Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 11. febrúar 2003 Eldheittilboð Fangar í Afganistan: Talíbönum veitt frelsi KABÚL, AP Í tilefni af íslömsku trúarhátíðinni Eid al-Adha gaf Hamid Karzai, forseti Afganist- an, út þá tilskipun að leysa skyldi úr haldi 91 fanga úr fang- elsum víðs vegar um landið. Fangarnir börðust allir fyrir stjórn talíbana sem steypt var af stóli á síðasta ári en nítján þeirra eru pakistanskir ríkis- borgarar. Að sögn yfirvalda voru mennirnir allir vel á sig komnir. Hefð er fyrir því í íslömskum löndum að láta fanga lausa við upphaf Eid al-Adha hátíðar- innar. ■ UPPSÖGNUM MÓTMÆLT Stuðningsmenn olíuverkamanna sem voru reknir efndu til mótmæla á laugardag. Chavez harðorður: Réttast að fangelsa þá VENESÚELA, AP Hugo Chavez, for- seti Venesúela, sagði á fundi með stuðningsmönnum sínum að rétt- ast væri að fangelsa þá starfs- menn í olíuiðnaði sem eru í verk- falli til að reyna að koma honum frá völdum. „Brottrekstur er ekkert. Marg- ir þeirra ættu að fara í fangelsi fyrir að skaða efnahag Venesú- ela,“ sagði Chavez í gær, degi eft- ir að hundrað þúsund andstæðing- ar hans efndu til mótmæla í Caracas. Þar vildu þeir lýsa stuðn- ingi við 9.000 starfsmenn í olíu- iðnaðinum sem hafa verið reknir frá því verkfallið hófst. ■ Breti í farbanni: Reyndi að smygla amfetamíni FÍKNIEFNI Breti á fertugsaldri var úrskurðaður í farbann til 21. mars eftir að hann reyndi að komast inn í landið með tæplega sjötíu grömm af amfetamíni innvortis. Maðurinn var handtekinn á fimmtudagskvöld á Keflavíkur- flugvelli. Hann þótti grunsamleg- ur og var því leitað í farangri hans. Þar fundust engin fíkniefni en grunsemdir vöknuðu um að hann kynni að vera með am- fetamín innvortis. Reyndist sá grunur á rökum reistur. Maðurinn var fluttur til lög- reglunnar í Reykjavík til yfir- heyrslu. Þar játaði hann brotið og telst málið upplýst. Maðurinn bíð- ur nú dóms. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 35. tölublað (11.02.2003)
https://timarit.is/issue/263562

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. tölublað (11.02.2003)

Aðgerðir: