Fréttablaðið - 01.03.2003, Page 10

Fréttablaðið - 01.03.2003, Page 10
Ég náði í skottið á mörgum afgullaldarkempunum svoköll- uðu,“ segir Guðmundur Haralds- son, fyrrverandi knattspyrnu- dómari, þegar hann rifjar upp ferilinn en hann var margsinnis valinn dómari ársins af Knatt- spyrnusambandi Íslands. Guð- mundur varð milliríkjadómari 23 ára og dæmdi marga skemmti- lega leiki, bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Hann dæmdi með- al annars leik hjá Liverpool með Kenny Dalglish innanborðs. Guðmundur segir fótboltann hafa breyst mikið frá þeim tíma þegar hann dæmdi. „Leikmenn eru til dæmis í miklu betri þjálfun nú en áður og miklu meira lagt í æfingar. Fót- boltinn er líka orðinn mun hrað- ari og ég held að það séu grimm- ari návígi í dag en áður. Við sjá- um oft leiki fara úr böndunum og leikirnir eru orðnir miklu harð- ari.“ Guðmundur segir dómara einnig vera farna að æfa af kappi en það þótti saga til næsta bæjar áður fyrr. „Það þótt broslegt þeg- ar menn voru að byrja en það þykir sjálfsagt í dag.“ Guðmundur segir að dómara- starfið sé skemmtilegt fyrir þá sem hafa gaman af knattspyrnu og þá sérstaklega ef menn leggi sig fram. „Hér áður fyrr þótti það ekki góður pappír að vera dómari. Fólk var að furða sig á því að menn legðu á sig að stunda þetta. En þetta hefur breyst mikið og fleiri sem sýna því áhuga að ger- ast knattspyrnudómari. Álit fólks hefur líka breyst hins betra,“ segir Guðmundur. Ólíkt því sem gerist í dag þurfti Guðmundur oft að borga með sér þegar hann dæmdi leiki. „Í dag er þetta ágætlega borgað en ég missti af þeim tíma. Ég náði nokkrum árum á launum en það voru smápeningar, bara brotabrot af því sem er í dag. Þetta var ólaunað starf megnið af mínum ferli.“ Umræður stór hluti af fótbolta Guðmundur segist hafa verið heppinn sem dómari þar sem hann varð ekki oft fyrir háðsglós- um áhorfenda eða leikmanna. „Svona eftir á að hyggja var erfið- ast þegar ég var að dæma í út- löndum. Ég þótti svo unglegur í útliti. Þó ég væri kominn á fimm- tugs aldurinn fannst þeim alltaf sem einhver krakki væri kominn til að dæma. Það var mjög skrýtin tilfinning en engu að síður skemmtilegt þegar leik lauk og menn sáu að ég gat valdið þessu starfi,“ segir Guðmundur og kennir þar um frísklegu útliti Ís- lendinga „Ég fann samt oft að fólk hefði ekki trú á þessum unga manni.“ Síðustu ár hefur oft verið rætt um að taka upp myndbandsupp- tökubúnað við dómgæslu í knatt- spyrnu til að skera úr um vafa- atriði. Guðmundur segist alfarið á móti því. „Stærsti hlutinn af knattspyrn- unni er að diskútera hlutina á eft- ir. Það yrði skelfilegt til þess að vita ef þetta yrði vélrænt. Ég myndi aldrei vilja sjá þetta ger- ast. Auðvitað getur það verið ósanngjarnt ef tekið er mark af liði á rangan hátt. Það er vissulega sárt en það er hluti af leiknum. Það hefur aldrei verið sanngirni í knattspyrnunni. Knattspyrnan er íhaldssöm íþróttagrein og það hafa orðið fáar en góðar breyting- ar í henni.“ Eftirminnilegur lokaleikur Síðasti leikurinn sem Guð- mundur dæmdi endaði með því að hann gaf afar prúðum leik- manni bæði gult og rautt spjald án þess að leikmaðurinn hefði gert nokkuð af sér. „Þetta var síðasti leikurinn sem ég dæmdi og mig langaði að hætta á eftirminnilegan og góðan hátt,“ útskýrir Guðmundur hlæj- andi. Hann áritaði bæði gula og rauða spjaldið, sem hann geymdi jafnan í vasanum, áður en hann hóf að dæma leik FH og ÍA sem var síðasti leikur Íslandsmótsins. Guðmundur ákvað að grínast svolítið í Skagamanninum og prúðmenninu Karli Þórðarsyni, sem hafði aldrei fengið að líta spjald á ferli sínum. Guðmundur brá því á leik þegar skammt var eftir af leiknum. „Leiktíminn var liðinn og ann- að liðið hafði afgerandi forystu. Ég ákvað því að framlengja að- eins og bætti við nokkrum mínút- um,“ segir Guðmundur. Hann beið síðan eftir að Karl fengi boltann og þegar það gerðist loks flautaði hann til merkis um að stöðva ætti leikinn. „Karl stóð einn með boltann og það var ekkert að gerast í kring- um hann. Ég hljóp til hans og sýndi honum gula spjaldið og sagði: „Þetta gengur nú ekki Kalli minn“. Síðan sýndi ég hon- um rauða spjaldið. Hann missti alveg andlitið og sömu sögu var að segja af miklum skapmönnum sem voru með honum í liði. Þeir komu ekki upp orði.“ Þegar Karl áttaði sig loks á gríninu rétti Guðmundur honum spjöldin til eignar. Þar hafði hann skrifað „Loksins náði ég þér Kalli“ og á rauða spjaldið „Takk fyrir drengilegan og góðan leik í gegnum tíðina“. Þegar Guðmundur hitti síðan Skagamennina eftir leikinn voru þeir búnir að skoða kortin og búnir að fyrirgefa honum synd- ina stóru. „Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tímann sýnt Karli Þórð- arsyni spjald á ferlinum. Það kom því vel á vondan,“ segir Guðmundur hlæjandi. Heragi á knattspyrnuvellinum Prúðmenni sem Karl var eru vel þekkt. Hinn brasilíski Pele fékk aldrei spjald á ferlinum og sömu sögu er að segja af Gary Lineker, fyrrverandi landsliðs- fyrirliða Englands. Bobby Charlton var einnig í þessum hópi en Guðmund minnir að hann hafi einu sinni fengið spjald fyrir slysni. „Ég man nú ekki eftir mörgum svona prúðmennum. En einu sinni dæmdi ég leik Ísraela og Skota í forkeppni heimsmeistara- mótsins. Ég hef aldrei kynnst eins öguðu liði og Ísraelsmönn- um. Það var sama á hverju gekk, þeir mótmæltu aldrei. Þeir voru undir svo miklum heraga að ég hef aldrei séð annað eins á knatt- spyrnuvellinum. Þeir höfðu ekki einu sinni rænu á að mótmæla. Ég er ekki viss um að þeir hafi alltaf verið sáttir en þeir létu aldrei styggðarorð falla.“ Guðmundur segir skemmti- legra að dæma leiki með lífi og fjöri í, þótt prúðmannalega leikn- ir leikir geti einnig verið skemmtilegir. „Skemmtilegustu leikirnir eru samt þegar mikið líf er í áhorfendum og leikmönnum. Ég fékk mest út úr þeim leikjum og þá fer adrenalínið af stað.“ kristjan@frettabladid.is 10 1. mars 2003 LAUGARDAGUR ÍÞRÓTTIR Í DAG LAUGARDAGUR 12.15 Sýn Newcastle og Chelsea eigast við í enska boltanum. Bæði lið eru í toppbaráttunni. 13.55 RÚV Fyrsti þátturinn af tíu um Ís- landsmótið í snjókross er sýnd- ur í Sjónvarpinu. 14.25 RÚV Bein útsending frá þýska fót- boltanum. 16.00 KA-heimilið KA tekur á móti FH í karla handboltanum. FH á í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. 16.00 DHL-höllin KR og ÍS mætast í 1. deild kvenna í körfu. KR-stúlkur eru í öðru sæti en ÍS í því fimmta. 16.20 RÚV Bein útsending frá leik Hauka og Þórs á Íslandsmótinu í handbolta. 16.30 Íþróttahús Seltjarnarness Grótta/KR tekur á móti Víkings- stúlkum í handbolta kvenna. Víkingur er í fjórða sæti deild- arinnar en Grótta/KR í því sjö- unda. 16.30 Ásvellir Haukar taka á móti Þórsurum í karlahandboltanum. Haukar eru í öðru sæti deildarinnar en Þór í því fimmta. 19.45 Sýn Alaves og Real Madrid eigast við í spænska boltanum. 00.00 Sýn Bardagi Mike Tyson og Clif- ford Etienne verður endur- sýndur. SUNNUDAGUR 11.45 Sýn Ensku meistararnir í Arsenal taka á móti Charlton. 13.55 Sýn Bein útsending frá úrslitaleik Liverpool og Manchester United í deildarbikarnum. 14.00 Vestmannaeyjar Eyjastúlkur eru ósigraðar á Ís- landsmótinu í handbolta. Þær taka á móti botnliði Fram. 17.00 Ásvellir Haukastúlkur mæta Keflavík í 1. deild kvenna í körfu. Haukar eru neðstir í deildinni en Kefla- víkurstúlkur efstar. 19.15 Borgarnes Skallagrímur og Hamar, tvö neðstu lið úrvalsdeildar karla í körfu, mætast. 19.15 DHL-höllin Stórleikur í úrvalsdeild karla þegar KR og Njarðvík mætast. 19.15 Sauðárkrókur Tindastóll tekur á móti Val, neðsta liðið úrvalsdeildar karla, á Sauðárkróki. 19.15 Smárinn Breiðablik á í harðri baráttu um að tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum. Kópavogsbúar taka á móti Keflvíkingum. 19.15 Stykkishólmur Snæfell og ÍR eru á svipuðu róli í deildinni og mætast í dag. Stigin skipta miklu máli fyrir úrslitakeppnina. 20.00 Ásvellir Nýkrýndir bikarmeistarar kven- na í handbolta, Haukar, taka á móti sameinuðu liði Fylkis/ÍR. 20.00 Víkin Neðsta lið karladeildarinnar í handbolta, Víkingur, tekur á móti Stjörnunni sem er í ellefta sæti. 22.05 RÚV Í Helgarsportinu verður sýnt frá helstu íþróttaviðburðum helg- arinnar. G æ ð i á N e tt o v e rð i. .. P R E N T S N I Ð ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 VIÐ RÝMUM FYRIR NÝJUM GERÐUM OG BJÓÐUM BAÐINNRÉTTINGAR Á BOTNVERÐI 120 cm innrétting (5 skápar, höldur, ljósakappi með 3 halogenljósum, borðplata og spegill) Botnverð 59.900,- 90 cm innrétting (3 skápar, höldur, ljósakappi með 3 halogenljósum, vaskborðplata og spegill) Botnverð 65.900,- 150 cm innrétting (4 skápar, 2 hillur, höldur, ljósakappi með 3 halogen- ljósum, borðplata og spegill) Botnverð 72.900,- Við þökkum viðskiptavinum frábærar viðtökur við tilboði okkar og höfum þá ánægju að tilkynna, að við getum framlengt það um örfáa daga, en nú eru síðustu forvöð. TILBOÐINU LÝKUR 8. MARS (og verður ekki framlengt aftur) Þakkaði fyrir drengilegan leik með rauðu spjaldi Guðmundur Haraldsson, fyrrverandi knattspyrnudómari úr KR, hóf að blása í flautuna árið 1960 og lagði hana ekki frá sér fyrr en 30 árum seinna. Síðasti leikurinn sem Guðmundur dæmdi endaði með því að hann gaf afar prúðum leikmanni bæði gult og rautt spjald án þess að leikmaðurinn hefði gert nokkuð af sér. GUÐMUNDUR HARALDSSON Starfar nú í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segist hafa tekið lítinn hvítan bolta fram yfir fótboltann og hefur verið formaður Golfklúbbs Bakkakots í fjögur ár. „Nú horfi ég bara á fótboltann úr fjarlægð,“ segir Guðmundur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.