Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 01.03.2003, Qupperneq 4
4 1. mars 2003 LAUGARDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Hvað ferðu oft til útlanda á ári að jafnaði? Spurning dagsins í dag: Hver verður næsti forsætisráðherra? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 10,2% 10,2%ÞrisvarNei Oftar 16,1% SJALDAN ÚT Tæpur þriðjungur fer sjaldnar en einu sinni á ári til útlanda. Tvisvar 34,6%Einu sinni 28,8%Aldrei Misjöfn ávöxtun Kaupþings: Ávaxtar eigið fé langbest ÁVÖXTUN Gengishagnaður af verð- bréfaeign Kaupþings var rúmir fjórir milljarðar á síðasta ári. Yfir 90 prósent þess hagnaðar eru til- komin innanlands. Kaupþing náði mjög góðum árangri í skulda- bréfaviðskiptum á árinu. Gengis- hagnaður af veltuskuldabréfum er 3,2 milljarðar. Árangur Kaup- þings er yfir árangri þess í skuldabréfasjóðum í vörslu fé- lagsins að mati sérfræðinga. Sama gildir um lífeyrissjóði í vörslu félagsins. Sérfræðingar sem rætt var við telja að ástæða þess liggi fyrst og fremst í því að eigin sjóðir fyrir- tækisins geta tekið meiri áhættu en vörslusjóðum og lífeyrissjóð- um er heimilt. Kaupþing á stór skuldabréf, svo sem breytileg skuldabréf Bakkavarar. Það gæti breyst í hlutabréf. Lífeyrissjóði væri al- gjörlega óheimilt að taka stórar stöður í skuldabréfum og hluta- bréfum, eins og Kaupþing hefur hagnast á. Áhættan gefur hærri ávöxtun þegar vel gengur. Fari hlutirnir hins vegar úrskeiðis getur tapið orðið mikið. ■ Guðmundur Snorrason, formaður Félags löggiltra endurskoðenda: Þróunin hraðari en lögin Kjarni málsins er að þróun í reikningsskilumhefur verið mjög hröð. Viðskiptaumhverfið hefur verið að breytast mjög mikið,“ segir Guð- mundur Snorrason, formaður Félags löggiltra end- urskoðenda. „Þá er það nú svo að lagasetningin fylgir ekki eftir þeirri þróun. Bókhaldsmál sem upp hafa komið í Bandaríkjunum hafa hert á þess- ari þróun. Við í Félagi löggiltra endurskoð- enda höfum hvatt stjórnvöld til að hraða þeirri vinnu sem þessi þróun kall- ar á. Við höfum boðið fram krafta okkar til þeirrar vinnu. Ég skil Stefán afskaplega vel. Hann hefur verið að ræða það í langan tíma að þarna þurfi að gera bragarbót á. Í ljósi þess að hann er formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, þá skil ég vel afstöðu hans vel. Hann hefur verið óþreytandi í því að benda á hversu seint þetta gangi. Hins vegar verður að hafa það í huga að ég held ekki að við séum einhverjum áratugum á eftir öðrum í þessum efnum. Þetta þarf að ganga hraðar fyrir sig, þannig að það sé samræmi á milli þess sem menn kalla góðar reikningsskila- venjur og góða viðskiptahætti annars vegar og hins vegar þeirra laga sem við vinnum eftir. Ég tek heils hugar undir með Stefáni að það þurfi að hraða þessari vinnu þannig að sem mest sam- ræmi sé þarna á milli.“ ■ Geir H. Haarde, fjármálaráðherra: Markmið að verða samferða öðrum Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir Stef-án Svavarsson taka of djúpt í árinni. „Það hefur verið unnið að því hér að undanförnu að leiða í lög tilskipanir frá Evrópusambandinu. Meðal annars vegna umkvartana eftirlitsstofn- unar EFTA. Það er frumvarp í þinginu sem verður vonandi að lögum á næstu vikum, þar sem gengið er í þá hluti. Næsta skref að mínum dómi er að gera áhlaup að stöðlum Alþjóða reikningsskilaráðs- ins. Evrópulöndin munu flest ekki taka upp þá staðla fyrr en 2005. Okkar markmið er að taka staðlana upp þá. Þetta er hins veg- ar mikil vinna og flókið mál. Ég tel óhjákvæmilegt að klára fyrst það mál sem nú liggur fyrir. Varðandi það að þessum málum hafi verið sýnt tómlæti af stjórnvöldum þá tel ég það nú ekki. Ég harma afsögn Stefáns Svavarssonar og tel hans skarð vandfyllt. Málið er í áfram- haldandi vinnslu og við munum auðvitað til- einka okkur það sem best gerist í þessum efn- um. Það er eðlileg krafa. Í því felst ákveðin neytendavernd hér innanlands fyrir þá sem fjárfesta í hlutafélögum. Að þeir geti treyst því að ársreikningar fyrirtækja séu sambærilegir. Það er líka nauðsynlegt vegna þess alþjóðlega umhverfis sem við störfum í.“ ■ Komdu í dag!ekkertbrudl- LOKAÐ verður í öllum Bónusverslununum á morgun vegna vörutalningar Lokað sunnudag Fíkniefnavandi í Mið-Asíu: Eiturlyf flæða frá Afganistan ÚSBEKISTAN, AP Óheft flæði ólög- legra eiturlyfja frá Afganistan hefur haldið áfram þrátt fyrir stjórnarskiptin í landinu og til- raunir friðargæslusveita til þess að stöðva framleiðsluna. Að sama skapi hefur neysla fíkniefna í nágrannalöndunum í Mið-Asíu aukist jafnt og þétt og alnæmisveiran breiðst hratt út meðal íbúa. Það eru einkum heróín og óp- íum sem valda mönnum áhyggj- um en þessi lyf fara í gegnum fyrrum Sovétlýðveldin á svæð- inu á leið sinni til Evrópu. Nú er svo komið að þessi lönd íhuga að ýta ágreiningsefnum sínum til hliðar og vinna saman að því að sporna við þessari þróun. ■ Fíkniefni á Ísafirði: Tveir teknir með kannabis FÍKNIEFNI Tveir karlmenn um þrí- tugt voru handteknir eftir að fíkniefni fundust við húsleit sem gerð var á Ísafirði um há- degisbilið á fimmtudag. Við hús- leitina fundust 76 grömm af kannabisefnum og hafa menn- irnir viðurkennt að hafa átt efn- in. Sögðu þeir efnin vera til eig- in neyslu þrátt fyrir að búið væri að skipta því upp í litlar einingar líkt og gert er við sölu- efni. Lögreglan á Ísafirði hafði mennina tvo grunaða um fíkni- efnaneyslu og dreifingu fíkni- efna. Var því ákveðið að fram- kvæmda húsleitina í ljósi þessa. Auk fíkniefna fundust einnig tæki og tól til neyslu. Búið er að sleppa báðum mönnunum og eiga þeir viðeig- andi refsingu yfir höfði sér. ■ REIÐUBÚNIR AÐ BEITA NEITUN- ARVALDI Igor Ivanov, utanríkis- ráðherra Rúss- lands, segir Rússa reiðubúna að beita neitunarvaldi í ör- yggisráðinu gegn tillögum Bandaríkj- anna og Bretlands um að heimila inn- rás í Írak. PAKISTANAR SEGJA LÍKLEGA JÁ Pakistanar munu líklega greiða atkvæði með tillögu Breta og Bandaríkjamanna um að Írakar hafi ekki nýtt tækifæri sín til að afvopnast eins og þeim ber að gera. EYÐA ELDFLAUGUM Írakar hefj- ast í dag handa við að eyða al Samoud 2 flugskeytum sínum að kröfu Sameinuðu þjóðanna. GAGNRÝNA LOFTÁRÁSIR Rússar gagnrýna Bandaríkjamenn og Breta fyrir loftárásir sem þeir hafa gert á flugbannsvæðinu í Írak. Rússar segja enga ástæðu fyrir árásunum meðan alþjóða- samfélagið reynir að leysa Íraks- deiluna með friðsamlegum hætti. KOSTNAÐUR ÓLJÓS Það er engin leið að áætla kostnað við stríð í Írak sagði Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, bandarískum þing- mönnum. Rumsfeld segir of mörg atriði sem geta breyst hafa mikil áhrif á útgjöld vegna stríðsins. LÍTIÐ SAFNAST Hjálparstofnanir kvarta undan því að illa gangi að safna fé til að undirbúa aðstoð við erlenda verkamenn sem flýja stríð í Írak. Bretland og Banda- ríkin eru einu ríkin sem hafa lagt fram fé. ÍRAKSDEILAN ÓLÍK SJÓNAMIÐ Uppgjörsreglur fyr- irtækja á eftir þróun Stefán Svavarsson, dósent í viðskiptafræðum, sagði af sér sem formaður Reikningsskilaráðs. Hann telur hægt ganga að laga reglur að markmiðum Alþjóða reikningsskilaráðsins. GÓÐ ARÐSEMI Kaupþing hefur tekið áhættu í fjárfesting- um og uppskorið góða ávöxtun. Sjóðum sem eru í umsjá fyrirtækisins er óheimilt að taka slíka áhættu. KAUPÞING OG ÁVÖXTUNIN FYRIR ÁRIÐ 2002 Hlutabréf í Kaupþingi 2,36% Arðsemi eigin fjár 32,4% Ávöxtun skuldabréfasjóða Kaupþings Einingabréf 7 10,56% Einingabréf 2 12,82% Einingabréf 8 11,25% Einingabréf 11 10,68% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.