Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 2
2 11. febrúar 2003 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. var dæmdur í hæstarétti fyrir ummæli sín gagnvart fórnarlambi í svokölluðu prófessorsmáli á síðasta ári. Nú hefur Haukur Guðmundsson, fyrrum rannsóknarlögreglu- maður í Keflavík, kært Jón vegna ummæla í Kast- ljósþætti í síðustu viku. Ég hef svo sem enga kæru séð, aðeins heyrt um hana í fjölmiðlum, en það er aldrei of mikið af góðum kærum. SPURNING DAGSINS Jón Steinar, ertu ekki orðin þreyttur á þessum kærum? ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að taka á sig ábyrgð á vörnum Tyrklands með því að samþykkja að láta Atlantshafs- bandalagið senda þangað hersveitir beri vott um skil- yrðislausa undir- gefni og hrifningu á stríðsherrunum í Washington. S t e i n g r í m u r gagnrýndi Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra harð- lega fyrir þessa afstöðu á Alþingi í gær. Hann sagði að Ísland ætti frekar að skipa sér á bekk með Evrópuríkjum eins og Belgíu, Þýskalandi og Frakklandi, sem hefðu beitt valdi sínu innan Atl- antshafsbandalagsins til að stöðva slíka sameiginlega varnarskyldu. Rökin hefðu verið þau að slík ákvörðun jafngilti því næstum að lýsa því yfir að stríð gegn Írak væri hafið. Halldór sagði að mjög eðlilegt væri að huga að vörnum Tyrk- lands ef það kæmi til átaka við landamæri þeirra. Það væri ekki útilokað að á Tyrki yrði ráðist. „Íslenska ríkisstjórnin er þeirrar skoðunar að Atlantshafs- bandalagið geti ekki neitað Tyrkjum um sameiginlega varn- arskyldu,“ sagði Halldór. „Okkur finnst þetta mál liggja augljós- lega fyrir eins og flestum öðrum ríkjum bandalagsins og tökum því afstöðu á efnislegum grund- velli.“ Steingrímur sagði að þetta væri ekki efnisleg niðurstaða heldur pólitísk ákvörðun. Ísland hefði gengið inn í Atlantshafs- bandalagið með þeim fyrirvara að það myndi aldrei segja annarri þjóð stríð á hendur eða taka þátt í stríðsátökum. „Nú er Ísland að skilja sig frá þeim Evrópuþjóðum sem eru að reyna að andæfa stríðsæsingar- mönnunum í Bandaríkjunum. Mér finnst fara betur á því að utanrík- isráðherra íslensku þjóðarinnar láti Donald Rumsfeld (varnar- málaráðherra Bandaríkjanna) eft- ir að halda ræður af því tagi sem hér voru fluttar áðan.“ Þegar Steingrímur sagði þetta bað Halldór hann um að gæta orða sinna. „Ég veit ekki betur en Ísland- ingar skipi sér í hóp með þjóðum eins og Noregi og Danmörku og að kalla þær þjóðir eða Íslendinga stríðsæsingamenn finnst mér ekki vera samboðið háttvirtum þingmanni.“ trausti@frettabladid.is KÖNNUN Hartnær tveir þriðju þeir- ra sem tóku afstöðu í skoðana- könnun Fréttablaðsins um liðna helgi telja að refsing Hæstaréttar til handa Árna Johnsen sé hæfi- leg. Árni var á fimmtudag í síðustu viku dæmdur í tveggja ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir fjár- drátt, mútuþægni. umboðssvik og fleira. Brotin framdi Árni á árun- um 1997 til 2001 í starfi sem for- maður byggingarnefndar Þjóð- leikhússins. Árni hafði verið sak- felldur fyrir 18 af 27 ákæruliðum í Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur til 15 mánaða fangelsis- vistar. Hæstiréttur taldi Árna sek- an um fjóra ákæruliði til viðbótar og bætti níu mánuðum við fang- elsisdóminn. Af þeim sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins á laugar- daginn segja 63% að refsing Árna sé hæfileg. Rúmur fjórðungur, eða 26% telja dóminn vera of þungan en 11% telja dóminn of vægan. Fremur lítill munur reyndist vera á afstöðu fólks eftir kyni þess og búsetu. Af körlum töldu 27,5% dóminn vera of þungan en 24,3% kvenna voru sama sinnis. Á landsbyggðinni var síst sátt um dóminn í þeim skilningi að þar sögðust aðeins 58,7% telja hann hæfilegan á móti 65,6% í þéttbýl- inu. 14,7% landsbyggðarfólks vildu þyngja dóminn en 26,7% töldu dóminn of þungan. Í þéttbýl- inu var það skoðun 25,4% að dóm- urinn hafi verið of harður. Aðeins 9% vildu hafa dóminn þyngri en raunin var. Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Tæplega 95% þeirra tóku afstöðu til þessarar spurningar. gar@frettabladid.is MIKIL ÖRYGGISGÆSLA Mikil öryggisgæsla er við sendiráðið. Hollenskir ráðamenn neita því þó að þeir vilji flytja sendiráðið þar sem þeir óttist árásir á það. Hollensk stjórnvöld: Vilja sendi- ráðið burt HAAG, AP Hollensk stjórnvöld hafa farið þess á leit við Bandaríkja- menn að sendiráð þeirra í Haag verði flutt úr miðbænum í af- skekktari hluta borgarinnar. Ástæðan fyrir beiðninni er að miklar öryggisráðstafanir við sendiráðið hafa orðið til þess að teppa umferð í nágrenninu. Gæsla við sendiráðið var aukin verulega í gær vegna hættumats Bandaríkjastjórnar á hryðju- verkaárásum. Brynvarinn bíll og vopnaðir menn gæta nú sendi- ráðsins auk þess sem tveggja metra há girðing hefur verið reist í kringum það. Sendiráðið er nokkur hundruð metra frá hollenska þinginu og beint á móti fjármálaráðuneytinu. ■ JERÚSALEM, AP Hópur fólks réðst að bréfbera í hverfi strangtrúaðra gyðinga í Jerúsalem. Maðurinn var að bera út bæklinga með for- síðumynd af ísraelskri fjölskyldu. Þar á meðal var kona íklædd rúllu- kragapeysu og án höfuðbúnaðar en slíkt brýtur í bága við reglur strangtrúaðra gyðinga varðandi klæðaburð. Bréfberinn hafði borið út póst í hverfinu um sjö ára skeið og þekkti því vel til árásarmannanna. Talsmaður póstsins hefur þó lýst því yfir að þar á bæ muni menn halda ótrauðir áfram að bera út umræddan bækling í hverfinu þrátt fyrir atvikið. ■ RAKTI SLÓÐINA Lögreglunni tókst að rekja slóð mannsins í snjónum og fannst hann bak við rusla- tunnu í næstu götu. Maður handtekinn: Sparkaði í andlit stúlku LÖGREGLUMÁL Maður barði annan á veitingastað í Þingholtsstræti að- faranótt laugardags. Var sá slas- aði fluttur á slysadeild. Skömmu síðar barst tilkynning um að ráðist hefði verið á unga stúlku á Laugavegi. Henni hafði verið hrint og síðan var sparkað framan í hana. Af því hlaut hún kinnbeinsbrot. Stúlkan kvaðst ekkert hafa kannast við árás- armanninn. Lögreglunni tókst að rekja slóð mannsins í snjónum og fannst hann bak við ruslatunnu í næstu götu. Talið er að maðurinn hafi einnig átt þátt í árásinni inni á veitingastaðnum. ■ Strangtrúaðir gyðingar: Hópur réðst á bréfbera REGLUM FYLGT Í hverfi strangtrúaðra gyðinga í Jerúsalem gilda harðar reglur um klæðaburð og við jaðra hverfisins eru skilti þar sem meðal annars er óskað eftir því að konur hylji hné sín, olnboga og hár. Tveggja ára fangelsisdómur yfir Árna Johnsen er hæfilegur að mati 63% landsmanna: Makleg málagjöld Of þungur(26%) Hæfilegur (63%) Of léttur (11%) Of þungur (27%) Hæfilegur (58%) Of léttur (15%) Of þungur (25%) Hæfilegur (66%) Of léttur (9%) ÁRNI JOHNSEN Almenningur er nokkuð sáttur við dóm Hæstaréttar yfir Árna Johnsen. BRUGGTÆKI Á BLÖNDUÓSI Bruggtæki, landi og eimingar- tæki voru gerð upptæk eftir húsleit lögreglunnar á Blönduósi á heimili í bænum á föstudags- kvöld. Ekki er vitað hvort tæki voru ætluð til einkanota eða framleiðslu og sölu á landa. TVEIR ÖKUMENN Á SLYSADEILD Árekstur varð við Dalshraun í Hafnarfirði í gærmorgun. Öku- menn voru einir í bílunum og voru fluttir á slysadeild. Reynd- ust meiðsl þeirra ekki alvarleg. Báðir bílarnir eru óökufærir. LÖGREGLUFRÉTTIR Undirgefni við stríðs- herrana í Washington Íraksdeilan var rædd á Alþingi í gær. Formaður Vinstri grænna gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir að taka á sig ábyrgð á vörnum Tyrklands. Utanríkisráðherra sagði eðlilegt að Nató hugaði að vörnum landsins. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Formaður Vinstri grænna sagði að Ísland væri búið að skilja sig frá þeim Evrópuþjóðum sem reyndu að andæfa stríðsæsingamönnunum í Bandaríkjunum. „Íslenska ríkis- stjórnin er þeirrar skoð- unar að Atl- antshafs- bandalagið geti ekki neit- að Tyrkjum um sameigin- lega varnar- skyldu.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FÍKNIEFNI OG SKOTVOPN Húsleit var gerð í austurborginni í Reykjavík á föstudag vegna gruns um fíkniefnasölu. Fyrir lá úrskurður frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Töluvert fannst af fíkniefnum í íbúðinni, nokkur skotvopn og ætlað þýfi. Lögregla handtók menn sem taldir eru tengjast málinu. 56 UMFERÐARÓHÖPP Óvenju mörg umferðaróhöpp áttu sér stað í Reykjavík um helgina eða alls 56. Engin alvarleg slys urðu á fólki en í níu tilvikum þurfti fólk að leita sér aðstoðar á slysa- deild vegna minniháttar meiðsla. Sextán ökumenn voru kærðir fyr- ir of hraðan akstur og ellefu voru grunaðir um ölvun við akstur. ALLS FINNST ÞÉR DÓMURINN YFIR ÁRNA JOHNSEN HAFA VERIÐ OF ÞUNGUR, HÆFILEGA ÞUNGUR EÐA OF MILDUR?? LANDSBYGGÐ ÞÉTTBÝLI Ungir handrukkarar: Illa fenginn vasapeningur NOREGUR Í Þrándheimi í Noregi virðist hafa færst í vöxt að óharðnaðir unglingar vinni sér inn vasapening með því að gerast handrukkarar, að því er fram kemur í Aftenposten. Dæmi eru um að börn allt niður í þrettán ára aldur kaupi upp skuldir sem þau svo rukka inn með því að beita of- beldi og hótunum. Svo virðist sem algengt sé að unglingar fái lán á svörtum mark- aði, einkum til þess að fjármagna eiturlyfjanotkun eða fjárhættu- spil. Þegar stendur á greiðslu er skuldin seld þriðja aðila og hækk- ar hún þá töluvert enda taka hand- rukkararnir allt að því 20.000 ís- lenskar krónur fyrir að brjóta fingur, handlegg eða fót eða eyði- leggja hné, svo dæmi séu tekin. ■ Svíþjóð: Talandi götumælar STOKKHÓLMUR, AP Yfirmenn um- ferðarmála í Stokkhólmi hafa ákveðið að setja upp tíu talandi stöðumæla í borginni. Þegar fólk setur fyrstu mynt- ina í stöðumælinn spilar hann skilaboð til ökumanna. „Margar götur eru hreinsaðar að degi til. Vinsamlegast athugið merking- ar.“ Með þessu vilja yfirvöld reyna að gera snjómokstur á bíla- stæðum borgarinnar auðveldari. Það skapar oft vandræði við mokstur að bílar eru í stæðum, en með þessu vilja yfirmenn umferð- armála draga úr þeim óþægind- um. ■

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 35. tölublað (11.02.2003)
https://timarit.is/issue/263562

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. tölublað (11.02.2003)

Aðgerðir: