Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 10
10. janúar 2003 FÖSTUDAGUR
EVRÓPA
KVIÐDÓMUR
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Al
ic
an
te
Al
ic
an
te
Suma
rhúsa
-
eige
ndur
á Spá
ni!
Bei
nt
leigu
flug.
Ver›
lækku
n
32.245 kr.
Ver› frá:
*Verðdæmi: M. v. að 2 fullorðnir
og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman.
36.630 kr. á mann ef 2 ferðast saman .
Innifalið er flug og flugvallaskattar.
Munið, að hjá Plúsferðum er unnt að
greiða með Atlasávísunum 5.000 kr.
og VR ávísunum að eigin vild og
lækka ferðakostnaðinn.
*
Flugdagar eru 11. og 24. apríl, 21.
maí og alla miðvikudaga í sumar.
Flogið er í beinu leiguflugi með
Flugleiðum í morgunflugi.
Félagsmenn í Félagi Sumarhúsa-
eigenda á Spáni fá 2.000 kr.
afslátt á mann, ef 20 sæti eða
fleiri eru bókuð saman.
Sala er hafin
á ód‡ru
sumarfargjöldunum
til Alicante.
Niðurstöður skýrslu eig-endanefndar Lands-
virkjunar eru mjög traust-
ar og í samræmi við stað-
reyndir, að sögn Guðmund-
ar Ólafssonar, lektors í
hagfræði við Háskóla Ís-
lands.
„Þetta er valinkunnir
menn sem gerðu þessa
skýrslu og niðurstöðurnar
eru í samræmi við þær
niðurstöður sem ég fékk
fyrir næstum tveimur
árum síðan,“ segir Guð-
mundur. „Nú geta menn
ekki notað arðsemi virkj-
unarinnar sem einhverjar
mótbárur gegn byggingu
hennar. Þetta tekur af öll
tvímæli um það að þetta er
gott efnahagslega séð og
allar líkur á að þetta sé
miklu betra heldur en
kemur fram í skýrslunni,
því þetta er mjög varfærið
mat.“ ■
Guðmundur
Ólafsson:
Tekur af öll
tvímæli
Kolbrún
Halldórsdóttir:
Ekkert
áhættumat
Hjálmar
Árnason:
Pólítísk skylda
að virkja
Þorsteinn
Siglaugsson:
Dugir rétt
fyrir lánunum
Smári
Geirsson:
Andstæðingar
fá á baukinn
Eigendanefndin hefurekki lagt sjálfstætt
mat á forsendur Lands-
virkjunar, eins og ég taldi
að borgarfulltrúar hefðu
beðið um,“ segir Kolbrún
Halldórsdóttir, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs. „Ég
gagnrýni nefndina fyrir að
meta ekki þær forsendur.
Ég gagnrýni líka fjölmiðla
fyrir að taka niðurstöðu-
orð skýrslunnar hrá.
Nefndin er meðvituð um
áhættuna vegna stofn-
kostnaðar, álverðið og
orkunotkunina. Þessir
þættir eru allir orðaðir í
skýrslunni og mér finnst
því niðurstöðurnar um
áhættuþætti í ósamræmi
við innihald hennar. Niður-
staðan gerir ekki grein
fyrir áhættunni, sem þeir
samt segja frá í skýrsl-
unni. Áhættumat vegna
þessarar framkvæmdar
hefur enn ekki farið
fram.“ ■
Niðurstaðan, nota benefrá óháðum aðilum,
segir að forsendur séu
réttar, vinnulag er rétt, út-
reikingar réttir og að-
ferðafræðin. Byggt á því
er niðurstaðan sú að Kára-
hnjúkavirkjun sé hag-
kvæm fyrir Landsvirkjun,
fyrir fjárfesta og fyrir
þjóðfélagið allt,“ segir
Hjálmar Árnason, formað-
ur iðnaðarnefndar Alþing-
is. „Þá standa menn
frammi fyrir þeirri póli-
tísku spurningu hvort
skynsamlegt sé að ráðast í
framkvæmdina eða ekki.
Svarið hlýtur að vera já-
kvætt. Ef Landsvirkjun
hagnast á þessu og þjóðfé-
lagið sömuleiðis, þannig að
stoðum verði rennt undir
velferðarkerfi okkar, þá er
það beinlínis pólitísk
skylda okkar að leggja út í
verkið.“ ■
Mér finnst nefndin ekkihafa verið nægjan-
lega gagnrýnin á þær for-
sendur sem lagðar eru til
grundvallar. Hún tekur í
rauninni bjartsýnustu for-
sendur án þess að rýna
mikið í þær. Mér finnst
arðsemiskrafan sem
Landsvirkjun gerir, og
nefndin leggur engan dóm
á, vera mjög lág,“ segir
Þorsteinn Siglaugsson
hagfræðingur.
„Frá sjónarhóli eigenda
hlýtur þetta að snúast um
það að þeir eru að fara í
verkefni sem ber áhættu
miðað við sambærileg
verkefni upp á 8-9%. Ef
allar forsendur standast
þá stendur það rétt undir
vöxtum af lánsfé. Það er
sambærilegt við það að
einstaklingur taki lán í
banka til að kaupa hluta-
bréf og geri ekki meiri
ávöxtunarkröfu en svo að
bréfin standi undir vöxt-
unum af lánunum.“ ■
Ég er afskaplega ánægð-ur með niðurstöðu
nefndarinnar og vil taka
það fram að ég hef alla tíð
verið sannfærður um það
að Landsvirkjun ynni
þessa vinnu mjög faglega.
Niðurstaðan kemur mér
því alls ekki á óvart,“ segir
Smári Geirsson, formaður
Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi.
„Ef þeir sem hafa efast
um arðsemi þessa verk-
efnis draga ekki í land eft-
ir þetta veit ég ekki hvað
ætti að gera að verkum að
þeir endurskoðuðu sinn
málflutning. Þetta á að
vera nægjanleg staðfest-
ing á því að Kárahnjúka-
virkjun er arðsamt verk-
efni fyrir Landsvirkjun og
Ísland. Þeir sem hafa hald-
ið uppi þeim málflutningi
að Landsvirkjun væri nán-
ast ófær til þess að meta
þetta verkefni fá þarna al-
varlega á baukinn.“ ■
Skiptar skoðanir um skýrslu Landsvirkjunar
Mjög skiptar skoðanir eru um greinargerð eigendanefndar Landsvirkjunar um arðsemismat og fjárhagslega áhættu vegna Kára-
hnjúkavirkjunar. Virkjunarsinnar segja greinargerðina taka af öll tvímæli, vopnin hafi nú verið slegin úr höndum andstæðinga.
Andstæðingar virkjunar segja hins vegar að greinargerðin breyti í sjálfu sér engu, eigendanefndin leggi ekki sjálfstætt mat á for-
sendur sem liggi að baki skýrslu Landsvirkjunar.
ISLAMABAD, AP Á sama tíma og
efnahagsástandið í heiminum hef-
ur verið í lægð eftir að hryðju-
verkamenn gerðu árásir á New
York og Washington 11. septem-
ber 2001 hefur hagur pakist-
anskra fyrirtækja vænkast og
fjárhagur pakistanska ríkisins
batnað verulega. Herför Banda-
ríkjamanna gegn hryðjuverkum,
stríðið í Afganistan og eftirleikur
þess hafa orðið til þess að pakist-
anskt efnahagslíf er í mikilli upp-
sveiflu.
„Árásirnar 11. september voru
vendipunkturinn,“ segir Terry
White, talsmaður bandaríska
sendiráðsins í Islamabad. „Pakist-
an rétt skjögraði áfram fyrir þann
tíma.“
Það er að mörgu leyti kald-
hæðnislegt að stríðið gegn hryðju-
verkum hafi reynst Pakistönum
svo vel. Þarlend stjórnvöld höfðu
stutt við bakið á harðlínustjórn
Talibana í Afganistan og því var í
fyrstu alls óljóst hver staða
Pakistana yrði í stríði Bandaríkj-
anna gegn hryðjuverkum. Stjórn-
völd sneru hins vegar við blaðinu
og lýstu stuðningi við stefnu
Bandaríkjanna. Í kjölfarið byrjaði
efnahagurinn að vænkast. Banda-
ríkjastjórn veitti Pakistan eins
milljarðs dollara aðstoð, meiri-
hlutann í formi styrkja. Að auki
voru efnahagsþvinganir á hendur
landinu felldar niður..
Eftir stríðið í Afganistan hafa
pakistönsk fyrirtæki hagnast á
uppbyggingarstarfi í hinu stríðs-
hrjáða nágrannaríki sínu. Þá hafa
Pakistanar sem búa erlendis stór-
aukið peningasendingar til ætt-
ingja heima við og þannig styrkt
efnahaginn. Bankakerfið hagnað-
ist líka þar sem peningasending-
arnar fóru nú í gegnum þá en
höfðu áður farið óformlegri leiðir.
Bættur hagur fyrirtækja hefur
skilað sér í bættri afkomu ríkis-
sjóðs og gjaldeyririnn hefur
styrkst. Það er þó ekki víst að
hinn almenni Pakistani hafi orðið
svo mjög var við uppsveifluna. 45
milljónir lifa ennþá undir fátækt-
armörkum samkvæmt opinberum
tölum. ■
Uppsveifla í kjölfar
hryðjuverkaárása
Hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington höfðu slæm áhrif
á efnahagslíf flestra landa. Í Pakistan hefur þróunin verið þveröfug.
GÓÐÆRI Í KAUPHÖLLINNI
Verðmæti hlutabréfa í fyrirtækjum sem eru
skráð í kauphöllinni í Karachi hefur hækk-
að um 112% frá því farþegaþotum var
flogið á World Trade Center og Pentagon.
Það er meiri hækkun en hjá nokkurri
annarri kauphöll.
Óku jeppa í
gegnum rúðu:
Einn maður
í haldi
INNBROT Einn maður er í haldi
lögreglu í tengslum við innbrot í
verslunina Hans Petersen á
Laugavegi 178. Það var um
klukkan hálf sjö í gærmorgun að
brotist var inn í verslunina með
óvenjulegum hætti. Jeppa var
ekið inn um stóran glugga versl-
unarinnar. Þjófarnir létu síðan
greipar sópa. Þeir virtust helst
hafa verið á höttunum eftir staf-
rænum myndavélum. Myndavél-
ar verslunarinnar sýndu þjóf-
ana, sem að öllum líkindum voru
tveir, en að sögn lögreglu var
ekki hægt að greina hverjir
þetta voru. Eftir um það bil hálfa
mínútu á vettvangi flýttu
þjófarnir sér í jeppann á ný og
óku á brott.
Þjófarnir komust undan en
jeppinn fannst stuttu síðar
mannlaus í Bólstaðarhlíð. Hafði
jeppanum, sem er af gerðinni
Isuzu Trooper, verið stolið í
fyrrinótt í Kópavogi. ■
HERÞOTUR REKAST SAMAN Tvær
tyrkneskar herþotur rákust sam-
an við æfingar. Flugmenn vél-
anna björguðu sér í fallhlífum.
DANMÖRK Anders Fogh Rasmus-
sen hefur gefið út þá yfirlýsingu
að til greina komi að hlutlausir
sérfræðingar fari yfir allar
skýrslur dönsku umhverfismats-
stofnunarinnar. Ástæðan er
nýjasta bók danska tölfræðings-
ins Björn Lomborg, „The Skept-
ical Environmentalist“, sem vak-
ið hefur hörð viðbrögð meðal vís-
indamanna og ráðamanna í Dan-
mörku. Fagmennska Lomborg er
dregin í efa og nokkrir erlendir
vísindamenn hafa nú þegar lagt
mat á innihald nýju bókarinnar
og gefið henni falleinkun.
Lomborg hefur lengi verið und-
ir verndarhendi Fogh, sem skipaði
hann í embætti forstöðumanns
umhverfismatsstofnunarinnar á
síðasta ári. Nú er forsætisráðherr-
ann undir þrýstingi frá danska
þinginu, sem samþykkt hefur til-
lögu þess efnis að farið verði ofan
í saumana á vinnubrögðum stofn-
unarinnar.
Lomborg hefur áður verið
gagnrýndur fyrir skrif sín um um-
hverfismál og varð hann umdeild-
ur þegar hann sendi frá sér bókina
„Hið sanna ástand heimsins“ fyrir
nokkrum árum. Þar heldur hann
því fram að fullyrðingar umhverf-
isverndarsamtaka um ógnvænlegt
ástand náttúru jarðar séu oftar en
ekki stórlega ýktar. ■
Tölfræðingurinn Björn Lomborg veldur usla:
Falleinkunn frá
vísindamönnum
BJÖRN LOMBORG
Lomborg er umdeildur um allan heim
vegna skrifa um umhverfismál.
Sýknaður af ákæru:
Löglegt að
bera sig
NOREGUR Norskur ökumaður sem
girti niður um sig þegar lögregl-
an ætlaði að mæla áfengismagnið
í blóði hans var sýknaður af
ákæru um að hafa reynt að
hindra lögregluna í starfi.
Að sögn Aftenposten mættu lag-
anna verðir á heimili mannsins
eftir að hafa fengið vísbendingar
um ölvunarakstur. Hann gerði
sér lítið fyrir og klæddi sig úr
buxunum og neitaði að fara í þær
aftur.
Þrátt fyrir sýknunina hlaut
maðurinn skilorðsbundinn dóm
og sekt fyrir ítrekaðan ölvun-
arakstur. ■