Fréttablaðið - 20.02.2003, Page 22
Kvikmyndin „Nói Albinói“ verðurfrumsýnd í Háskólabíói á föstu-
daginn í næstu viku, 28. febrúar.
Myndin hefur rakað að sér verðlaun-
um á hátíðum um allan heim. Mynd-
in er framleidd af ZikZak.
Sjónvarpsmaðurinn MartinBashir er sá sem Bretar „elska
mest að hata“ samkvæmt nýrri
skoðanakönnun
Channel 4. Í öðru
sæti var Tony
Blair forsætisráð-
herra. Bashir hef-
ur greinilega bak-
að sér miklar óvin-
sældir með túlkun
sinni á Michael
Jackson í marg-
umdeildri heimildarmynd sinni.
Ásama tíma og kvikmynda-áhugamenn hafa ákveðið að
mótmæla háu bíógjaldi með því að
sniðganga kvikmyndahúsin virðist
hljóðkerfið í Regnboganum vera
að gefa sig. Bassaboxin eiga það
til að detta út af og til á meðan á
sýningum stendur, gestum til mik-
illar óánægju. Salurinn var nýlega
gerður upp og aðstaða orðin mun
betri í eina bíói miðbæjarins, fyrir
utan hljóðkerfið auðvitað.
Samtök leigubílafyrirtækja í NewYork hafa ákveðið að fjarlægja
hljóðupptökur úr bílum sínum þar
sem frægir ein-
staklingar á borð
við Chris Rock og
Joan Rivers hvetja
farþega til að
spenna beltin.
Þetta var ákveðið
eftir að skoðana-
könnun sýndi að
langflestir þeirra
sem ferðast í leigubílum borgarinn-
ar taka lítið sem ekkert mark á
þeim. Mikill meirihluti aðspurða
sagðist ekki þola upptökurnar.
Réttarhöldum yfir Phil Spectorverður líklega frestað þar sem
saksóknari hefur beðið um meiri
tíma til að undir-
búa mál sitt. Spect-
or var handtekinn
fyrir tveimur
árum og áttu rétt-
arhöldin að hefjast
3. mars. Spector
hefur ekki verið
kærður opinber-
lega fyrir morðið á
leikkonunni Lönu Clarkson en talið
er að um formsatriði sé að ræða.
22 20. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR
I SPY 3.45, 5.50, 8, 10.10 bi 12 JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 10.10
LORD OF THE RINGS 8 4 í lúxus
SPY KIDS 2 kl. 3.45 og 5.50
KALLI Á ÞAKINU m/ísl.tali kl. 4 og 6
DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN JUWANNA MANN kl. 4, 6 og 8
GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 4 og 6
JACKASS b.i.14.ára kl. 6, 8 og 10
ANALYZE THAT kl. 8 og 10.15
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 - bi 16
Sýnd í lúxus kl. 8 og 10.30. bi. 12 ára
kl. 10.15THE BUNKER
6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN
kl. 8TIME IN THE MIDLANDS
kl. 8 og 10IRREVERSIBLE e. texti b. 16 ára
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10
Sýnd kl. 6, 8 og 10
kl. 6 STELLA Í FRAMBOÐI
Sýnd kl. 8 og 10
FRÉTTIR AF FÓLKI
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15
Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.15
4, 6
KVIKMYNDIR Leikstjórinn Martin
Scorsese hefur gengið með mynd-
ina „Gangs of New York“ í mag-
anum í aldarfjórðung. Hann las
samnefnda bók Herbert J. Ash-
bury árið 1970 og fékk strax þá
flugu í höfuðið að gera mynd sem
gerðist í New York á þarsíðustu
öld, svipað og bókin. Hann fékk
félaga sinn Joe Cocks til þess að
skrifa fyrstu drög að handriti. Þó
svo að sagan sé ekki sú sama og í
bók Ashbury eiga þær margt
sameiginlegt. Eftir sjö ára þreif-
ingar fékk hann loks byr undir
báða vængi og myndin var sett
inn á framleiðsludagskrá stórs
kvikmyndavers. Vegna fjárskorts
var verkefninu seinkað út í óend-
anleikann sem endaði með því að
myndinni var ýtt út af teikniborð-
inu.
Í lok síðustu aldar fóru hjólin
svo að snúast að nýju. Nafn Mart-
in Scorsese orðið gulls ígildi og
því auðveldara fyrir hann að
sannfæra stóru kvikmyndaverin
um að punga út seðlum fyrir
verkefninu. Verkefnið fór því aft-
ur af stað í byrjun árs 1999 og
tveir nýir handritshöfundar,
Steven Zailian og Kenneth
Lonergan, fengnir til þess að end-
urbæta hið upphaflega handrit
Cocks.
Sagan gerist á Manhattan-eyju
um 1860. Innflytjendur eru að
reyna að fóta sig í draumalandinu
og mikill rígur er á milli ítalskra
og írskra glæpahópa. Amsterdam
Vallon (Leonardo DiCaprio) snýr
aftur til borgarinnar staðráðinn í
því að hefna dauða föður síns. Sá
féll fyrir hendi slátrarans Bill
(Daniel Day-Lewis), sem ræður
ríkjum í sínum bæjarhluta og nýt-
ir völd sín til þess að hrekja ný-
búa svæðisins á brott. Með aðstoð
vasaþjófsins Jenny Everdeane
(Cameron Diaz) reynir Amster-
dam að vingast við Bill og bíður
eftir tækifæri sínu til þess að snú-
ast gegn honum.
Góðar líkur eru taldar á því að
Scorsese hreppi Óskarinn í ár fyr-
ir leikstjórn. Hann hefur fjórum
sinnum áður verið tilnefndur.
Fyrir „Raging Bull“ (1981), „The
Last Tempation of Christ“ (1989),
„Goodfellas“ (1990) og „The Age
of Innocence“ (1993). Hingað til
hefur hann alltaf farið tómhentur
heim og þykir mörgum kvik-
myndaáhugamönnum vera kom-
inn tími á eina verðlaunastyttu á
arinhilluna.
biggi@frettabladid.is
Draumaverkefni
Scorsese
Á morgun verður kvikmyndin „Gangs of New York“ frumsýnd. Um er að ræða
umtalaða mynd Martin Scorsese og er hún tilnefnd til 10 Óskarsverðlauna í ár. Í
aðalhlutverkum eru Leonardo DiCaprio, Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz.
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM
Internet Movie Database - 7.4 / 10
Rottentomatoes.com - 77% = Fresh
Ebert & Roeper - Tveir þumlar upp
Los Angeles Times - 2 stjörnur (af 5)
AÐRAR FRUMSÝNINGAR UM
HELGINA
The Ring
The Jungle Book 2
TILNEFNINGAR TIL
ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta myndin
Karl í aðalhlutverki - Daniel Day-Lewis
Leikstjóri - Martin Scorsese
Lag - U2/„The Hands that Built America“
Handrit
Kvikmyndataka
Búningahönnun
Klipping
Hljóð
Listræn stjórnun
GANGS OF NEW YORK
Slátrarinn Bill og Amsterdam. Sá yngri á harma að hefna þar sem sá eldri myrti föður hans. Daniel Day-Lewis er tilnefndur til
Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. DiCaprio þykir einnig eiga góða endurkomu á hvíta tjaldið.
TÓNLIST Ms. Dynamite, Coldplay og
Robbie Williams eru talin líklegust til
að hreppa verðlaun á Bresku tónlist-
arverðlaununum, sem afhent verða í
vikunni, samkvæmt nýrri könnun.
Rúmlega 600 plötukaupendur
voru spurðir hvaða tónlistarmenn
þeir teldu líklegasta til að vinna til
verðlauna. Flestir nefndu Ms.
Dynamite, sem vann Mercury-verð-
launin í fyrra, og er búist við að hún
hreppi þrenn verðlaun.
Ms. Dynamite mun koma fram á
hátíðinni og flytja lagið „Faith“ eftir
George Michael.
Plötukaupendur töldu líklegast að
Robbie Williams myndi krækja í
verðlaun sem besti breski karllista-
maðurinn og Coldplay sem besta
breska sveitin.
Foo Fighters voru taldir líklegast-
ir sem besta alþjóðlega sveitin,
Eminem sem besti alþjóðlegi
karllistamaðurinn og Pink og Missy
Elliott munu berjast um titilinn besti
kvenlistamaðurinn ef spá plötukaup-
enda rætist. ■
Spá plötukaupenda fyrir Bresku tónlistarverðlaunin:
Ms. Dynamite sú vinsælasta
MS. DYNAMITE
Er talin líklegust til að hreppa hnossið á
Bresku tónlistarverðlaununum.
Ljósmyndarinn
í Mjódd
er fluttur að Langarima 21
(áður Ljósmyndastofan Grafarvogi )
Fermingarmyndatökur
Nokkrir tímar lausir
Sími 557 9550
GSM 663 2070