Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 10
10 11. febrúar 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ASÍA Það er komin upp undarlegstaða í efnahagsmálum Ís- lendinga. Krónan sem kolféll fyrir einu og hálfu ári er nú orðin styrkari en hún hefur áður verið og allt bendir til að hún muni enn styrkjast á næstu mánuðum og misserum. Fram undan eru framkvæmdir við ál- ver og virkjun eftir um tvö ár og um 100 milljarða innspýting í hagkerfið. Verðbólgan er ekki til lengur og verðhjöðnun komin í staðinn. Fyrir utan stórfram- kvæmdirnar er lítið að gerast í atvinnulífinu; ef ekki stöðnun þá samdráttur. Vegna yfirvofandi framkvæmda hefur Seðlabank- inn hins vegar haldið vöxtum háum til að halda aftur af fram- kvæmdum. Fyrirtæki í útflutn- ings- og samkeppnisgreinum kvarta skiljanlega yfir háu gengi krónunnar. Allir kvarta yfir háum vöxtum; fyrirtæki jafnt sem heimili. Þetta er líklega ný staða í ís- lenskum efnahagsmálum. Á yfir- borðinu virðist ekkert raska stöðugleikanum; verðbólga er engin og ekki vottar fyrir þenslu. Hins vegar er öllum ljóst að þetta ástand dregur mátt úr fyr- irtækjum í útflutnings- og sam- keppnisgreinum – þótt efnahags- reikningur þeirra liti betur út, eins og annarra fyrirtækja, vegna lækkunar skulda í er- lendri mynt. Að óbreyttri stefnu stjórnvalda og Seðlabanka mun þetta ástand vara fram að fyrir- huguðum framkvæmdum af ótta við þenslu og verðbólgu. Þessi tími mun reyna mjög á þolrif fyrirtækja og þau munu sum hver ekki lifa af. Hugsanlega munu fleiri störf tapast á leiðinni en verða til í álverunum. Það hefur fátt komið frá stjórnvöldum eða Seðlabanka sem bendir til breyttrar stefnu í tilefni af breyttri stöðu. Það er eins og hugtakaforðinn þar nái aðeins yfir klassísk íslensk vandamál, það er: verðbólga, þensla og staða sjávarútvegsins. Miðað við aðgerðir Seðlabankans undanfarna daga virðist hann ætla að kaupa dollara í stórum stíl til að freista þess að veikja gengi krónunnar til að bæta hag sjávarútvegsins. Það er hins veg- ar spurning hvort efnahags- stjórnin þurfi ekki að ná yfir víð- tækara svið, til dæmis með lækk- un vaxta. Í engri þenslu og engri verðbólgu er freistandi að bæta hag fyrirtækja og heimila með vaxtalækkun. Ef það er ekki hægt í slíku andrúmi er það aldrei hægt. ■ Aðstaða til vaxtalækkunar skrifar um nýja stöðu í efnahagsmálum. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, 14. og 15. febrúar, kl. 18 - 22 Skráning og upplýsingar í síma 575 1551 ÚR MÍNUS Í PLÚS Skýra samhengið milli almennra viðhorfa til lífsins og fjárhagslegrar stöðu Leiðbeinandi: Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur og rekstrarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins Markmið námskeiðsins: Námskeið um fjármál heimilisins Auka þekkingu og skilning á lánum og vöxtum, sparnaði og fjárfestingum Kenna aðferðir til að losna hratt við skuldir og byggja upp sjóði og eignir og ná varanlega tökum á fjármálunum MANNSKÆÐ VORKOMA Vorkomu- hátíð í Lahore í Pakistan endaði með ósköpum. Einn maður féll til bana af þaki og annar fékk raflost þegar flugdreki sem hann stjórn- aði lenti í rafmagnslínum. Rúm- lega hundrað særðust, margir sem urðu fyrir byssukúlum sem var skotið upp í loftið í fagnaðar- skyni. FAGNA SAMAN Um hundrað norð- ur-kóreskir stjórnmálamenn og trúarleiðtogar koma til Suður- Kóreu um næstu mánaðamót til að taka þátt í hátíðahöldum til minningar um uppreisn gegn yf- irráðum Japana. Þetta er í fyrsta skipti sem þjóðirnar minnast tímamótanna sameiginlega. Akureyri: Árás á félaga sam- býliskonu DÓMSMÁL Rúmlega fimmtugur karlmaður á Akureyri hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fang- elsi fyrir að ryðjast inn á og ráðast á sofandi mann sem var í tygjum við fyrrum sambýliskonu hans. Þrír mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist tvisvar að fórnarlambi sínu með eins mánaðar millibili sumarið 2001 en var sýknaður af fyrra tilvikinu. Sjálfur neitaði hann sök og konan sem var á staðn- um í fyrra skiptið sagðist ekkert muna vegna ölvunar. Fórnarlambið lést af ótengdum orsökum áður en réttað var í mál- inu. ■ MÓTMÆLI Í SUÐUR-KÓREU Um 3.000 kristnir Suður-Kóreumenn efndu til mótmæla gegn kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu um helgina. Kóreudeilan: Skorað á Kínverja SEOUL, AP Kínverjar ættu að taka sér stærra hlutverk í deilunni um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, segir Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Powell sagði enn fremur að Bandaríkjamenn og Norður-Kóreu- menn myndu á endanum eiga við- ræður um deiluna en sagði rétt að gera það í fjölþjóðlegu umhverfi þar sem deilan snerti ekki bara þjóðirnar tvær heldur líka Kín- verja, Rússa, Japani, Suður-Kóreu- menn og fleiri þjóðir. Norður- Kóreumenn hafa farið fram á tví- hliða viðræður við Bandaríkin. ■ Stjórnarandstaðan á þingi munaugljóslega byggja kosninga- baráttu sína á kröfunni um vinstri stjórn eftir kosningar í vor. En jafn augljóslega hlýtur al- menningur að staldra við og velta fyrir sér hvað vinstri stjórn þýðir fyrir stjórnun efnahagsmála og áhrif hennar á hag heimilanna og fyrirtækja í landinu. Óumdeilt er að efnahagsmálum hefur verið stýrt af þekkingu og næmi í tíð ríkisstjórna Davíðs Oddssonar. Almenningur hefur ekki farið varhluta af því. Ráðstöf- unartekjur heimilanna hafa aukist um þriðjung á síðustu átta árum, hagvöxtur hefur verið mikill og verðbólgan verið á lágum nótum. Skattalækkanir á fyrirtæki hafa gefið svigrúm til launahækkana starfsmanna. Frekari skattalækk- anir á almenning eru rökrétt næsta skref. Saga vinstri stjórna á Íslandi er á hinn bóginn saga vaxandi verð- bólgu, aukinna ríkisútgjalda og skattahækkana á fjölskyldur og fyrirtæki í landinu. Samkvæmt nýjustu fréttum er verðbólgan í janúar 1,1% á árs- grundvelli. Þegar horft er til síð- ustu 12 mánaða er verðbólgan 1,4%. Verðbólguspá fyrir árið 2003 bendir til að verðbólgan verði um 3% á árinu öllu. Þennan stöðugleika vilja allir Íslendingar standa vörð um. Hver vill taka áhættuna að breyta efnahags- stjórnuninni? Íslendingar eru brenndir af verðbólgunni, enda er verðbólgu- draugurinn martröð heimila og fyrirtækja í landinu. Það veit hver sá sem upplifði verðbólgubálið á níunda áratugnum. Í bókinni „Frá kreppu til við- reisnar – Þættir um hagstjórn á Ís- landi á árunum 1930-1960“, sem kom út á síðasta ári í ritstjórn Jónasar H. Haralz, ritar Þórunn Klemensdóttir grein um „Pólitísk- ar hagsveiflur á Íslandi 1945- 1998“. Þar greinir hún m.a. pólitísk áhrif hægri stjórna annars vegar og vinstri stjórna hins vegar á helstu kennitölur efnahagsstjórn- unar hér á landi. Samkvæmt skil- greiningu hennar eru hægri stjórnir þær sem Sjálfstæðisflokk- urinn á aðild að. Aðrar teljast vera vinstri stjórnir. Í grein Þórunnar kemur m.a. fram að á umræddu árabili er verðbólga umtalsvert hærri í tíð vinstri stjórna eða 24,5% að meðal- tali í samanburði við 15,1% þegar hægri stjórnir eru við völd. Frá 1998 hefur þetta meðaltal lækkað enn. Þá er greinilegur munur á út- gjaldaaukningu ríkisins eftir hvernig stjórn er við völd eða 11,2% að meðaltali á ári hverju í tíð vinstri stjórna til samanburðar við 3,3% útgjaldaaukningu á ári í tíð hægri stjórna. Að sömu niðurstöðu kemst Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði, í bók sinni „Úr digrum sjóði – fjárlaga- gerð á Íslandi“ sem gefin var út 1999. Þar segir hann m.a. „að hægri stjórnir séu aðhaldssamari í fjármálum ríkisins en aðrar og að vinstri stjórnir eyði meiru“. Sér- staklega er bent á að útgjöld dróg- ust saman þegar Sjálfstæðisflokk- urinn var við stjórn, en þau jukust þegar Alþýðubandalagið var við stjórn. Fylgismenn Alþýðubanda- lagsins sáluga eru nú klofnir í tvo flokka, Samfylkinguna og Vinstri græna. Framangreindir sérfræðingar í hagfræði og stjórnmálafræði hafa með athugunum sínum á tengslum stjórnarmunsturs annars vegar og verðbólgu og útgjaldaaukningar ríkisins hins vegar komist að álíka niðurstöðu: Hægri stjórnir eru hæfari en vinstri stjórnir í stjórn- un efnahagsmála. Breytinga er vart að vænta í þessum efnum í framtíðinni þegar fjármálastjórnun forsætisráð- herraefnis Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg er höfð til hlið- sjónar, nema síður sé. Stöðugleiki í efnahagsmálum skiptir heimilin og fyrirtækin í landinu miklu máli. Vill almenn- ingur í landinu kalla yfir sig vinstri stjórn eftir næstu alþingis- kosningar með tilheyrandi aukinni verðbólgu, skattahækkunum og versnandi hag? Ég held ekki! ■ þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skrifar um efnhagsmál. ÁSTA MÖLLER Um daginn og veginn Ávísun á verðbólgu og hærri skatta RAFTÆKJAVERSLUNIN SUÐURVERI STÓRÚTSALA á ljósum og lömpum. Mikill afsláttur. – Leikur í ljósum – Stigahlíð 45, 105 Reykjavík. Sími 553-7637, fax 568-9456 Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Stórútsala Yfirhafnir í úrvali 20-50% afsláttur Fyrstir koma, fyrstir fá Allt á að seljast Opið sunnudag frá 13 til 17 Allir kvarta yfir háum vöxtum; fyrirtæki jafnt sem heimili.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.