Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 24
Stríð og friður eru deilumál verald-ar nú sem fyrr. Hússein á gereyð- ingarvopn og nú er um að gera að æsa hann nógu mikið upp til að hann noti þau. Hið unga stórveldi í vestri blæs á ævaforna Evrópuþursinn. Hver nennir að skoða söguna sem sýnir að stríð skili litlu? Nei, til þess er of mikið í húfi – olía, heiður og vin- ir í Ísrael. Einangrun, einstefna og einfeldni er mottóið í stjórnklefanum. Farþegarnir næla sér í gluggasæti og vona að við stjórnvölinn sé einhver með skýra hugsun og gott hjartalag. Þar sitja líka íslenskir guttar með englasvip, blindaðir af mikilmennum stórveldanna – sakleysingjar sem aldrei hafa séð verri átök en stutt- buxnaslag í drullupolli. Þeir hrópa stóreygir á styrjöld sem þeir vilja fá að fylgjast með í sjónvarpi. GLÆPUR OG REFSING voru til afgreiðslu hjá æðsta dómstólnum í síðustu viku. Fyrrum þjónn almenn- ings skal sitja meðal ótíndra og sviptur frelsi. Rekum við hegningar- þjónustu eða betrunarþjónustu? Er meðtalin refsing sem menn taka út í fjölmiðlum fyrir alþjóð? Sumum finnst kannski að það svipi til þess að lenda í gapastokki á fjölförnu torgi mánuðum saman, á meðan öðr- um þykir réttvísinni vart fullnægt. MARGIR FORELDRAR önduðu léttar þegar saksóknari í vestur- heimi lýsti því yfir að ekki væri ólöglegt að börn skriðu uppí. Stórt barn í Hvergilandi bauð umheimin- um í einfeldni sinni inn í tilbúinn heim. Eitt og annað var þar öðruvísi en gengur og gerist. Brenglaðast var kannski „venjulega“ fólkið sem tap- aði ráði og rænu, elti lánleysingjann og kastaði sér að fótum hans. Sem betur fer eru kríli um víða veröld sem fá að skríða upp í til mömmu, pabba eða einhverra annarra sem veita þeim öryggi og skjól. Þeirra vegna hefði verið sorglegt að setja lög um smekklása á svefnherbergi. Á MEÐAN lægðirnar standa í bið- röðum við landsteinana leita frón- verjar lækninga hjá göldróttum predikurum sem lækna erfiðustu sjúkdóma með nærverunni einni saman. Þar er nú aðferð sem einhver fór flatt á að beita fyrir um tvöþús- und árum. Gömul spurning þvælist fyrir. Hver er með viti og hver er viti firrtur? ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 25 ára gegn veði í fasteign. Allt að 75%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is Vitið og firringin Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.