Fréttablaðið - 20.02.2003, Side 1
LANDBÚNAÐUR „Margir efuðust en
ég trúði á það sem ég var að gera
þá og ég fagna nú,“ sagði Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra,
um niðurstöður könnunar Sam-
keppnisstofnunnar á verðþróun á
grænmeti og ávöxtum. Hann lýsti
yfir ánægju sinni með þá umtals-
verðu verðlækkun sem orðið hefur
á þessum markaði á síðastliðnum
tólf mánuðum en árangurinn þakk-
aði hann afnámi verðtolla á ýmsum
algengum grænmetistegundum.
Guðni benti enn fremur á að
meðalverð á ávöxtum hefði lækk-
að töluvert á sama tíma, en afnám
tolla náði aðeins til nokkurra
grænmetistegunda. Aðspurður
hvort gengisbreytingar erlendra
gjaldmiðla gætu hafa haft áhrif á
verðþróunina sagðist Guðni ekki
geta útilokað að svo hefði verið
þar sem engar tölur lægju fyrir í
því sambandi. ■
LÍKAMSRÆKT
Hagfræðingur
grennist um
40 kíló
bls. 6
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 20. febrúar 2003
Tónlist 20
Leikhús 20
Myndlist 20
Bíó 22
Íþróttir 18
Sjónvarp 24
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
FUNDUR Anna Lindh,
utanríkisráðherra
Svíþjóðar, fjallar um
reynslu Svía af ver-
unni í Evrópusam-
bandinu, framtíð
sambandsins og hlut-
verk norrænu ríkjanna innan þess
á opnum fundi í stofu 101 í Odda í
Háskóla Íslands. Fundurinn hefst
klukkan 12.
Svíar og Evrópu-
sambandið
KÖRFUBOLTI Liðin í
öðru og þriðja sæti
úrvalsdeildar karla
eigast við þegar KR-
ingar fá Keflvíkinga í
heimsókn. Liðið í
fjórða sæti tekur á
móti liðinu í fimmta sæti þegar
Haukar sækja Tindastól heim.
Snæfell og Hamar mætast í þriðja
leiks kvöldsins. Allir leikirnir hefj-
ast klukkan 19.15.
Toppslagur
í Frostaskjóli
VIÐRÆÐUR Samningamenn Evrópu-
sambandsins og EFTA-ríkjanna
funda um hvernig haga skuli
stækkun evrópska efnahagssvæðis-
ins samhliða stækkun Evrópusam-
bandsins. Gert er ráð fyrir að
starfshópar verði skipaðir en
stærri tíðindi bíði síðari tíma.
Fundað um EES
BORGARSTJÓRN Sjálfstæðismenn í
borgarstjórn svara gagnrýni Þór-
ólfs Árnasonar borgarstjóra á fjár-
málastjórn borgarinnar í stjórnar-
tíð Sjálfstæðisflokksins á borgar-
stjórnarfundi í dag. Búast má við
að málið verði rætt í þaula.
Svara fyrir sig
MYNDLIST
Þjóðarhjartað
í skafrenningnum
FIMMTUDAGUR
43. tölublað – 3. árgangur
bls. 30
AFMÆLI
Ný reynsla
að baki
hverri hrukku
bls. 21
ALMANNAVARNIR „Undirrituð dreg-
ur í efa að fulltrúi dómsmálaráðu-
neytisins hafi rétt til þess að gefa
undirmönnum for-
stöðumanns fyrir-
mæli án samráðs
við hann. Í öllu falli
eru það afleit
vinnubrögð og ekki
í samræmi við góða
stjórnunarhætti,“
segir Sólveig Þor-
valdsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Almannavarna rík-
isins, í bréfi sem hún sendi Sól-
veigu Pétursdóttur dómsmálaráð-
herra á dögunum.
Grunnt hefur verið á því góða
með þeim nöfnum og hefur fram-
kvæmdastjóri Almannavarna
deilt hart á fyrirhugaðan flutning
verkefna Almannavarna til ríkis-
lögreglustjóra. Sólveig Þorvalds-
dóttir segir meðal annars að hún
sem forstöðumaður Almanna-
varna eigi enga aðkomu að undir-
búningsstarfi því sem standi yfir
vegna flutnings verkefna Al-
mannavarna heldur fái hún upp-
lýsingar um það eftir á í fundar-
gerðum frá starfsmönnum sínum.
Ljóst sé að verið sé að ræða annað
og meira en það sem tengist fyrir-
huguðum flutningi.
„Þá er fulltrúi dómsmálaráðu-
neytisins farinn að gefa starfs-
mönnum Almannavarna ríkisins
fyrirskipanir á þessum fundum,“
segir Sólveig Þorvaldsdóttir í
bréfi sínu og bætir við að fram-
koma ráðuneytisins ýti undir
klofning og geri framkvæmda-
stjóra erfitt fyrir að halda utan
um starf stofnunarinnar og þar
með erfitt að bera ábyrgð á starf-
seminni. Framkvæmdastjórinn
fer fram á það við ráðuneytið að
það fari í framtíðinni eftir réttum
boðleiðum þar til annað verður
ákveðið með formlegum hætti.
„Þetta er auðvitað fráleitt og
við áttum okkur ekki á því hvað
hún á nákvæmlega við því hún
nefnir engin dæmi um meint
óeðlileg afskipti. Við erum ein-
göngu að undirbúa þennan flutn-
ing starfseminnar til embættis
Ríkislögreglustjóra sem Alþingi
hefur nú til meðferðar. Það er að
okkar mati fullkomlega eðlilegt
að menn reyni að undirbúa hann
sem best. Það er ekki verið að
gefa þessum fjórum starfsmönn-
um sem færast yfir til ríkislög-
reglustjóra nein fyrirmæli um
eitt né neitt, enda dómsmálaráðu-
neytinu algjörlega kunnugt um
það með hvaða hætti eigi að stýra
ríkisstofnunum og hverjir bera
þar ábyrgð. Bréfið er þess eðlis
að ég mun ræða það við formann
Almannavarnaráðs í vikunni,“
sagði Stefán Eiríksson, skrif-
stofustjóri í dómsmálaráðuneyt-
inu.
the@frettabladid.is
Verðþróun á grænmeti:
Ágæti aðgerðanna sannaðist
„Bréfið er
þess eðlis
að ég mun
ræða það
við formann
Almanna-
varnaráðs.“
REYKJAVÍK Austan 5-10 m/s
nálægt hádegi en suðaustan
8-13 m/s og snjókoma undir
kvöld. Hiti um frostmark.
VEÐRIÐ Í DAG
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 3-5 Skýjað 2
Akureyri 5-10 Snjókoma 4
Egilsstaðir 5-10 Slydda 1
Vestmannaeyjar 5-10 Skýjað 1
➜
➜
➜
➜
–
+
–
–
Segir ráðherra ekki
virða réttar boðleiðir
Framkvæmdastjóri Almannavarna gagnrýnir dómsmálaráðuneytið í bréfi til ráðherra. Hún
segir afskipti af daglegum rekstri óeðlileg og ekki í samræmi við góða stjórnunarhætti. Fráleitar
fullyrðingar, segir fulltrúi ráðuneytisins og hyggst ræða bréfið við formann Almannavarnaráðs.
TVÆR FYRIR EINA Sem dæmi um augljós áhrif af afnámi tolla á ýmsar grænmetistegundir benti Guðni Ágústsson á að í dag fengjust
tvær gúrkur fyrir sömu upphæð og ein gúrka fyrir ári síðan.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
VEÐUR Fyrr í vikunni var hitastigið í
Reykjavík hærra en á Malaga á
suðurodda Spánar. Er það fátítt:
„Það er hæð yfir Evrópu sem
dælir köldu lofti niður á sólar-
strendurnar. Um daginn var 9 stiga
hiti í Reykjavík en 8 stiga hiti á
Malaga. Munurinn er þó sá að það
eru minni læti í veðrinu þar,“ segir
Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræð-
ingur, sem spáir þó ekki vel um
helgarveðrið: „Það er gróðrarstía
fyrir lægðir suður af landinu og þar
fjölga þær sér ört. Þetta eru smá-
lægðir en þær geta verið erfiðar og
færa okkur að öllum líkindum rok
og rigningu um helgina. Föstudag-
urinn verður verstur, sunnudagur-
inn næstverstur en laugardagurinn
skástur en þó alls ekki góður,“ seg-
ir Sigurður. Frostlaust verður. ■
Rok og rigning
um helgina en...
Hlýrra í
Reykjavík en
á Malaga
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2002
28%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
fimmtu-
dögum?
53%
72%