Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 16
16 11. febrúar 2003 ÞRIÐJUDAGUR
HALF PAST DEAD b.i. 16 8 og 10.15 JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 5 og 10.10
SPY KIDS 2 kl. 3.45, 5.50 og 8
ANALYZE THAT HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 5
JUWANNA MANN kl. 4, 6, 8 og 10 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 4
THE HOT CHICK kl. 4, 6 og 8
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 bi. 12
Sýnd kl. 4 og 8 b.i. 12 ára
Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 9kl. 5.50 HAFIÐ
kl. 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN
kl. 6 og 108 MILE
kl. 8.05 og 11IRREVERSIBLE e. texti b. 16 ára
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 8 og 10
kl. 2.30, 6, 8 og 10STELLA Í FRAMBOÐI
Sýnd kl. 6 og 8 b.i.14.ára
FRÉTTIR AF FÓLKI
Konungur poppsins, MichaelJackson, hefur ákveðið að gera
sína eigin heimildarmynd til þess að
sanna að Martin
Bashir hafi sýnt sig
í röngu ljósi í
myndinni „Living
with Michael
Jackson“. Hann var
víst svo sniðugur
að hafa sinn eigin
kvikmyndatöku-
mann til þess að
fylgjast með hlutunum á þeim 8
mánuðum er Bashir fylgdist með
hverju fótmáli. Jackson telur sig
hafa nægilegt efni undir höndunum
til þess að leiðrétta þá mynd er
breska heimildarmyndin dró upp af
honum. Talsmenn popparans segjast
meðal annars eiga tökur af Martin
Bashir þar sem hann hrósar Michael
Jackson fyrir hversu góður faðir
hann er. Jackson segir einnig að hon-
um hafi verið lofað að sjá þáttinn
áður en hann fór til sýningar en
framleiðendur hefðu ekki efnt það.
Rokkarinn Fred Durst fullyrðir aðBritney Spears lifi stjórnlausu
lífi. Hann segir hana umkringda
fólki sem samþykki allt sem hún
segi og setji aldrei út á neitt. Hann
líkir lífi hennar við tilveru Michael
Jackson. Durst og Britney stungu
saman nefjum í síðasta mánuði en í
dag segist hann ekki vilja tala við
hana eftir að hún fór beint á stefnu-
mót við írska leikarann Colin Farrell
eftir að hafa látið rokkarann róa.
Nicole Appleton, unnusta LiamGallagher, segist hafa fellt tár í
fyrsta skipti sem hún heyrði nýjasta
smáskífulag Oasis, „Songbird“. Lag-
ið er eftir Liam og fullyrðir Nicole
að það sé samið um sig. Hún segist
afar stolt af laginu. „Songbird“ fór
beint í þriðja sæti breska vinsælda-
listans á fyrstu söluviku sinni.
Sýnd kl. 5, 8 og 10 b.i.16.ára
Sýnd í lúxus kl. 5 og 8
SÖNGLEIKIR
Chicago er flottur söngleikur,það vantar ekki. Nóg af smart
sviðsetningum, flottum dönsum og
skemmtilegri tónlist og stílfærðum
söngatriðum sem eru fléttuð
smekklega saman við söguna.
Frægðin og það sem fólk er til-
búið til þess að leggja á sig til þess
að öðlast hana er í brennidepli og
allt snýst um það að komast á for-
síður dagblaðanna og þá spillir ekki
fyrir að vera morðingi. Þær stöllur
Catherine Zeta-Jones og Renée
Zellweger leika einmitt báðar söng-
konur sem lenda á bak við lás og slá
fyrir morð og reyna að hagnýta sér
umtalið.
Samanburður við snilldarsöng-
leikinn Moulin Rouge! er óhjá-
kvæmilegur og Chicago frekar í
óhag. Heildin er ekki jafn sterk og
þrátt fyrir frábær söngatriði draga
hnökrar í sögunni og framsetningu
hennar úr slagkraftinum. Richard
Gere og Renée Zellweger hafa ver-
ið hlaðin lofi fyrir frammistöðu
sína og eru bæði ofmetin.
Catherine Zeta-Jones er hin eina
sanna stjarna myndarinnar enda
hefur hún allt til að bera sem þarf
til þess að vera tálkvendi og sýn-
ingarstúlka. Kynþokkinn er í botni
og dimm rödd hennar nýtur sín vel
í söng.
Þórarinn Þórarinsson
CHICAGO
Leikstjóri: Rob Marshall
Leikarar: Renée Zellweger, Catherine
Zeta-Jones, Richard Gere.
Endurkoma
Billy Corgan
Í gær kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Zwan, sem er ný hljómsveit Billy
Corgan, fyrrum höfuðpaurs The Smashing Pumpkins. Billy Corgan virðist stað-
ráðinn í því að láta tónlistariðnaðinum blæða sér til skemmtunar.
TÓNLIST Þegar Billy Corgan leysti
upp The Smashing Pumpkins í
desember árið 2000 gaf hann þá
skýringu að það væri gjörsam-
lega tilgangslaust að reyna að
keppa við Britney Spears og fé-
laga. Corgan hefur í gegnum tíð-
ina notað hvert viðtalið á fætur
öðru til þess að lýsa yfir andúð
sína á markaðslögmálum tónlist-
ariðnaðarins og virtist á tímabili
hafa lagt árar í bát. Hann ákvað
að leggja frá sér gítarinn, í orðs-
ins fyllstu merkingu, bíða svo og
sjá hvort tónlistaráhuginn myndi
lokka hann aftur að hljóðfærinu.
Auðvitað þurfti gítarinn ekki
að láta sér leiðast lengi og áður
en langt var um liðið hafði Corg-
an tekið að sér að semja tónlist
fyrir kvikmyndina „Spun“ sem
sænski myndbandaleikstjórinn
Jonas Akerlund er að gera.
Sá fyrsti sem Corgan hafði
samband við var félagi hans úr
Pumpkins, trommarinn Jimmy
Chamberlin. Þeir fengu fljótlega
til liðs við sig gítarleikarann
Matt Sweeney, sem áður hafði
verið í Chavez og Skunk, og Ís-
landsvininn David Pajo úr Slint,
Papa M og Tortoise. Corgan hélt
svo uppteknum hætti og rændi
flottasta kvenkyns bassaleikara
sem hann gat fundið úr banda-
rísku rokksenunni yfir í sitt lið.
Að þessi sinni var það Paz
Lenchantin úr A Perfect Circle.
Eftir að hafa æft saman í
nokkra mánuði kom sveitin fyrst
fram á tónleikum á litlum klúbb-
um í Los Angeles án þess að láta
neinn vita hverjir liðsmenn
væru. Það spurðist svo skiljan-
lega fljótlega út og upphófst
kapphlaupið um hvaða útgáfufyr-
irtæki myndi hreppa gæsina, eða
svaninn í þessu tilfelli. Corgan
lét að minnsta kosti ganga vel á
eftir sér í þetta skiptið áður en
hann gekk frá útgáfumálum.
Ýmsar gróusögur hafa verið á
kreiki um hvernig liðsmenn hafa
viljandi reynt að eyða stórum
hluta af peningum plötufyrir-
tækis síns að tilefnislausu. Ein
þeirra segir frá því hvernig Billy
Corgan sendi rannsóknarblaða-
mann heimshornanna á milli í leit
að alþjóðlegri merkingu og upp-
runa orðsins „Zwan“. Þegar
blaðamaðurinn sneri svo til baka
eftir mánaðaflakk og viður-
kenndi fyrir Corgan að hann
væri litlu sem engu vísari um
orðið á tónlistarmaðurinn að hafa
hlegið vel og lengi áður en hann
sneri sér að honum og spurði:
„En þú skemmtir þér vel, er það
ekki?“.
biggi@frettabladid.is
ZWAN
Ný hljómsveit Billy Corgan, Zwan, er ekki harla ólík fyrri sveit hans Smashing Pumpkins.
Sami trommari og stelpa á bassa. Corgan semur svo flest lögin einn. Tónlistin er einnig
afar svipuð.
kl. 8 og10
Leikarahjónin Jennifer Connellyog Paul Bettany, sem kynntust
við tökur á „A Beautiful Mind“,
eiga nú von á barni. Þau giftu sig á
laun í síðasta mánuði. Þetta verður
annað barn Connelly, sem á fimm
ára gamlan son fyrir. Næst sjáum
við Óskarsverðlaunaleikkonuna í
kvikmyndinni um græna risann
Hulk.
Vinir popparans Billy Joel grát-biðja hann nú að fara aftur í
meðferð. Þeir hafa áhyggjur af
því að bílslysið er
Joel lenti í á dög-
unum, þegar hann
keyrði á tré, hafi
átt sér stað vegna
þess að hann hafi
keyrt undir áhrif-
um. Lögreglan
sleppti honum við
sekt þar sem ekk-
ert benti til þess að hann hefði
verið að neyta áfengis. Fjölskylda
popparans er þó ekki eins sann-
færð.
NAS
Segist ekki sveipa byssur dýrðarljóma.
Rapparinn Nas:
„Rapp
er ekki of-
beldisfullt“
TÓNLIST Rapparinn Nas þurfti að
vanda orð sín á blaðamannafundi í
London á dögunum þegar breskir
blaðamenn vildu fá frekari skýringar
á því hvers vegna skotvopn eru hon-
um vinsælt yrkisefni. Í Bretlandi
hefur skapast mikil umræða um skot-
vopn í rapptextum eftir að tvær tán-
ingsstúlkur voru skotnar til bana í
gleðskap. Menningarmálaráðherra
Breta, Kim Howells, hefur gagnrýnt
rapptexta harðlega fyrir vikið.
Nas neitaði því alfarið að reyna að
sveipa skotvopn dýrðarljóma í text-
um sínum. „Ég fjalla bara um raun-
veruleikann og get ekki logið á plöt-
um mínum með því að segja að lífið
sé dans á rósum,“ sagði hann meðal
annars á fundinum. „Rapptextar fjal-
la um ofbeldi, ekki vegna þess að
rapp sé ofbeldisfullt, heldur vegna
þess að heimurinn er það.“
Nas viðurkenndi það einnig á
fundinum að hann ætti í ástarsam-
bandi við söngkonuna Kelis. ■
Djössuð
morðkvendi