Fréttablaðið - 20.02.2003, Síða 21

Fréttablaðið - 20.02.2003, Síða 21
21FIMMTUDAGUR 20. febrúar 2003 Einn þekktasti fiðlukonsert síðustu aldar Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN / S ÍA Tónleikar í rauðu röðinni í Háskólabíói í kvöld kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Gilbert Varga Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir Camille Saint-Saëns: Le rouet d'Omphale Samuel Barber: Fiðlukonsert Maurice Ravel: La mère l'oye Maurice Ravel: La valse Á mörkum málverksins er sameiginleg yfirskrift þriggja sýninga í Listasafni Ís- lands. Ragna Róbertsdóttir sýnir verk úr vikri og muldu gleri, Mike Bidlo sýnir eftirmyndir af frægustu málverkum 20. aldarinnar og Claude Rutault sýnir „málverk sem eru í sama lit og veggur sýningarsalarins“. Opið 11-17. Haraldur Jónsson sýnir Stjörnuhverfi og Svarthol fyrir heimili í galleríinu i8 við Klapparstíg. Opið 11-18. Listamaðurinn Huginn Þór Arason sýnir í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. Listamaðurinn útskrifaðist frá skúlptúr- deild Listaháskóla Íslands vorið 2002. Á sýningunni getur að líta skúlptúr og gjörninga á vídeó. Þórarinn Eldjárn er skáld mánaðarins í Þjóðarbókhlöðu. Tilkynningar um sýningar og viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Dönsk bluegrass hljómsveit ásamt söngkonunni Sine Bach Rüttel mun spila á „Dönskum dögum“. Í þessari hljómsveit eru afburða hljóðfæra- leikarar auk Sine Bach Ruttel – en hún er jafnframt aðallagasmiður og textahöfundur sveitarinnar. Sine er aðalsöngvari hljómsveit- arinnar og leikur jafnframt á banjó og gítar og hefur hvarvetna vakið mikla athygli og hrifningu áhorfenda fyrir frábæra túlkun og sjarma. Auk þess að leika fyrir matargesti á „Dönskum dögum” þá mun hljómsveitin leika fyrir dansi á Fjörugarðinum föstudags- og laugardags- kvöldin 21. – 22. febrúar og 28. febrúar og 1. mars. Fjörugarðurinn: Hljómsveit hinnar stór- skemmtilegu Sine Bach Rüttel spilar fyrir dansi föstudag 21. og laugardag 22. febrúar og svo föstu- daginn 1. mars og laugar- dag 2. mars. Fjaran: Spennandi matseðill að dönskum hætti ásamt við eigandi drykkjarföngum með lifandi danskri tónlist í Fjörukránni 20. febrúar til 2.mars. Danskir dagar St afr æn a h ug m yn da sm ið jan /2 88 3 SVEINN GUÐMARSSON Dómari og spurningahöfundur Gettu betur. Átta liða úrslit Gettu betur: Versló mætir MH í kvöld SKÓLI Verslunarskóli Íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð eigast við í átta liða úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld. Verslunarskólinn lagði Borgarholtsskóla í 1. umferð undankeppninnar en Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi í 2. umferð. Lið Menntaskólans við Hamrahlíð sat hjá í 1. umferð undankeppninnar en sigraði Fjölbraut í Breiðholti í 2. um- ferð. Lið Menntaskólans í Reykjavík, sem sigrað hefur keppnina síðast liðinn tíu ár, er þegar búið að tryggja sér sæti í undaúrslitum. MR vann Flensborg með yfirburðum, 31-15. Keppnin verður sýnd í Sjón- varpinu klukkan átta. Spyrill er Logi Bergmann Eiðsson. Dómari og spurningahöfundur er Sveinn Guðmarsson. ■ Þjóðarhjartað í skafrenningnum Listasafn Íslands hefur opnað nýtt sýningarrými í kjallara, þar sem yngri kynslóð listamanna fær að leika lausum hala. Anna Líndal reið á vaðið um síðustu helgi. MYNDLIST „Skafrenningur er óskaplega fallegt fyrirbæri,“ segir Anna Líndal myndlistar- maður. „Þegar maður horfir á hann uppi á jökli, þá er það stundum eins og haf á að líta. Stundum er þetta eins og hjörð sem hleypur í allar áttir.“ Anna sýnir nú í Listasafni Ís- lands nokkur vídeóverk og inn- setningu, þar sem hún veltir meðal annars fyrir sér við- brögðum Íslendinga við veður- laginu hér á landi og hvernig það mótar þjóðareinkenni okkar. Vídeóverkin eru flest tekin í Grímsvötnum, þar sem hún var á ferð með jöklarannsóknarleið- angri. Þar á meðal er eitt verk sem sýnir skafrenning í brjál- uðu roki þar uppfrá. „Ég kalla skafrenninginn Hjartslátt, af því að íslenska hjartað slær svo mikið með veðr- inu.“ Anna Líndal segist hafa óskap- lega gaman af að ferðast um land- ið og klifra fjöll. Oft er hún þá á ferð með eiginmanni sínum, sem er jarðeðlisfræðingur, en segist öfugt við hann minnstan áhuga hafa á útsýninu á toppnum. „Ég er meira að pæla í því til dæmis hvernig líkaminn bregst við á göngunni og hvað ber fyrir sjónir í nánasta umhverfi.“ Nýjasta verkið á sýningunni heitir Hundur, kona, úlfur og fíll. „Þar er ég að vinna með þetta náttúruundur, þrjár sólir á lofti, sem ég sá einn daginn uppi í Grímsfjalli. Það er ótrúlega magnað að upplifa þetta. Ég hef aldrei séð þetta áður, en þarna sáum við þetta allan daginn. Síð- an bætti ég við útsaumuðum skúlptúrum af konu og hundi sem eru að horfa á þetta verk.“ Elsta verkið á sýningunni kallar hún Jaðar. „Ég sýndi það fyrst á opnunarhátíð Menning- arborgarinnar árið 2000. Þá var þetta heil innsetning hjá Sævari Karli með vídeóverkum og fleiri mublum. Þegar sýningin var búin leyfði ég mér að flytja þessa innsetningu inn í eina IKEA-hillu, og bjó þá til þennan vídeóskúlptúr úr henni.“ gudsteinn@frettabladid.is ANNA LÍNDAL „Við sitjum uppi með þjóðernið, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Tríóið Megasukk á Tuttugu og tveimur: Aldagamlir í hettunni ÞRIÐJUNGURINN Megas verður ásamt Súkkati að skemmta á Laugaveginum í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Miðasalan er opin virka daga á milli 10.00 og 16.00 og laugar- daga 14.00-17.00 og frá kl. 19.00 sýningardaga, en síminn er 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. Laugard. 22. feb. kl. 21. NOKKUR SÆTI LAUS Laugard. 22. feb. kl. 23 Aukasýning NOKKUR SÆTI LAUS Föstud. 28. feb. Laugard. 1. mars Laugard. 8. mars Sunnud. 9. mars Gesturinn í samvinnu við Borgarleikhúsið Sýning sunnud. 23.02. kl. 20 Aðeins þessar sýningar. Leyndarmál rósanna Sýning föstudag 28.02. kl. 20 Uppistand um jafnréttismál Sýning laugard. 01.03. kl. 19 Miðasölusími 462 1400 www.leikfelag.is Fim. 20/2 kl. 21, UPPSELT Fös. 21/2 kl. 21, UPPSELT Lau. 22/2 kl. 21, UPPSELT Fim. 27/2 kl. 21, AUKASÝNING, UPPSELT Fös. 28/2 kl. 21, UPPSELT Lau. 1/3 kl. 21, 100. SÝNING, UPPSELT Mið. 5/3 kl. 21 ÖSKUDAGSSÝNING örfá sæti Fös 7/3 kl. 21, UPPSELT Lau. 8/3 kl. 21, nokkur sæti Fös. 14/3 kl. 21, örfá sæti Lau. 15/3 kl. 21, nokkur sæti TÓNLEIKAR Meistari Megas og dúettinn Súkkat leiða saman hesta sína eina ferðina enn undir heitinu Megasukk á Tuttugu og tveimur í kvöld. „Það verður mikið af nýju efni, aðallega gamalt þó. Við höf- um ferðast mikið um með þetta efni. Þetta er bara fun fun fun hjá okkur alla daga,“ segir Meg- as. „Við erum orðnir aldagamlir í hettunni, höfum verið að þroskast allar götur síðan á Sturl- ungaöld.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.