Fréttablaðið - 20.02.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 20.02.2003, Síða 2
2 20. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN Í skýrslu OECD er talað um að banaslys séu fleiri í umferðinni á Íslandi en flestum öðrum Evrópu- löndum. Sigurður Helgason hefur hins vegar talað um að sé miðað við árin 1995-1999 þá standi Ís- land alls ekki illa gagnvart öðrum löndum. Sveifla hafi orðið upp á við 2000-2001. „Þeim hefur fjölgað, en þess ber að geta að næstu fimm á undan voru banaslys í sögu- legu lágmarki á Íslandi. En menn verða að snúa slæmri þróun við og það er hægt.“ SPURNING DAGSINS Sigurður, hefur banaslysum fjölgað eða fækkað síðustu ár? Dagskrá 8:30 8:40 8:50 9:20 9:30 Morgunverðarfundur föstudaginn 21. febrúar í Víkingasal Hótel Loftleiða. Mæting – LFK býður upp á kaffi Ávarp Bryndís Bjarnason, varaformaður LFK Aðild að Evrópusambandinu frá sjónarmiði heimilanna Andrés Pétursson, sérfræðingur í mál- efnum ESB Umræður Magnús Stefánsson alþingismaður stjórnar umræðum Fundi slitið Fundarstjóri: Helga S. Harðardóttir, verkefnisstjóri og frambjóðandi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi Allir velkomnir Stjórn Landssambands framsóknarkvenna Aðild að Evrópusambandinu frá sjónarmiði heimila og fjölskyldna í landinu. Skiptir aðild máli fyrir heimilisbókhaldið? SUÐUR-KÓREA, AP Íkveikjan í lest- arvagni í Suður-Kóreu var mislukkuð sjálfsmorðstilraun, að sögn lögreglumanna sem yfir- heyrt hafa manninn sem stóð á bak við ódæðið. Maðurinn, sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða, sagði við yfirheyrslur að hann hefði ekki getað hugsað sér að deyja einn og því ákveðið að svipta sig lífi á fjölmennum stað og taka aðra með sér í dauð- ann. Þessi yfirlýsing er aðstand- endum fórnarlamba mannsins lítil huggun en þeir hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir það hve treglega hefur gengið að bera kennsl á hina látnu. Einnig hafa heyrst raddir um það að öryggi sé stórlega ábótavant í neðanjarðar- lestakerfi borgarinnar. ■ ÞJÓÐARSORG Margir lögðu blóm við lestarstöðina til að minnast þeirra sem létust í eldsvoðanum. Tala látinna er komin upp í 125 en enn er verið að leita að líkamsleifum í flaki lestarinnar. Eldsvoði í neðanjarðarlest: Mislukkuð en dýrkeypt sjálfsmorðstilraun 11. september: Dæmdur fyrir aðild HAMBORG, AP Marokkóskur nemi í Þýskalandi hefur verið fundinn sekur um að hafa átt þátt í hryðju- verkunum í New York og Wash- ington 11. september árið 2001. Maðurinn er sá fyrsti til að vera fundinn sekur í slíku sakamáli. Hann var dæmdur til 15 ára fang- elsisvistar eftir að hafa verið fundinn sekur um 3.045 ákæruat- riði vegna aðildar að morðum og morðtilraunum. Mounir el Motassadeq var fund- inn sekur um að vera í hryðju- verkasamtökum sem hefðu skipu- lagt hryðjuverkaárasirnar. Hann neitaði öllum sakargiftum. ■ FRAMKVÆMDIR Ríki og borg hyggj- ast samanlagt veita um níu millj- örðum króna í auknar fram- kvæmdir á næstu tveimur árum. Aðgerðirnar eru hugsaðar til þess að sporna gegn auknu atvinnu- leysi í landinu og þeim slaka sem kominn er í efnahagslífið. Ríkisstjórnin tilkynnti í síðustu viku að hún hygðist setja 6,3 millj- arða króna í ýmsar framkvæmdir á næstu 18 mánuðum. Borgin hyggst nú flýta framkvæmdum fyrir um þrjá milljarða á næstu tveimur árum. Ekki er um varan- legar efnahagslegar aðgerðir að ræða heldur eru þær hugsaðar til þess að brúa bilið þar til megin- þungi stóriðjuframkvæmdanna leggst á, en það verður ekki fyrr en árin 2005 til 2007. Á stjórnarfundi Orkuveitunnar í næstu viku verður tekin ákvörð- un um það hvaða framkvæmdum Orkuveitan mun flýta, en hún hyggst flýta framkvæmdum fyrir 1,2 til 1,7 milljarða króna. Í næstu viku verður einnig kynnt hvaða framkvæmdum borgarverkfræð- ingur telur að hægt sé að flýta. ■ AUKNAR FRAM- KVÆMDIR FRAM UNDAN Ríkisstjórnin tilkynnti í síðustu viku að hún hygðist setja 6,3 milljarða króna í ýmsar framkvæmdir á næstu 18 mán- uðum. Borgin hyggst nú flýta fram- kvæmdum fyrir um þrjá milljarða. Borgaryfirvöld fylgja fordæmi ríkisins og flýta framkvæmdum fyrir þrjá milljarða: Níu milljarðar til eflingar atvinnulífs LITLAR BREYTINGAR Þingmanna- tala Norðausturkjördæmis yrði óbreytt ef kosið yrði nú sam- kvæmt skoðanakönnun sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um fylgi flokka í kjördæminu. Samkvæmt könnun- inni vinnur Samfylking á en aðrir tapa. Framsókn tapar mestu. Breytingarnar raska þó ekki þingsætum í kjördæminu. Samræmd próf: Seltirningar hæstir SKÓLAMÁL Nemendur 7. bekkjar á Seltjarnarnesi sýndu góðan ár- angur í samræmdum könnunar- prófum í haust. Voru nemendur með 6,2 í meðaleinkunn í íslensku en sú einkunn var sú hæsta yfir landið. Þá voru nemendur með næsthæstu meðaleinkunn í stærð- fræði, eða 5,9. Samanlögð einkunn 7. bekkjar var sú hæsta á höfuð- borgarsvæðinu. Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, segir hina mikla áherslu sem bærinn hafi lagt á öfluga skóla í gegnum tíðina vera að skila sér í góðum árangri nemenda. Árangur 7. bekkjar nú sé sá besti frá því sam- ræmd könnunarpróf hófust í 4. og 7. bekk árið 1997. ■ Brotist inn í fimm bíla: Tveir menn handteknir LÖGREGLUMÁL Tveir menn um tví- tugt voru handteknir í Reykjavík grunaðir um að hafa brotist inn í fimm bíla. Höfðu mennirnir brotið rúðu í bíl bæði í Skipholti og Sunda- höfn og stolið hljómflutningstækj- um. Þá bárust fleiri tilkynningar í gærmorgun um innbrot. Farið var inn í tvo bíla á bílastæði Heklu á Laugavegi og eins var brotist inn í bíl við Vatnagarða. Þaðan var stolið sjónvarpsskjá og síma. Lögregla kannar nú hvort mennirnir hafi komið við sögu í öllum innbrotunum. ■ SKATTAMÁL Símon Á. Gunnarsson, endurskoðandi hjá KPMG, segir fjarri öllum sanni að hann sitji á sakabekk skattrannsóknarstjóra eins og skilja megi af umfjöllun Morgunblaðsins um skattamál Jóns Ólafssonar. Símon segir ásakanir á hendur sér eingöngu í þeirri skýrslu sem snúist aðeins um sölu Jóns Ólafs- sonar & Co. sf. (JOCO) á hluta- bréfum í Fjölmiðl- un hf., sem nú heitir Norðurljós, á árinu 1998. „Ásakanir SRS eru þær að sala hlutabréfanna hafi í reynd átt sér stað á árinu 1999 og að ég hafi rangfært bókhald og ársreikninga JOCO með því að færa sölu hluta- bréfanna á árið 1998 en ekki árið 1999. Auk þess gerir skattrann- sóknarstjóri athugasemdir við verðlagningu hlutabréfanna,“ segir Símon. Símon segist hafa tilgreint við ríkisskattstjóra sjö atriði sem studd séu skjölum sem sýni glögg- lega fram á að sala hlutabréfanna átti sér stað á árinu 1998. „Þrjú af þessum sjö skjölum voru í vörslu skattrannsóknarstjóra við vinnslu rannsóknarinnar og var starfs- mönnum embættisins í lófa lagið að ganga úr skugga um innihald þeirra,“ segir hann. Að sögn Símonar er það ekki í verkahring endurskoðenda að koma að hugsanlegum athuga- semdum um verðlagningu í við- skiptum milli aðila í áritun eða í ársreikningi viðkomandi fyrir- tækis. Símon telur að sýnt hafi verið fram á með óyggjandi hætti að ásakanir SRS á hendur sér eigi ekki við rök að styðjast. „Það er óásættanlegt að með þessum hætti sé vegið að starfs- heiðri mínum sem löggilts endur- skoðanda og um leið sé rýrð kast- að á trausta ásjónu endurskoðun- arskrifstofunnar KPMG,“ segir Símon að endingu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Stjórn KPMG sagðist jafn- framt hafa farið yfir gögn málsins og komist að þeirri niðurstöðu að ávirðingar skattrannsóknarstjóra ættu ekki við rök að styðjast. gar@frettabladid.is NORÐURLJÓS „Það er óásættanlegt að með þessum hætti sé vegið að starfsheiðri mínum sem löggilts endurskoðanda og um leið sé rýrð kastað á trausta ásjónu endurskoðunarskrifstofunnar KPMG,“ segir Símon Á. Gunnarsson um ávirðingar á hendur sér í tengslum við Jón Ólafs- son, aðaleiganda Norðurljósa. Símon segir að innan tíðar sé von á sérstakri skýrslu skatt- rannsóknarstjóra um skattamálefni Norðurljósa. Endurskoðandi segist saklaus Símon Á. Gunnarsson, endurskoðandi hjá KPMG, segir að sýnt hafi verið fram á að ásakanir skattrannsóknarstjóra á hendur sér eigi ekki við rök að styðjast. Stjórn KPMG segist hafa komist að sömu niðurstöðu. Ekki í verka- hring endur- skoðenda að koma að hugsanlegum athugasemd- um um verð- lagningu í við- skiptum. LILJA MÓSESDÓTTIR Brautryðjandi í Borgarfirði. Bifröst í Borgarfirði: Fyrsti kven- prófessorinn HÁSKÓLAR Doktor Lilja Mósesdótt- ir hefur verið ráðin prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst en Lilja er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors í viðskipta- og hagfræðigreinum við íslenskan háskóla. Stjórnarnefnd Viðskipta- háskólans í Bifröst ákvað að skipa Lilju í prófessorsstöðuna á grund- velli mats sérstakrar dómnefndar. Lilja Mósesdóttir varði á sínum tíma doktorsritgerð sína við há- skólann í Manchester en hafði áður lokið MA-gráðu í hagfræði við háskólann í Sussex. Þá er Lilja með BA-gráðu í viðskiptum og hagfræði frá háskólanum í Iowa. Undanfarin ár hefur Lilja starfað sem sérfræðingur og kennari við háskóla hér á landi, í Svíþjóð og á Grænlandi. Nýlega var gefin út í Bretlandi bók eftir doktor Lilju sem ber heitið The Interplay Between Gender, Markets and the State in Sweden, Germany and the United States. ■ AFRÍKA LEYNISKYTTUR VERJA ÍÞRÓTTA- MENN Mikill öryggisviðbúnaður er í kringum heimsmeistaramótið í krikket sem hefst í Kenýa í næstu viku. Suður-Afríka hefur lagt fram leyniskyttur, sprengju- sérfræðinga og eftirlitsflugvél til að tryggja öryggi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.