem framleiddur er okk- ur til afþreyingar þegar veruleikinn er ekki nógu atburðaríkur og skemmtilegur. Og svo er líka miklu þægilegra fyrir fréttamenn að leika sér með sýndarveruleika heldur en fást við alvörufréttaflutning sem er tímafrekt nákvæmnisverk. SKOÐANAKANNANIR eru jafn- óskyldar raunveruleikanum og skoð- un er verknaði. Maður getur haft þá skoðun að maður muni hætta að reykja á næstunni þótt allt bendi til að maður sé viljalaust flak sem hrekst stjórnlaust undan straumi hvata og fýsna, og maður getur látið í ljósi þá skoðun að sanngjarnt væri að reyna að jafna lífskjörin í land- inu, þótt maður sé í rauninni reiðu- búinn að grípa til vopna ef einhver reynir að ná af manni hundraðkalli. Í FLJÓTU BRAGÐI virðast könn- unarþolar í skoðanakönnunum taka könnunina því hátíðlegar sem sá at- burður eða verknaður sem um er spurt er nær í tíma. Til dæmis er mað- ur reiðubúinn til að segja nokkurn veginn hvað sem er ef maður er spurður um eitthvað sem á að gerast eftir sex mánuði, en ef maður er spurður um hvað maður ætli að gera á morgun er líklegt að svarið verði meira í ætt við raunveruleikann. SÝNDARVERULEIKI skoðana- kannana getur verið blóðugur ekki síður en raunveruleikinn. Um þessar mundir eru helstu fórnarlömb skoð- anakannana þau Ingibjörg Sólrún og Halldór Ásgrímsson sem eru orðin nokkurs konar nútímaútgáfa af Höllu og Fjalla-Eyvindi og hrekjast um á hjarni hins pólitíska sýndarveruleika án þingsæta. En í hásætum sýndar- veruleikans er kjörtímabilið stutt, eins og þeir muna sem sáu Kvenna- listann mælast sem stærsta stjórn- málaflokk landsins á sínum tíma, Guðrúnu Pétursdóttur verða að for- seta, og Vinstrigræna fara yfir 30% í sýndarveruleikafylgi. Sýndar- veruleiki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.