Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 11. febrúar 2003 KJÁLKABROTINN Stöðva þurfti bardaga milli Bandaríkjam- ansins Rob Calloway og Bretans Audley Harrison á laugardaginn í fjórðu lotu eftir að sá fyrrnefndi kjálkabrotnaði. FRJÁLSAR Frjálsíþróttaþjálfarinn Charlie Francis segist skilja af hverju spretthlaupararnir og kærustuparið Tim Montgomery og Marion Jones sögðu honum upp starfi. Hann segist þó aldrei hafa komið nálægt ólöglegri lyfjagjöf. Montgomery og Jones æfðu undir stjórn Francis nokkurn tíma en ákváðu að hætta fyrir helgi í kjölfar mikillar gagnrýni í frjálsíþróttaheiminum. Francis var dæmdur í ævi- langt bann frá þjálfun efir að kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson féll á lyfjaprófi eftir sig- ur í 100 metra hlaupi á Ólympíu- leikunum í Seoul árið 1988. „Ég hef verið þjálfari í 15 ár og aldrei komið nálægt ólögleg- um lyfjum,“ sagði Francis í við- tali við breska ríkisútvarpið, BBC. Hann sagðist aldrei hafa rætt lyfjagjöf við Montgomery og Jones en skilur af hverju þau ákváðu að hætta. „Hvað gátu þau gert?“ spyr Francis. „Álagið á þau var orðið of mikið. Þau héldu þetta út eins lengi og þau gátu.“ Francis segist alfarið vera á móti ólöglegri lyfjagjöf en seg- ist lítið geta gert til að koma í veg fyrir umfjöllun um málið. „Ég get aðeins unnið í því sem snýr að mér. Það er í höndum íþróttayfirvalda að útkljá svona mál og koma í veg fyrir misskiln- ing.“ ■ Francis skilur uppsögnina: Álagið var of mikið KÆRUSTUPARIÐ Sagði Charlie Francis upp störfum fyrir helgi. Hann var dæmdur í ævilangt bann frá þjálfun eftir að Ben Johnson féll á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Seoul árið 1988. FÓTBOLTI Sænski framherjinn Hen- rik Larsson, leikmaður Celtic, var fluttur á spítala á sunnudag þar sem hann gekkst undir aðgerð eft- ir að hann kjálkabrotnaði í sigur- leik gegn Livingston. Larsson lenti í samstuði við varnarmanninn Gustave Bahoken og var borinn af velli alblóðugur. Hann var fluttur á spítala í Glasgow þar sem hann gekkst undir aðgerð. Þetta er mikið áfall fyrir Celtic þar sem Svíinn er langmarka- hæstur í Skotlandi, hefur skorað 26 mörk. Talið er að hann verði frá keppni í um sex vikur. „Við vitum ekki hve alvarlegt þetta er en ég vona að hann nái að klára tímabilið með okkur,“ sagði Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Celtic. Celtic vann Livingston með tveimur mörkum gegn einu. ■ Henrik Larsson: Kjálka- brotnaði í sigurleik HENRIK LARSSON Larsson, til hægri, sést hér í leik gegn Dundee United. Larsson verður frá keppni í sex vikur hið minnsta. FÓTBOLTI „Ég ákvað að kíkja á að- stæður hér og verð í eina viku. Það var ekkert annað eins og staðan er hjá mér,“ segir Arnar Gunnlaugs- son knattspyrnumaður, sem stadd- ur er í borginni Pusan í Suður- Kóreu til að skoða aðstæður hjá samnefndu liði. Pusan er næst- stærsta borg Suður-Kóreu. Liðið sem Arnar æfir með er atvinnu- mannalið og leikur í efstu deild. Arnar samdi við skoska úrvals- deildarliðið Dundee United um mitt síðasta ár. Hann fékk þó fá sem engin tækifæri með liðinu og sagði upp samningnum við það fyrir þremur vikum. „Mér líst ágætlega á aðstæður hér í Pusan en er bara búinn að fara á þrjár æfingar,“ segir Arnar. Hann segir fótboltann í Suður-Kóreu tals- vert öðruvísi en hann er vanur. Leikurinn sé miklu hægari en leik- menn teknískir og snöggir. Leikmannamarkaðurinn í Evr- ópu lokaði um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt nýrri reglugerð er Arn- ari óheimilt að semja við nýtt lið fyrr en markaðurinn opnar á ný í maí. „Með þessum nýju reglum er mér óheimilt að spila með öðru liði en Dundee og ég hef engan áhuga á því,“ segir Arnar og bætir við að hann sé óviss um hvort hann setjist að í Suður-Kóreu. Arnar hefur á síðustu dögum verið orðaður við Íslandsmeistara KR. Bjarki bróðir hans hefur æft með Vesturbæjarliðinu að undan- förnu og leikur væntanlega með því í sumar. „Ég hef ekki rætt við KR-inga enda eru aðeins þrjár vikur síðan ég hætti hjá Dundee. Það er því allt óákveðið með framtíðina.“ kristjan@frettabladid.is Framtíðin er óráðin Arnar Gunnlaugsson knattspyrnumaður skoðar aðstæður í Suður-Kóreu. Segir framtíð- ina óráðna. Getur ekki samið fyrr en í maí. ARNAR GUNNLAUGSSON Er staddur í Suður-Kóreu til að skoða að- stæður hjá úrvalsdeildarliðinu Pusan. Var áður á mála hjá Dundee, Stoke, Leicester, Bolton, Feyenoord og ÍA.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.