Fréttablaðið - 20.02.2003, Qupperneq 30
30 20. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR
Ný reynsla á bak
við hverja hrukku
65 ÁRA „Það er yndislegt að eldast
og hver ný hrukka sem bætist í
andlitið ber auknum þroska
vitni,“ segir Brynja Benedikts-
dóttir leikstjóri, sem verður 65
ára í dag. Brynja fæddist í Mýr-
dalnum í Vestur-Skaftafellssýslu
en fluttist í húsnæðisleysið í
Reykjavík sex ára gömul 1944.
„Ég gekk í Laugarnesskóla, tók
stúdentspróf frá MR og var svo
eitt ár í verkfræði við Háskólann
en þá heltók leiklistarbakterían
mig og ég fór í Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins og lærði svo eitt
ár í París. Seinna á ferlinum
bætti ég svo við mig leikstjórnar-
námi í London og Berlín.“
Brynja hefur búið við Laufás-
veginn ásamt eiginmanni sínum,
Erlingi Gíslasyni leikara, frá ár-
inu 1973. „Ég ætla ekki að halda
upp á afmælið mitt núna þar sem
mér finnst of mikið lagt á vini,
vandamenn og samstarfsfólk að
bjóða þeim svo aftur til veislu í
mars. Þá verður Erlingur sjötug-
ur og við ætlum að vera með
uppákomur í tveimur húsum hér
á Laufásveginum, á heimili okk-
ar og í Skemmtihúsinu.“
„Við reistum sjálft húsið árið
1996. Það átti að vera elliheimilið
okkar og við getum enn rennt
okkur þangað á hjólastólum.
Þörfin fyrir leikhús var hins
vegar svo mikil að við stofnuðum
Skemmtihúsið. Það starfar aðal-
lega á sumrin og byggir mest á
íslenskri arfleifð og þá ekki síst
Íslendingasögunum, sem fjöl-
skyldan öll er mjög niðursokkin
í.“
Einleikur Brynju, Ferðir Guð-
ríðar, hefur gengið í Skemmti-
húsinu frá árinu 1998 en hefur
aðallega verið sýndur erlendis
síðustu ár. Brynja segist þegar
hafa fengið þá góðu afmælisgjöf
að verkið var frumsýnt við frá-
bærar undirtektir í Aktéon-leik-
húsinu í París þann áttunda þessa
mánaðar og fransk-íslenska leik-
konan Solveig Simha mun túlka
Guðríði á fjölunum í París næstu
tvo mánuði.
„Ég hef fengið Súsönnu Svav-
arsdóttur til liðs við mig í
Skemmtihúsinu og við erum á
fullu að undirbúa sýningar á
verkinu hér heima á þýsku,
frönsku og ensku í sumar.“ Þá
hyggjast þær stöllur einnig setja
upp tvö glæný íslensk verk í
Skemmtihúsinu í sumar og hafa
hug á að virkja krafta Erlings
„þegar hann losnar úr viðjum
Þjóðleikhússins, en hingað til
hefur hann bara fengið að vera
sviðsmaður í hjáverkum“.
thorarinn@frettabladid.is
AFMÆLI
FRAMBJÓÐANDI „Við teljum kerfið
ekki vera að virka og það kemur
Vöku og Röskvu ekkert sérstak-
lega við,“ segir Auður Lilja Er-
lingsdóttir, frambjóðandi Há-
skólalistans til formennsku í stúd-
entaráði. Hópurinn sem stendur
að nýja framboðinu vill auðvelda
stúdentum og hagsmunaaðilum að
koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi og telja breytingu á kosn-
ingakerfinu frá listakosningu yfir
í einstaklingskosningar heppileg-
ustu leiðina til þess.
Auður er 23 ára gömul. Hún
ólst upp í Borgarnesi en er nú sest
að í Reykjavík. Hún hóf nám í HÍ
eftir að hún útskrifaðist frá Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra
og er að ljúka námi í stjórnmála-
og atvinnulífsfræði og útskrifast
um helgina. „Ég byrjaði í félags-
fræði, sem mér fannst voðalega
spennandi, en færði mig svo yfir í
stjórnmálafræðina.“ Auður segist
ekki vera búin að ákveða hvað
taki við hjá sér en segir það ljóst
að hún muni halda áfram í námi.
„Ég verð í Háskólanum næsta vet-
ur og tek hugsanlega einhver fög í
hagfræði og viðskiptafræði og
svo er spennandi mastersnám í
boði.“
Auður starfaði með Röskvu á
tímabili og fannst starfið einkenn-
ast af miklum klíkuskap. „Fyrr-
verandi og núverandi stúdenta-
ráðsliðar tóku flestar ákvarðanir
og almennir félagsmenn hafa allt
of lítið að segja.“ Háskólalistafólk
telur skiptingu í hægri og vinstri
ekki viðeigandi þegar um hags-
munamál stúdenta er að ræða og
vill að bókhald nemendafélaganna
verði gert opinbert þannig að
tengsl þeirra við stjórnmálaflokk-
anna verði ljós.
„Ég hef alltaf haft rosalegan
áhuga á pólitík en er óbundin og
hef ekki fundið mig innan neins
flokks og þvertek alfarið fyrir það
að hér sé um eitthvert vinstri
grænt framboð að ræða. Það er
kominn á kreik einhver orðrómur
um það en ég hef aldrei starfað
með VG.“ ■
Auður Lilja Erlingsdóttir býður sig fram til
formennsku í stúdentaráði á vegum Há-
skólalistans. Aðstandendur listans telja
skiptingu háskólanema í hægri og vinstri
ekki eiga rétt á sér og vilja auka vægi ein-
staklingsins í háskólapólitíkinni.
Persónan
Óháð öllum flokkum
BRYNJA BENEDIKTSDÓTTIR
Hefur búið við Laufásveginn ásamt Erlingi Gíslasyni í þrjá áratugi. Hús þeirra er gegnt
sendiráði Bandaríkjanna og Brynja ber nágrönnunum vel söguna. „Þetta hefur alltaf
verið ákaflega vingjarnlegt fólk og við þurfum ekki að kvarta yfir þeim þó að við séum
ósammála þeim í pólitíkinni, en við erum bæði herstöðvaandstæðingar og þurfum
því ekki að fara langt til að mótmæla.“
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
TÍMAMÓT
Mamman gengur upp stigann tilað vekja son sinn. Hann styn-
ur og segist ekki vilja fara í skól-
ann. Hún biður hann að nefna tvær
ástæður fyrir því að hann ætti að
sleppa því að fara í skólann?
„Allir kennararnir í skólanum
hata mig, og krakkarnir hata mig
líka.“
Mamman segir þetta tóma vit-
leysu: „Svona, vakna og fram úr.“
Sonurinn nöldrar: „Nefndu mér
tvær ástæður, af hverju ég ætti að
fara?“
„Sko, í fyrsta lagi ertu fimmtíu
og þriggja ára,“ segir mamman.
„Og í öðru lagi ertu skólastjórinn.
Svona nú, á fætur.“
Óli Jón Gunnarsson.
Hallgrímur Óskarsson.
John Lennon.
1.
2..
Svör við spurningum á bls. 6
3.
Veistu svarið?
Brynja Benediktsdóttir leikstjóri er 65 ára í dag. Hún og Erlingur
Gíslason eiga 34 ára brúðkaupsafmæli á morgun. Hún íhugar að
bjóða eldhressri móður sinni, sem verður 92 ára á morgun, í leikhús.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Í tilefni af fimmtugsafmæli Hannesar
Hólmsteins skal tekið fram að Margaret
Thatcher er að heiman.
Leiðrétting
AUÐUR LILJA ERLINGSDÓTTIR
Hóf afskipti af Háskólalistanum þegar hún
hitti tvo menn í Stúdentakjallaranum. Þeir
ræddu galla á kosningakerfinu og hún
hugðist telja þeim hughvarf.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
JARÐARFARIR
10.30 Vilborg Andrésdóttir, dvalarheim-
ilinu Höfða, Akranesi, verður jarð-
sungin frá Akraneskirkju.
13.30 Hrefna Svanlaugsdóttir, dvalar-
heimilinu Hlíð, Akureyri, verður
jarðsungin frá Akureyrarkirkju.
13.30 Jón Kaldal, Laugarásvegi 18,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju.
13.30 Margrét Sigurjónsdóttir, frá Fífl-
holtum, Mýrasýslu, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju.
13.30 Lára I. Sigurðardóttir, Fellsmúla
9, verður jarðsungin frá Bústaða-
kirkju.
ANDLÁT
Skúli Þorkelsson, rakarameistari frá
Vestmannaeyjum, er látinn. Útförin hefur
farið fram.
Anna Sigríður Sigurmundsdóttir, frá
Svínahólum í Lóni, lést laugardaginn 15.
febrúar síðastliðinn.
Imbakassinn eftir Frode Øverli
Einu sinni
komst hann út
úr búrinu og
flaug beint
niður í miðbæ!
Guð, veistu
hvað? Þetta
gerðist líka
með minn!