Fréttablaðið - 20.02.2003, Side 14
14 20. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Mig langar að skrifa aðeinsmeira um persónur í pólitík.
Það getur verið snúið fyrir stjórn-
málaflokka að fóstra leiðtoga
sína. Flokkarnir
þurfa að byggja þá
upp svo þeim tak-
ist að fylla upp í
hlutverkið og
halda jafnvæginu
milli flokks og
leiðtoga svo
flokknum líði vel í
leiðtoganum og leiðtoganum í
flokknum. Flokksleiðtogi þarf að
vera viss um stuðning flokksins
til að geta verið sannfærandi tals-
maður hans út á við. Flokksmenn
eiga að fylgja leiðtoganum – en þó
aðeins að leiðtoginn fylgi flokkn-
um. Hann á ekki að stýra flokkn-
um heldur drekka í sig mismun-
andi sjónarmið flokksmanna og
mæla fyrir stefnu sem breiðust
samstaða er um. En þetta vita svo
sem allir.
Í keppni flokkanna um hylli
kjósenda eiga þeir til að blása út
verðleika leiðtoga sinna og hylma
yfir bresti þeirra. Eins og þetta er
eðlileg ráðstöfun þá getur hún
orðið dálítið hættuleg – einkum
þegar barátan er hörð og leiðtog-
inn góður. Það er freistandi að
beita enn frekar fyrir sig leiðtoga
sem aflar atkvæða. Ef þetta er
hins vegar gert æ ofan í æ hverf-
ur flokkurinn að baki leiðtogans
og persóna hans verður smátt og
smátt það sem kallað er í Ameríku
„Bigger than life“.
Menn verða stærri en lífið þeg-
ar þeim eru eignuð afrek annarra
í stórum stíl. Kjarval var til dæm-
is kostulegur karakter og fyndinn.
En hann var aldrei svo kostulegur
eða fyndinn að hann hafi afrekað
eða sagt allt það sem er eignað
honum. Sá Kjarval sem við þekkj-
um er verk fjölda manna. Kjarval
skaðast ekki svo af þessu þar sem
hann er látinn. Það er hins vegar
vonlaus staða að vera stærri en
lífið á meðan menn eru enn a lífi.
Og ef menn trúa því sjálfir eru
þeir í virkilega vondum málum.
Churchill var sameiningartákn
Breta í seinni heimstyrjöld og tal-
aði kjark í þjóðina. Hann stóð sig
vel í þessu hlutverki. Það er hins
vegar spurning hvort þjóðin hafi
ekki skipað hann í þetta hlutverk
og gefið orðum hans merkingu
með viðbrögðum sínum.
Churchill var fremstur meðal
jafningja einmitt vegna þess að
hann kom fram við þjóð sína sem
slíkur – jafningi.
Flokksmönnum, sem finnst
þeir heppnir með fengsælan for-
ingja, ættu því að varast að blása
um of út mikilvægi hans. Það er
flokknum, fólkinu og foringjan-
um hollast að ímynd foringjans sé
með útblásið brjóst og sperrtan
hnakka – en báða fætur á jörð-
inni. ■
Það er hins
vegar vonlaus
staða að vera
stærri en lífið á
meðan menn
eru enn á lífi.
Miklir – en ekki of miklir – leiðtogar
heldur áfram að skrifa um menn og
málefni í íslenskum stjórnmálum.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.isOD
DI
H
F
J
37
55
/1
Með skírskotun til hinnar mikluþýðingar, sem útgerðin hefir
fyrir þjóðarbúskapinn, hafa mörg
útgerðarfyrirtæki verið rekin með
tapi ár eftir ár, án þess að um væri
breytt. Og bankarnir hafa lánað fé
til þeirra, - þ.e.a.s. þeir hafa haldið
uppi þeirri starfsvenju, að lána út
fé til skuldunauta, sem ekki hafa
átt kröfu á lánstrausti, jafnvel ekki
átt fyrir skuldum, og þar með sleg-
ið af kröfum heilbrigðs banka-
reksturs. Með skírskotun til þjóð-
arhagsmunanna hefir hin sjálf-
sagða grundvallarregla heilbrigðs
auðvaldsbúskapar, að þeir, sem
duglausir eru eða illa hafa reynzt,
víki fyrir nýjum kröftum, verið
gerð að engu, og aðgerðir þær, sem
yfirlýst stefna í peningamálum
þjóðarinnar hefir krafizt, orðið að
víkja. ... Skipan bankastjórnar
Landsbankans á áreiðanlega sinn
þátt í þessu. ...
Mennirnir, sem stjórna eiga
slíkum banka, mega ekki undir
neinum kringumstæðum vera full-
trúar sérhagsmunanna.“
Hljómar þetta kunnuglega?
Þessi orð voru skrifuð og birt í
bók árið 1938. Höfundur hennar er
dr. Benjamín Eiríksson. Orð hans
hafa átt við fram á allra síðustu
daga að minnsta kosti, svo sem
ráða má meðal annars af áfram-
haldandi skuldasöfnun útvegsfyr-
irtækja. Skuldir útvegsins hafa
aukizt hröðum skrefum síðan 1995:
það ár námu þær innan við 100
milljörðum króna, en nú nema þær
næstum 200 milljörðum, enda þótt
fiskafli hafi farið minnkandi á Ís-
landsmiðum. Til að tryggja hags-
muni útvegsfyrirtækjanna og aðra
skylda hagsmuni þurfti auðvitað
að vanda mannvalið í bönkunum.
Þess vegna meðal annars dróst
sala ríkisbankanna svo mjög á
langinn, miklu lengur en víðast
hvar í Austur-Evrópu.
Og því þarf engum í rauninni að
koma það á óvart, hvers vegna
stjórnvöld hafa ekki treyst sér til
að virða hvort heldur þjóðareign-
arákvæði fiskveiðistjórnarlaganna
frá 1988 eða jafnréttisákvæði
stjórnarskrárinnar skv. úrskurði
Hæstaréttar frá 1998. Bankarnir
hafa haldið áfram að veita lánsfé
til útvegsfyrirtækja með veði í
aflakvótum, sem eru þó sameign
þjóðarinnar samkvæmt lögum.
Fróðlegt verður að fylgjast með
því, hvort nýir eigendur Lands-
bankans muni leyfa stjórnendum
bankans að halda uppteknum
hætti.
En nú er Landsbankinn þó loks-
ins kominn í hendur nýrra eig-
enda. Og þá gerist það, að hinir
nýju eigendur ákveða að bjóða
framkvæmdastjóra og helzta fjár-
aflamanni Sjálfstæðisflokksins að
sitja áfram í bankaráðinu. Og
hann þiggur boðið! Honum bar að
hafna þessu boði af velsæmis-
ástæðum, til dæmis til að vekja
ekki grunsemdir um það, að kaup-
endur bankans hafi fengið mynd-
arlegan afslátt af kaupverðinu á
kostnað almennings gegn því að
tryggja honum, flokkserindrekan-
um, sætið í bankaráðinu.
Nýr formaður bankaráðsins,
oddviti hinna nýju eigenda, segist
með þessari skipan vilja tryggja
tengslin við fortíðina. Fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins sat og situr enn í bankaráði
Landsbankans á einni og aðeins
einni forsendu – sömu forsendu
og skilaði Kristni Finnbogasyni,
Lúðvík Jósepssyni og mörgum
fleiri stjórnmálamönnum inn í
bankaráðið fáeinum árum fyrr.
Enginn þessara manna sat í
bankaráðinu í krafti þekkingar á
efnahags- og atvinnumálum þjóð-
arinnar. Þeim var þar ætlað annað
hlutverk.
Mér er ekki kunnugt um nokk-
urt dæmi þess frá nálægu landi,
ekki heldur frá Rússlandi, að
stjórnvöld selji ríkisbanka í hend-
ur einkaaðila gegn því, að fram-
kvæmdastjóri leiðandi flokks í rík-
isstjórninni sitji áfram í bankaráð-
inu – og tryggi flokki sínum þar
með áfram aðgang að upplýsing-
um um öll helztu málefni bankans
og viðskiptavina hans, en einmitt
það hefur verið einn höfuðtilgang-
ur ríkisbankarekstrar á Íslandi frá
árdögum bankakerfisins.
Flokkarnir hafa misnotað
bankakerfið miskunnarlaust í eig-
in þágu og umbjóðenda sinna frá
fyrstu tíð. Þess vegna bar – og ber
enn – brýna nauðsyn til að rjúfa
tengsl bankanna við stjórnmála-
flokkana og fortíðina, til að „þeir,
sem duglausir eru eða illa hafa
reynzt, víki fyrir nýjum kröft-
um“.
Einkavæðingu Landsbankans
er bersýnilega ekki lokið. ■
Samkeppnisstofnun svarar Sauðárkróksbakaríi:
Hækkun raforku-
verðs skekkir ekki
samkeppni
SAMKEPPNISMÁL Hækkun á raf-
orkuverði til Sauðárkróksbakarís
skekkir ekki samkeppnisstöðu
þess að mati samkeppnisráðs.
Sauðárkróksbakarí sendi Sam-
keppnisstofnun erindi síðastliðið
sumar þar sem kvartað var yfir
raforkuverðshækkunum í Skaga-
firði í kjölfar yfirtöku RARIK á
Rafveitu Sauðárkróks um áramót-
in 2001 til 2002. Í erindinu segir að
raforkuverðið hafi hækkað um
55% til 116%. Kveður bakaríið
það skekkja samkeppnisstöðuna,
þar sem inn á markaðssvæði þessi
streymi brauð og kökur víða að, til
að mynda frá Reykjavík og Akur-
eyri.
Í niðurstöðum samkeppnisráðs
segir að öll bakarí á veitusvæði
RARIK njóti sams konar kjara.
Ekki sé hægt að bera saman orku-
verð á milli mismunandi orku-
veitna, þar sem dreifingar- og um-
sýslukostnaður sé mismunandi.
Þá bendir ráðið á að þær vörur
sem bakarí framleiði hafi tak-
markað geymsluþol og því sé
landfræðilegur markaður afar
takmarkaður.
Í ljósi þessa telur samkeppnis-
ráð að Sauðárkróksbakarí sé á
öðrum markaði en bakarí á
Reykjavíkursvæðinu og því
skekki það ekki markaðsstöðu
þess í skilningi samkeppnislaga
að mismunur sé á raforkutöxtum
til bakaría hjá RARIK annars veg-
ar og Orkuveitu Reykjavíkur hins
vegar. ■
Banvæn mistök:
Fékk vitlaus
líffæri
BANDARÍKIN, AP Líf mexíkóskrar
unglingsstúlku hangir á bláþræði
eftir að grædd voru í hana hjarta og
lungu úr mann-
eskju sem ekki
var í réttum
b l ó ð f l o k k i .
Sjúkrahúsyfir-
völd telja engar
líkur á því að
nýr líffæra-
gjafi finnist í
tæka tíð til að
bjarga stúlkunni. Löng bið er eftir
aðgerðum að þessu tagi í Mexíkó og
því hafði móðir stúlkunnar smyglað
henni yfir landamærin til Banda-
ríkjanna til þess að hún gæti komist
í aðgerð þar. Sú ákvörðun reyndist
fjölskyldunni dýrkeypt. Fljótlega
eftir aðgerðina tóku náttúruleg
mótefni í líkama stúlkunnar að ráð-
ast gegn líffærunum. Við nánari at-
hugun kom í ljós að líffæragjafinn
hafði verið í blóðflokki O en stúlkan
er í A. ■
prófessor í Háskóla
Íslands skrifar um
bankaráð Lands-
bankans.
ÞORVALDUR
GYLFASON
Um daginn
og veginn
Tengslin við fortíðina
TAKMARKAÐ GEYMSLUÞOL
Samkeppnisráð bendir á að þær vörur sem bakarí framleiði hafi takmarkað geymsluþol
og því sé landfræðilegur markaður afar takmarkaður.
BEÐIÐ
Fjölskyldan getur fátt
gert annað en að
bíða.
Vegið að
starfsheiðri
Kjartan Kristjánsson sjóntækjafræðingur
skrifar:
Eins og kunnugt er stendur núyfir deila milli augnlækna og
sjóntækjafræðinga um löggjöf er
veitir þeim fyrrnefndu einkarétt til
þess að stunda sjónmælingar. Af
þessu tilefni óskaði Fréttablaðið
eftir sjónarmiðum þessara fagað-
ila. Þau birtust svo í fimmtudags-
blaðinu þann 13. febrúar síðastlið-
inn. Ekki verður hjá því komist að
gera alvarlegar athugasemdir við
það sem fram kom í grein Elínborg-
ar Guðmundsdóttur, formanns fé-
lags augnlækna.
Elínborg segir í grein sinni:
„Fyrir nokkrum árum fengu sjón-
tækjafræðingar til sín mann að
utan sem hélt námskeið í sjónmæl-
ingum. Við teljum að það geti tæp-
lega talist til jafns við fullgilt nám.“
Sjóntækjafræðingar með viðbótar-
menntun í sjónfræði eru allflestir
með eins menntun, það er að segja
frá sama skóla í Noregi. Þannig hef-
ur íslenskum sjóntækjafræðingum
gefist kostur á að læra sjónmæling-
ar í tveggja ára námi í áföngum.
Hingað til lands komu lektorar frá
Högskolen í Buskerud (norski opti-
keraskólinn), en þeir sáu um
kennsluna. Ábyrgðaraðili námsins
er Nordisk Optiker Råd. Norski
skólinn fékk prófessor Robert
Fletcher frá City University í
London til þess að hafa yfirumsjón
með náminu og Árna Finnsson pró-
fessor til að hafa eftirlit með próf-
um. Þess skal sérstaklega getið að
menntamálaráðuneytið veitti
styrk til námsins, sem er á há-
skólastigi. Eins og sjá má af ofan-
rituðu er lýsing Elínborgar á námi
sjóntækjafræðinga í hæsta máta
villandi. Veldur það mér sérstökum
áhyggjum að hún skuli kjósa að
vega að starfsheiðri þess ágæta
fagfólks sem staðið hefur fyrir
námi í sjónmælingum og gera lítið
úr norrænu samstarfi, styrktu af
menntamálaráðuneytinu. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T