Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 12
12 11. febrúar 2003 ÞRIÐJUDAGURÍSHOKKÍ HART BARIST Claude Lemieux, leikmaður Dallas Stars, fékk að finna fyrir glerinu í leik gegn Los Angeles Kings um helgina. ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.00 Sýn Sportið með Olís 18.30 Sýn Saga HM (1954 -Sviss - Þýsku risarnir) 19.30 Vestmannaeyjar Handbolti kvenna (ÍBV - FH) 20.00 Seltjarnarnes Handbolti kvenna (Grótta/KR - Fylkir/ÍR) 22.30 Sýn Sportið með Olís 00.30 Sýn Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) FÓTBOLTI David Beckham, fyrirliði Englands í knattspyrnu, mun taka nýliðann Wayne Rooney, hjá Ev- erton, undir verndarvæng sinn þegar hann verður yngsti leik- maður í sögu Englands til að spila A-landsleik. Rooney, sem er 17 ára og 112 daga gamall, hefur verið valinn í landsliðshóp Englands sem mætir Áströlum á Upton Park á miðviku- dag. Sven Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, hefur farið þess á leit við Beckham að hann hjálpi Rooney að vinna á allri þeirri athygli sem fylgir lands- liðssætinu. „Ég þarf ekki einu sinni að biðja Beckham um það, hann ger- ir það bara,“ sagði Eriksson um fyrirliðann. „Í hvert skipti sem nýliðar koma í hópinn tekur hann þá undir sinn verndarvæng. Hann er mjög góður fyrirliði.“ David Moyes, knattspyrnu- stjóri Everton, segist hafa fulla trú á Rooney en biður fólk um að gera raunhæfar kröfur til hans. „Hann er ennþá óþroskaður unglingur og þjóðin má ekki gera of miklar kröfur til hans,“ sagði Moyes. „Hann á samt eftir að standa sig frábærlega þegar hann fær sitt tækifæri á vellinum.“ ■ Wayne Rooney: Undir verndar- væng Beckham WAYNE ROONEY Er talinn vera efnilegasti leikmaður Eng- lands. Hann hefur verið valinn í landsliðs- hópinn fyrir leik gegn Áströlum á morgun. Jimmy Floyd Hasselbaink: Veðmál ekkert vandamál FÓTBOLTI Jimmy Floyd Hasselbaink, leikmaður Chelsea, segir að sögu- sagnir um veðmál knattspyrnu- manna hafi verið blásnar of mikið upp. Hann segist hafa rétt á því að eyða peningum sínum eins og hann vilji svo lengi sem fjárhættuspil leiði ekki til peningavandamála. „Læknar, lögfræðingar og útgef- endur dagblaða fara í spilavíti. Hvers vegna mega knattspyrnu- menn það ekki líka?“ ■ KÖRFUBOLTI Vesturdeildin bar sig- urorð af Austurdeildinni í hinum árlega stjörnuleik NBA-deildar- innar í körfubolta sem háður var aðfaranótt mánudags, með 155 stigum gegn 145 eftir tvífram- lengdan leik. Leikjarins verður vafalaust minnst sem síðasta stjörnuleiks Michael Jordan, leikmanns Wash- ington Wizards. Jordan var í byrj- unarliði Austurdeildarinnar í stað Vince Carter, leikmanns Toronto Raptors, sem ákvað að gefa sæti sitt í byrjunarliðinu eftir til Jordan þar sem um síðasta leik hans var að ræða. Jordan skoraði 20 stig í leiknum þrátt fyrir að hafa byrjað afar illa og ekki hitt úr sjö fyrstu skotunum sínum í leiknum. Hann setti jafnframt nýtt met með því að komast fram úr Kareem Abdul- Jabbar, fyrrum leikmanni L.A. Lakers, í flestum stigum skoruð- um í sögu stjörnuleiksins. „Ég skil leikinn eftir í góðum höndum,“ sagði Jordan. „Það eru svo margar ungar stjörnur á upp- leið í dag. Ég hef skilið eftir mig hluti til leikmanna stjörnuleiksins og allra hinna í deildinni sem Dr. J [Julius Erving] og frábærir leik- menn eins og Magic Johnson og Larry Bird skildu eftir fyrir mig. Takk fyrir stuðninginn. Núna get ég farið heim og skilið sáttur við körfuboltaíþróttina.“ Kevin Garnett, leikmaður Minnesota Timberwolves, sem lék sinn sjötta stjörnuleik, skoraði 37 stig í leiknum fyrir Vesturdeildina og var kjörinn maður leiksins. Þetta var hæsta stigaskor leik- manns í stjörnuleik síðan Michael Jordan skoraði 40 stig á fyrrum heimavelli sínum í Chicago árið 1988. ■ Jordan kvaddi stjörnu- leikinn með meti Stjörnuleikur NBA-deildarinnar var háður í fyrrinótt. Michael Jordan lék 14. og síðasta stjörnuleik sinn. Kevin Garnett, leikmaður Timberwolves, stal senunni og var valinn maður leiksins. JORDAN Michael Jordan leggur boltann í körfuna í stjörnuleiknum. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki úr Dallas Mavericks og Kevin Garnett, maður leiksins, koma engum vörnum við. Jason Kidd úr New Jersey Nets fylgist með í bakgrunni. Þetta var 14. og síðasti stjörnuleikur Jordan. tilboð á hillum og brettarekkum Yfir 40 ára þjónusta við íslensk fyrirtæki í lausnum á lagerrýmum. Hillur og brettarekkar eru nú á sérstöku tilboði. Sindri Reykjavík · Klettagarðar 12 · 104 Reykjavík · sími 575 0000 · fax 575 0010 Sindri Akureyri · Draupnisgötu 2 · 603 Akureyri · sími 462 2360 Sindri Hafnarfirði · Strandgötu 75 · 220 Hafnarfirði · sími 565 2965 kynntu þér tilboðin! STOJAKOVIC Júgóslavinn Peja Stojakovic, leikmaður Sacramento Kings, vann þriggja stiga skot- keppnina einnig annað árið í röð. Bar hann sigurorð í úrslitunum af Wesley Per- son, leikmanni Memphis Grizzlies, en þeir áttust einnig við í úrslitum í fyrra. RICHARDSON Jason Richardson, leikmaður Golden State Warriors, vann troðslukeppnina, sem háð var á laugardeginum, annað árið í röð. Berti Vogts, landsliðsþjálfariSkotlands, hefur valið 23 leikmenn fyrir vináttuleik gegn Tyrkjum þann 25. febrúar. Vogts hefur kosið að velja unga og efnilega leikmenn í hópinn, marga hverja sem leika með U-21 árs liði Skota, þar sem meiðsli hrjá eldri leikmenn. Meðal leikmanna í hópnum eru Ian Murray og Gary O’Connor, báðir úr Hibernian, og Kevin McNaughton úr Aberdeen, sem allir koma inn í hópinn vegna meiðsla eldri og reyndari leik- manna. Skotar leika með Íslend- ingum í riðli í undankeppni Evrópumótsins. FÓTBOLTI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.