Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 17
17FÖSTUDAGUR 10. janúar 2003 MING Yao Ming, leikmaður Houston Rockets, átti fínan leik gegn Orlando Magic í fyrrakvöld. Hann skoraði 23 stig og tók 11 fráköst. NBA-deildin: Jordan vann gömlu félagana KÖRFUBOLTI Michael Jordan, leik- maður Washington Wizards, skor- aði 14 stig, tók 10 fráköst og átti sjö stoðsendingar í 101:98 sigri á fyrrverandi félögum sínum í Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrakvöld. Þetta var annar sigur Wizards á Bulls á skömmum tíma og þar með hefur Jordan unnið allar fjór- ar viðureignir sínar gegn Bulls síðan hann gekk til liðs við Wiz- ards. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 30 stig og tók 14 fráköst þegar Dallas Mavericks vann Atl- anta Hawks, 117:99. Þetta var sjö- undi sigur Mavericks í síðustu átta leikjum. Liðið hefur nú unnið 29 leiki í NBA-deildinni og aðeins tapað fimm. Kínverski nýliðinn Yao Ming skoraði 23 stig og tók 11 fráköst í 91:81 sigri Houston Rockets á Or- lando Magic. Tracy McGrady, sigahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði 27 stig fyrir Magic. ■ Stjörnuleikurinn í körfu- bolta: Flake með flest atkvæði KÖRFUBOLTI Darrel Flake, leikmað- ur KR, hlaut flest atkvæði í net- kosningu fyrir byrjunarlið hins ár- lega stjörnuleiks í körfubolta sem haldinn verður á Ásvöllum í Hafn- arfirði á laugardaginn. Flake, sem mun spila með Norðurliðinu í leiknum, fékk 466 atkvæði en Damon Johnson, leik- maður Keflavíkur og Suðurliðins, varð annar með 454 atkvæði. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, mun þjálfa Norðurliðið en Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur og íslenska landsliðs- ins, verður þjálfari Suðurliðsins. ■ GOLF Tiger Woods var á mánudag útnefndur sem „Kylfingur ársins“ á PGA-mótaröðinni, fjórða árið í röð. Woods, sem er að jafna sig eft- ir aðgerð á hné, vann fimm mót á síðasta ári, þar af tvö af stóru mótunum. Engum öðrum tókst að vinna fleiri en tvö mót í PGA á síð- asta ári. „Ég er afar stoltur að vinna til þessara verðlauna fjórða árið í röð,“ sagði Woods, sem hefur einnig unnið til hæstu peninga- verðlauna allra golfara síðast lið- inn fjögur ár. „Það er frábært þegar einstak- lingur vinnur eitt af stóru mótun- um, svo ég var sérstaklega ánægður með að vinna tvö í fyrra, auk þriggja annarra í PGA-móta- röðinni.“ Jonathan Byrd, sem sigraði á Buick áskorendamótinu, var val- inn „Nýliði ársins“ og Hale Irwin „Ellismellur ársins“. Það eru kylfingarnir sjálfir sem sjá um valið. ■ FÁ STYRK FRÁ SÍF Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur fengið 400 þúsund króna styrk frá SÍF. Fari svo að landsliðið nái einu af þremur efstu sætunum á mótinu tvöfaldast upphæðin. Hér sjást Guðjón Valur Sigurðsson og Ólaf- ur Stefánsson með saltfiskkassa sem landsliðið fékk að gjöf og munu strákarnir gæða sér á honum meðan á heimsmeist- aramótinu stendur. ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.00 Sýn Sportið með Olís 18.30 Sýn Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) 19.00 Egilshöll Reykjavíkurmót karla fótb. (Léttir-KR) 19.15 Keflavík Bikarkeppni karla körfub. (Keflavík-UMFN) 20.00 Framhús Handbolti kvenna (Fram - Stjarnan) 20.00 Ásvellir Handbolti kvenna (Haukar - Víkingur) 20.00 KA-heimilið Handbolti kvenna (KA/Þór - Valur) 20.00 Seltjarnarnes Handbolti kvenna (Grótta KR - ÍBV) 21.00 Egilshöll Reykjavíkurmót karla fótb. (ÍR-Víkingur) TIGER WOODS Woods er að jafna sig eftir aðgerð á hné. Talið er að hann verði til í slaginn í næsta mánuði. Tiger Woods: Kylfingur ársins AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.