Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 15
vikri og muldu gleri, Mike Bidlo sýnir eftirmyndir af frægustu málverkum 20. aldarinnar og Claude Rutault sýnir „málverk sem eru í sama lit og veggur sýningarsalarins“. Agatha Kristjánsdóttir sýnir ellefu olíu- málverk í kaffistofunni Lóuhreiðri að Laugavegi 59. Málverkin á sýningunni eru flest ný. Sýningin stendur út febrúar. Sýning á verkum Ólafs Más Guð- mundssonar er í sýningarsal Ingustofu á Sólheimum í Grímsnesi. Sýningin verður opin fram í maí, virka daga frá kl. 9.00-17.00, um helgar frá kl. 14.00- 18.00. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Mannakyn og meiri fræði er yfirskrift sýningar á myndlýsingum í gömlum ís- lenskum handritum, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Sýningin stendur til 9. mars. Um síðustu helgi hófst í Listasafni Borgarness sýning á málverkum eftir Hubert Dobrzaniecki. Þar sýnir lista- maðurinn olíumálverk og grafík frá ár- unum 1999-2002. Sýningin er opin frá 13-18 alla virka daga og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Sýningin stendur til 26. febrúar. Ingimar Waage sýnir 25 landslagsmál- verk í Galleríinu Skugga, Hverfisgötu 29. Heimildir nefnist sýning Hafdísar Helgadóttur í Þjóðarbókhlöðunni. Sýn- ingin er á vegum Kvennasögusafns. Á fjórðu hæð er spjaldskrá með sjálfs- myndum listamannsins frá 1963-1998, en í sýningarkassa á 2. hæð eru blöð með myndum af sömu verkum. Smákorn 2003 nefnist sýning á smá- verkum 36 listamanna í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Þetta er í þriðja skipti sem Gallerí Fold efnir til smáverkasýningar. Eina reglan um gerð verka er að innanmál ramma sé ekki meira en 24x30 sentimetrar. María Kristín Steinsson sýnir olíumál- verk í Café Cozy, Austurstræti. Sýningin er opin á opnunartíma Café Cozy. Margrét Oddný Leóopoldsdóttir sýnir „Storesarnir eru að hverfa“ í gluggum sínum í Heima er best, Vatnsstíg 9. Sýn- ingin stendur til 26. febrúar. Í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3, sýna þau Finnur Arnar Arnarsson, Hlynur Halls- son og Jessica Jackson Hutchins verk sín. Nú stendur yfir samsýning 7 málara í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Allir þessir málarar eru löngu þjóðkunnir fyrir verk sín og einkennir fjölbreytni sýninguna. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Ein- ar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Kjartan Guðjónsson, Jóhanna Bogadóttir og Óli G. Jóhannsson. Sýningin stendur til 2. mars. Haraldur Jónsson sýnir Stjörnuhverfi og Svarthol fyrir heimili í galleríinu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtu- daga og föstudaga kl. 11-18, laugardaga kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Jón Sæmundur er með myndbandsinn- setningu í rýminu undir stiganum í gall- eríinu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 11- 18, laugardaga kl. 13-17 og eftir sam- komulagi. Hugarleiftur er yfirskrift á samvinnu- verkefni bandarísku myndlistarkonunnar Diane Neumaier og gríska rithöfundar- ins Christos Chrissopoulos, sem nú er sýnt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningin er afrakstur Íslandsferðar þeirra sumarið 2000. Hitler og hommarnir nefnist sýning þeirra David McDermott og Peter Mc- Gough í Listasafni Akureyrar. Sýning þeirra fjallar um útrýmingu samkyn- hneigðra á nasistatímanum. Aftökuherbergi nefnist sýning í Lista- safni Akureyrar á 30 ljósmyndum eftir Lucindu Devlin sem teknar voru í bandarískum fangelsum á tíunda ára- tugnum. Hinstu máltíðir nefnist sýning Barböru Caveng í Listasafni Akureyrar. Viðfangs- efni sýningarinnar eru síðustu máltíðir fanga sem teknir hafa verið af lífi í Bandaríkjunum. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir samsýning ungra íslenskra og breskra listamanna. Sýningin ber heitið „then ...hluti 4 - minni forma“. Sýningin stendur til 2. mars. Tumi Magnússon sýnir vídeóverk í Kúl- unni í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Safnið er opið alla daga frá kl. 13 til 16. Sýningin stendur til 16. febrú- ar. Friðrik Tryggvason ljósmyndari sýnir sex ljósmyndir á Mokka kaffi. Sýninguna kallar hann Blátt og rautt. Hún stendur til 15. febrúar og er opin á opnunartíma kaffihússins. Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi stendur nú yfir sýning á 124 ljósmynd- um frá árunum 1921-81. Ljósmyndar- arnir eru 41 talsins, allir þýskir og að- hylltust allir Bauhaus-stefnuna, sem fólst í því að myndlist og iðnhönnun ættu að sameinast í byggingarlistinni. Hallgrímur Helgason sýnir í austursal Gerðarsafns í Kópavogi nokkur málverk af Grim, teiknimyndapersónunni með tennurnar stóru. Myndirnar eru unnar með nýjustu tölvutækni. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. FLYING/DYING er heiti sýningar Bjargeyjar Ólafsdóttur sýnir í vestursal Gerðarsafns í Kópavogi. Á sýningunni eru ljósmyndir og vídeóverk, sem meðal annars fjalla um bílslys sem listakonan lenti sjálf í og komst nálægt því að deyja. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. Húbert Nói sýnir á neðri hæð Gerðar- safns í Kópavogi. Sýningin, sem nefnist HÉR OG HÉR / 37 m.y.s., er sérstaklega unnin fyrir salinn og er innsetning á ol- íumálverkum sem sýna annars vegar hluta af salnum og hins vegar málverk sem hanga þar á veggjum. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru málverk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýn- inguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hallgríms- kirkju er haldin í boði Listvinafélags Hall- grímskirkju og stendur til loka febrúar- mánaðar. Íslandsmynd í mótun - áfangar í kortagerð er yfirskrift sýningar í Þjóð- menningarhúsinu. Sýnd eru þau kort sem markað hafa helstu áfanga í leitinni að réttri mynd landsins. Sýningin stend- ur þangað til í ágúst. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Í Ásmundarsafni við Sigtún stendur yfir sýningin Listin meðal fólksins, þar sem listferill Ásmundar Sveinssonar er sett- ur í samhengi við veruleika þess samfé- lags sem hann bjó og starfaði í. Sýning- in er opin alla daga klukkan 13-16. Hún stendur til 20. maí. ÞRIÐJUDAGUR 11. febrúar 2003 Opnum klukkan tólf ALLTAF betra verðekkert brudl- E R A N L a n d lis t Tilboðið gildir í dag og á morgun, miðvikudag eða á meðan birgðir endast Allar vörur í Bónus eru á besta fáanlegu verði Ferskar kjúklingalundir Opið til hálf sjö í kvöld Venjulegt verð 2195kr. kr. kg Hádegistónleikar í Óperunni: Einn og hálfur sópran TÓNLIST Þær Sesselja Kristjáns- dóttir messósópran og Hulda Björk Garðarsdóttir sópran syngja í hádeginu í dag í Ís- lensku óperunni. Píanóleikari með þeim er Iwona Ösp Jagla og kynnir á tónleikunum verður Davíð Ólafsson bassasöngvari. „Við ætlum að bregða svolítið á leik. Sviðsmyndin úr Macbeth fer ekkert burt á milli sýninga, og við ætlum að notfæra okkur það,“ segir Sesselja. „Við ákváðum að einblína á dúetta sem þyldu að standa stak- ir. Sumir dúettar þola það ekki. Þarna verða tveir dúettar eftir Mozart og einn eftir Rossini. Svo verðum við með báta-, blóma- og bréfadúetta. Bátadúettinn er úr Ævintýrum Hoffmanns, Blóma- dúettinn úr Lachme og Bréfa- dúettinn úr Kátu konunum frá Windsor.“ Svo ætla þær að enda á tveimur dúettum úr annarri átt, öðrum eftir Kurt Weill, hinum eftir Irving Berlin. Sesselja seg- ist hafa heillast af Weill þegar hún bjó í Berlín 1996-2001. Næstu hádegistónleikar í Óp- erunni, sem verða 25. febrúar, eru einmitt helgaðir hinum þýska Kurt Weill. ■ SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR MESSÓSÓPRAN Syngur á hádegistónleikum í Íslensku óperunni í dag ásamt Huldu Björk Garðarsdóttur sópran.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.