Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 1
AFMÆLI Harði diskurinn í Bush bilaður bls. 22 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 11. febrúar 2003 Tónlist 14 Leikhús 14 Myndlist 14 Bíó 16 Íþróttir 12 Sjónvarp 18 KVÖLDIÐ Í KVÖLD KVIKMYNDIR Tilnefningar til Ósk- arsverðlauna verða kynntar kvik- myndaunnendum í dag. Tilnefningar til Óskarsins DÓMSMÁL Fjallað verður um dóm Hæstaréttar yfir Árna Johnsen á málstofu í Háskóla Íslands í dag klukkan 12.15. Málshefjendur eru Jónatan Þórmundsson prófessor og Róbert R. Spanó lektor. Fundar- stjóri er Eiríkur Tómasson prófess- or. Allir eru velkomnir. Kryfja dóm Árna Johnsen FUNDUR Fyrsti ársfundur Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Ís- lands verður haldinn í hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 15.30. Meðal annars flytur Agnes Braga- dóttir blaðamaður erindi sem nefn- ist Fer viðskiptasiðferði hrakandi? Fer viðskiptasið- ferði hrakandi? HANDBOLTI Tveir leikir fara fram í Essó-deild kvenna í handbolta. Efsta lið deildarinnar, ÍBV, tekur á móti FH á heimavelli klukkan 19.30. Liðin í sjöunda og áttunda sæti, Grótta/KR og Fylkir/ÍR, mæt- ast klukkan 20 á Seltjarnarnesi. ÍBV mætir FH DEILUR Kemst ekki í sturtu ÞRIÐJUDAGUR 35. tölublað – 3. árgangur bls. 13 ÍÞRÓTTIR Skoðar aðstæður í Suður-Kóreu bls. 8 SJÓMENN Innan stjórnar Sjómanna- félags Reykjavíkur ríkir óánægja með störf Guðmundar Hallvarðs- sonar alþingismanns. Auk starfa á Alþingi er Guð- mundur ritari í stjórn Sjómanna- félags Reykjavík- ur og hann er fyrr- verandi formaður þess félags. Þá er Guðmundur for- maður Sjómanna- dagsráðs í umboði Sjómannafélags Reykjavíkur. Jónas Garðars- son, formaður Sjó- m a n n a f é l a g s Reykjavíkur, stað- festir að meðal fé- lagsmanna, bæði innan stjórnar og utan hennar, beri mikið á óá- nægju með að Guðmundur standi að samþykkt frumvarps um út- flöggun fiskiskipa, sem gerir út- gerðum kleift að hafa fiskiskip skráð undir fleiri en einum þjóð- fána. „Öll samtök sjómanna hafa lýst sig ósátt við frumvarpið. Við sjómenn getum ekki annað en ver- ið ósáttir þegar Guðmundur tekur ekki tillit til sjónarmiða okkar,“ sagði Jónas. Hann segir mögu- leika til að ráða erlenda sjómenn í stað íslenskra opnast þegar frum- varpið verður að lögum. Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna. „Það er klár þrýsting- ur frá útgerðinni að frumvarpið fari í gegnum þingið. Það er ekki vel gert af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra að þrýsta á Guðmund Hallvarðsson, formann samgönguefndar, að afgreiða mál- ið frá nefndinni,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins. „Við erum verulega ósáttir við þetta frumvarp og höfum ekki legið á þeirri skoðun okkar við þingmanninn og stjórnarmanninn, Guðmund Hallvarðsson, og það kemur að því að menn verða að ákveða hvoru megin borðs þeir vilja vera. Ég skil óánægju minna manna. Ég veit ekki hvað verður meira gert, en vissulega eru menn misjafnlega herskáir,“ sagði Jónas Garðarsson. „Ég veit ekki um hvað félagar mínir hafa verið að tala. Ég ætla að skoða málið áður en ég tjái mig,“ sagði Guðmundur Hall- varðsson alþingismaður, sem er í fríi erlendis. ■ BRUSSEL, AP Atlantshafsráðið, fastaráð Atlantshafsbandalagsins, náði ekki að leysa þann hnút sem kominn er í Íraksdeiluna á sér- stökum neyðarfundi í Brussel í gær. Djúpstæður ágreiningur er innan bandalagsins eftir að Belg- ar, Frakkar og Þjóðverjar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að varnir Tyrklands yrðu efldar vegna hugsanlegs stríðs í Írak. Þjóðirnar telja að slíkar að- gerðir geti grafið undan friðarum- leitunum Sameinuðu þjóðanna. Eftir neyðarfundinn sagði George Robertson, framkvæmdastjóri Nató, að samkomulag væri ekki í sjónmáli. Atlantshafsráðið mun koma aftur saman fyrir hádegi í dag til að reyna að leysa ágreininginn, sem er talinn einn sá mesti í sögu Atlantshafsbandalagsins. Á blaða- mannafundi í Pentagon í gær sagði Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, að svo gæti farið að Bandaríkin og þau 15 bandalagsríki sem styddu eflingu varna Tyrklands mynduðu bandalag fyrir utan Atlantshafs- bandalagið til að ná sínu fram. Hann sagðist þó vona að til þess þyrfti ekki að koma og bandalagið næði samkomulagi í málinu. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, héldu sameiginlegan blaðamannafund í gærkvöldi. Chirac sagði að ekki væri hægt að réttlæta hernaðaraðgerðir gegn Írak og áréttaði þá afstöðu Frakka að hægt væri að ná því markmiði að afvopna Írak með friðsamleg- um leiðum. ■ EKKERT RÉTTLÆTIR HERNAÐARAÐGERÐIR GEGN ÍRAK Jacques Chirac, forseti Frakklands, segir ekkert réttlæta hernaðaraðgerðir gegn Írak. Á blaðamannafundi í gærkvöld með Vladímír Pútín, forseta Rússlands, áréttaði hann þá afstöðu Frakka að hægt sé að ná því markmiði að afvopna Írak með friðsamlegum leiðum. Djúpstæður ágreiningur innan Nató vegna eflingar varna Tyrklands: Neyðarfundur skilaði engu NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 27% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á þriðjudögum? 54% 72% Sjómenn ósáttir við Guðmund Stjórnarmenn í Sjómannafélagi Reykjavíkur ræddu í gær óánægju með störf Guðmundar Hallvarðssonar, ritara félagsins og alþingismanns. Þeir telja hann hafa brugðist félögum sínum. REYKJAVÍK Dálítil él að morgni. Sunnan 8-13 m/s og rigning síðdegis. Hiti 0 til 6 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 18-23 Él 0 Akureyri 15-20 Él 0 Egilsstaðir 8-18 Léttskýjað 2 Vestmannaeyjar 10-15 Rigning 0 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + SJÓNVARP bls. 16 Metáhorf á Jackson TÓNLIST Endurkoma Billy Corgan bls. 18 „Það er ekki vel gert af Sturlu Böðv- arssyni sam- gönguráð- herra að þrýs- ta á Guðmund Hallvarðsson, formann sam- gönguefndar, að afgreiða málið frá nefndinni. M YN D /A P NÚVERANDI OG FYRRVERANDI FORMAÐUR Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er eins og margir félagsmenn ósáttur við störf Guðmundar Halllvarðssonar, fyrrverandi formann sama félags. Sporléttir sölumenn www.eignanaust.is Sími 551 8000 • Fax 551 1160 Vitastíg 12 • 101 Reykjavík Bankastofnanir: Lánsvextir lækka FJÁRMÁL Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti um 0,5% og verða þeir því 5,3% og hafa ekki verið lægri síð- an árið 1994. Bankinn spáir 2% verðbólgu á þessu ári. Í beinu framhaldi af vaxta- lækkun Seðlabankans tilkynnti Landsbankinn að hann hefði ákveðið að lækka vexti óverð- tryggðra inn- og útlána um 0,5% þann 21. febrúar. Þá hyggst Landsbankinn einnig lækka verð- tryggða vexti, en í byrjun næstu viku verður tilkynnt hversu mikið. Íslandsbanki tilkynnti einnig í gær að hann hygðist lækka óverð- tryggða vexti um 0,5% og verð- tryggða vexti um 0,2%. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.