Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2003, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 20.02.2003, Qupperneq 20
20 20. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR hvað? hvar? hvenær? FUNDUR Næst á eftir Göran Pers- son forsætisráðherra er utanrík- isráðherra Svíþjóðar, Anna Lindh, sá stjórnmálamaður sem hvað mest kveður að í Svíþjóð. Hún þykir líklegur arftaki Pers- sons. Í hádeginu í dag gefst kostur á að hlusta á Önnu Lindh flytja fyrirlestur í Háskóla Íslands. Hún ætlar að fjalla um reynslu Svía af verunni í Evrópusam- bandinu. Einnig ætlar hún að velta fyrir sér framtíð sam- bandsins og hugsanlegu hlut- verki Norðurlandanna innan þess. „Hún er ein aðalstjarnan í sænska kratahópnum,“ segir Birgir Hermannsson stjórn- málafræðingur, sem er nýlega fluttur heim frá Svíþjóð. „Hún var umhverfisráðherra áður og formaður ungliðahreyfingar flokksins. Hún er mjög ung til að vera í þessu embætti, en Pers- son hefur lyft mjög undir hana.“ Svíar gengu í Evrópusam- bandið árið 1995 og hafa því nokkra reynslu af aðildinni. „Lengst af hafa skoðanakannan- ir bent til þess að Svíar væru í meirihluta á móti aðildinni, en það virðist vera að breytast. Þeir eru kannski farnir að venjast við.“ ■ Utanríkisráðherra Svíþjóðar í hádeginu: Reynsla Svía af Evrópusambandinu ANNA LINDH, UTANRÍKISRÁÐHERRA SVÍÞJÓÐAR Hún þykir líklegur arftaki Perssons forsætisráðherra. FUNDIR 12.00 Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Anna Lindh, heldur opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101. Hún fjallar um reynslu Svía af verunni í Evrópusambandinu, um framtíð sambandsins og hugsanlegt hlutverk Norðurland- anna innan þess. 13.30 Ráðstefna í Norræna húsinu um mátt og möguleika hönnunar. Fyrirlesarar verða bæði íslenskir og erlendir, meðal annars Guð- mundur Oddur Magnússon, pró- fessor og grafískur hönnuður. 16.00 Opið hús hjá Sögufélagi, Fischer- sundi 3, á útgáfudegi bókarinnar Samvinnuhreyfingin í sögu Ís- lands. Bókin kemur út í tilefni af aldarafmæli Sambands íslenskra samvinnufélaga á síðastliðnu ári. Aðalhöfundur er Helgi Skúli Kjart- ansson sagnfræðingur. Boðið verður upp á veitingar og eru áskrifendur bókarinnar hvattir til að líta inn. 16.15 Sigríður Valgeirsdóttir fjallar um örflögutækni til genarannsókna á málstofu í sal Krabbameinsfé- lags Íslands, efstu hæð. 20.00 Arkitektinn Gary Bates frá „Space Group“ í Noregi heldur fyrirlestur um verk stofunnar í Hafnarhús- inu. Verk „Space Group“ er aðal- lega að finna í Hollandi og Nor- egi. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum dagskrárnefnar Arkitekta- félags Íslands. 20.00 Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur fyrir fræðslufundi í safnaðarheimili Há- teigskirkju, 2. hæð. Þar mun Rósa Kristjánsdóttir fjalla um sorg og úrvinnslu við systkinamissi. Fræðslan er ætluð fólki á öllum aldri og allir eru velkomnir. 20.00 Fræðslufundur um fíkniefnamál fyrir foreldra í 9. bekk Valhúsa- skóla. 20.00 Samtök lungnasjúklinga halda í kvöld fyrsta félagsfund sinn á þessu ári. Gestur fundarins er Dóra Lúðvíksdóttir lungnasér- fræðingur. Erindi Dóru mun fjalla um nýjungar í lungnarannsókn- um. Fundurinn verður haldinn í nýjum aðalbækistöðvum SÍBS í Síðumúla 6. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. 20.00 Mario Rosenberg, M.D. heldur fyr- irlestur um næringu, heilsu og notkun fæðubótarefna á Grand Hótel. Aðgangur er opinn öllum dreifingaraðilum Herbalife og fag- fólki úr heilbrigðisstéttum. 21.00 Ársfundur Hins íslenska Biblíufé- lags verður haldinn í safnaðar- heimili Langholtskirkju í beinu framhaldi af tónlistardagskrá úr Davíðssálmum. Guðrún Kvaran, formaður þýðingarnefndar Gamla testamentisins, gerir á fundinum grein fyrir þýðingarstarfinu. OPNUN 17.00 Magnús Óskar Magnússon ljós- myndari opnar sýningu í Spari- sjóði Garðabæjar, Garðatorgi 1. TÓNLEIKAR 19.30 Svisslendingurinn með íslenska nafnið, Baldur Brönniman, ætlar að stjórna Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í kvöld í forföllum Gilberts Varga. Sigrún Eðvaldsdóttir leikur fiðlukonsert eftir Samúel Barber. Einnig verða leikin verk eftir Maurice Ravel og Camille Saint- Saëns. 20.00 Kammerkór og Gradúalekór Langholtskirkju flytja valda Dav- íðssálma í Langholtskirkju í tilefni af útkomu nýrrar þýðingar sálm- anna. Tónlistin er allt frá gregoríönskum stíl til Árna Harð- arsonar. 20.00 Slagverks-, dans- og sönghópur- inn Tanhatu Marimba verður í Salnum í Kópavogi í kvöld. Þetta er í annað sinn sem hópurinn heimsækir Ísland. Hann hélt fjölda tónleika í grunnskólum landsins fyrir réttu ári. Stúlkurnar koma frá Frederikstad í Dan- mörku og ein þeirra er íslensk. LEIKSÝNINGAR 20.00 Sölumaður deyr eftir Arthur Mill- er sýnt í síðasta sinn á Stóra sviði Borgarleikhússins. 20.00 Tvöfaldi farsinn Allir á Svið eftir Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrður af Gísla Rúnari Jóns- syni. 20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son á Litla sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Maðurinn sem hélt að konan sín væri hattur, byggt á sögum rómantíska taugafræðingsins Oli- ver Sacks, er sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir Tattú eftir Sigurð Pálsson í Smiðjunni. 21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl. SKEMMTANIR 22.00 Megasukk á 22 í kvöld. Meistari Megas og Súkkat leiða saman hesta sína. Fimmtudagsforleikur á Loftinu í Hinu húsinu. Dikta og Ókind spila. SÝNINGAR Hugarleiftur er yfirskrift á samvinnu- verkefni bandarísku myndlistarkonunnar Diane Neumaier og gríska rithöfundar- ins Christos Chrissopoulos, sem nú er sýnt í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar- húsi. Opið 10-17. Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími: 563 1770 LESSTOFA OG AFGREIÐSLA opin alla virka daga kl. 10-16. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Langar þig í mynd af Reykjavík t.d. frá árinu 1910, 1930 eða 1950? Verð frá 1000 kr. Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Opið mán.-fös. kl. 10-16 www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 HAFNARHÚS Loud & Clear, Lýsir, Hugarleiftur, Erró Leiðsögn sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR then ...hluti 4, Kjarval Leiðsögn sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN Ásmundur Sveinsson Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is Safnhús Árbæjarsafns eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn alla mánud., miðvikud. og föstudaga kl. 13. Einnig er tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar í síma 577 1111. Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535. www.gerduberg.is Gerðubergi 3-5 • Sími 575 7700 Opnunartími sýninga frá kl. 11-19 mán.-fös., kl. 13-17 lau.-sun. Ókeypis aðgangur. Sýning: Ekki missa af Bauhaus ljósmyndasýningunni. Sýningin stendur til 23. febrúar. Sýning í félagsstarfi: Ríkharður Ingibergsson opnar sýningu 21. febrúar kl. 16.00. Allir velkomnir. www.borgarbokasafn.is • s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma s. 552 7545 Bókasafnið í Gerðubergi og Sólheimasafn verða lokuð vegna eignatalningar 20. og 21. febrúar Opið eins og venjulega í aðalsafni Tryggvagötu, Foldasafni, Kringlusafni og Seljasafni www.borgarbokasafn.is Minjasafn Orkuveitunnar Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal er opið sun. 15-17 og eftir samkomulagi í s. 567 9009 STÓRA SVIÐ LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe Frumsýning föstudaginn 21/2 hvít kort - UPPSELT 2. sýn. sun. 23/2 kl. 20 gul kort 3. sýn. fim. 27/2 kl. 20 rauð kort 4. sýn. sun. 2/3 kl. 20 græn kort 5. sýn. sun. 16/3 kl. 20 blá kort ATH: Aðeins 8 sýningar SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Lau. 22/2 kl. 20 UPPSELT Fös. 28/2 kl. 20 Lau. 1/3 kl. 20 UPPSELT Fim. 6/3 kl. 20 Fös. 14/3 kl. 20 Lau. 15/3 kl. 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Í kvöld kl 20 Fös. 7/3 kl. 20 AUKASÝNING Sun. 9/3 kl. 20 AUKASÝNING ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. G. Stiles og A. Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Sun. 23/2 kl. 14 Sun. 2/3 kl. 14 Sun. 9/3 kl. 14 Sun. 15/3 kl. 14 FÁAR SÝNINGAR EFTIR NÝJA SVIÐ LÝSISTRATA eftir Aristofanes - LEIKLESTUR Leikhúsverkefni á heimsvísu gegn stríði! Mán. 3/3 kl. 20 Aðgangseyrir kr. 500 rennur í hjálparsjóð MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Í kvöld kl. 20 Fös. 28/2 kl. 20 UPPSELT Lau. 1/3 kl. 20 Fim. 6/3 kl. 20 NÝJA SVIÐ JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Lau. 22/2 kl. 20 AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fös. 21/2 kl. 20 UPPSELT Fim. 27/2 kl. 20 Lau. 8/3 kl. 20 ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Fös. 21/2 kl. 20 Sun. 2/3 kl. 20 Takmarkaður sýningafjöldi HERPINGUR eftir Auði Haralds HINN FULLKOMNI MAÐUR e. Mikael Torfason Sun. 23/2 kl. 20 AUKASÝNING Aðeins þessi eina sýning LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau. 22/2 kl. 14 Lau. 1/3 kl. 14 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau. 22/2 kl. 16 UPPSELT Sun. 23/2 kl. 16 Mi 26/2 kl. 20 UPPSELT Lau. 1/3 k.l 16 Lau. 1/3 kl. 20 Sun. 2/3 kl. 20 Mið. 5/3 kl. 20 UPPSELT FORSALUR UMRÆÐUKVÖLD Leikhúsmál: Kvennaleikrit á konudaginn! Hlín Agnarsdóttir, Magnús Þór Þorbergsson, Þorgerður Einarsdóttir og Kristín Eysteinsdóttir Sun. 23/2 kl. 20 Miðasalan, sími 568 8000, er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.