Fréttablaðið - 20.02.2003, Page 19
19FIMMTUDAGUR 20. febrúar 2003
FÓTBOLTI
16.45 RÚV
Handboltakvöld. Endursýndur
þáttur frá miðvikudagskvöldi.
17.50 Sýn
Sportið með Olís. Fjallað er um
helstu íþróttaviðburði heima og
erlendis.
18.20 Sýn
Western World Soccer Show.
Heimsfótbolti West World.
19.35 Sýn
Bein útsending frá fyrri leik Aux-
erre og Liverpool í 4. umferð Evr-
ópukeppni félagsliða.
21.40 Sýn
Evrópska PGA-mótaröðin í golfi.
Sýnt frá Johnnie Walker Classic-
mótinu.
22.30 Sýn
Sportið með Olís. Fjallað er um
helstu íþróttaviðburði heima og
erlendis.
23.00 Sýn
HM 2002. Upptaka frá leik
Suður-Afríku og Slóveníu á HM í
Asíu síðastliðið sumar.
0.45 Sýn
Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi.
Sýnt frá AT&T Pebble Beach-mót-
inu.
1.45 Sýn
Football Week UK. Greint frá nýj-
ustu fréttunum úr enska boltan-
um.
19.15 DHL-höllin
KR tekur á móti bikarmeisturum
Keflavíkur í Intersport-deildinni í
körfubolta. KR-ingar eru í næst-
efsta sæti deildarinnar en Keflvík-
ingar í sætinu fyrir neðan. Aðeins
tvö stig skilja liðin að.
ÍÞRÓTTIR Í DAG 19.15 Sauðárkrókur
Tindastóll og Haukar mætast í
Intersport-deildinni í körfubolta.
19.15 Stykkishólmur
Snæfell tekur á móti Hamri frá
Hveragerði í Intersport-deildinni í
körfubolta. Snæfell er í 10. sæti
deildarinnar en Hamar í því áttunda.
FÓTBOLTI David Beckham, leikmað-
ur Manchester United, segir að
andrúmsloftið í herbúðum liðsins
sé mjög gott og að atvikið þar sem
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
liðsins, sparkaði skó í andlit hans,
sé að baki.
„Ég vil fullvissa alla aðdáendur
Manchester United um að and-
rúmsloftið er mjög gott. Atvikið í
búningsherberginu var bara eitt
af þessum atvikum. Það tilheyrir
nú fortíðinni,“ sagði Beckham í
yfirlýsingu sinni. ■
David Beckham:
Atvikið
tilheyrir
fortíðinni
BECKHAM
David Beckham fékk lítinn skurð fyrir ofan
augabrúnina eftir að Ferguson sparkaði
fótboltaskó í andlit hans eftir tapleik gegn
Arsenal í bikarkeppninni.
Arsene Wenger, knattspyrnu-stjóri Arsenal, segist vera
jafn metnaðargjarn og kollegi
hans, Alex Ferguson hjá
Manchester United, en hafa betri
stjórn á skapi sínu. Wenger er
talinn einn prúðasti knattspyrnu-
stjóri ensku úrvalsdeilarinnar.
Hann segist þó vera afar tapsár
en telur litlar líkur á að hann
muni sparka takkaskóm í andlit
leikmanna sinna líkt og Ferguson
gerði við David Beckham um síð-
ustu helgi.
Svo gæti farið að David Sea-man, markvörður Arsenal,
missi af leiknum gegn
Manchester City um næstu
helgi. Seaman meiddist í leik
gegn Ajax í Meistaradeild Evr-
ópu á þriðjudaginn var. Seaman
meiddist á mjöðm og þurfti
Stuart Taylor að leysa hann af
hólmi. Leikurinn endaði með
jafntefli, 1-1.