Fréttablaðið - 01.03.2003, Side 12

Fréttablaðið - 01.03.2003, Side 12
12 1. mars 2003 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI Davíð Oddsson forsætis- ráðherra vissi um tilvist Jóns Geralds Sullenberger, forráða- manns Nordica, í ársbyrjun 2002, sjö mánuðum áður en lögreglu- innrás var gerð í Baug þann 28. ágúst síðastliðinn. Þetta kom fram í samtölum Hreins Lofts- sonar, þáverandi formanns einka- væðingarnefndar og stjórnarfor- manns Baugs, við aðra stjórnar- menn í Baugi og tölvupóstum og bréfi sem Hreinn sendi frá sér eftir fund sem hann átti með for- sætisráðherra í London 26. janú- ar 2002. Hreinn lýsti því fyrir stjórnendum Baugs og helstu samstarfsmönnum sínum í stjórn félagsins að forsætisráðherra hefði í London haft uppi stór orð um þá spillingu sem ráðherrann taldi eiga sér stað innan Baugs í kringum feðgana Jón Ásgeir Jó- hannesson, forstjóra Baugs, og Jóhannes Jónsson stjórnarmann. Hreinn sagði að Davíð hefði þar nafngreint Jón „Gerhard“ og fyr- irtækið Nordica, sem ætti í vafasömum viðskiptum við Baug. Hreinn taldi að aðgerða gegn Baugi af hendi yfirvalda gæti verið að vænta. Þetta gengur þvert á yfirlýsingar forsætisráð- herra ári síðar þegar hann kveðst ekki hafa heyrt minnst á Jón Ger- ald Sullenberger fyrr en eftir að lögreglurannsókn á Baugi hófst þann 28. ágúst 2002 með innrás lögreglu vegna kæru Jóns Ger- alds. Í þeim aðgerðum var Tryggvi Jónsson, aðstoðarfor- stjóri Baugs, handtekinn. Afsögn Hreins Lundúnafundur Davíðs og Hreins var að frumkvæði þess síðarnefnda í framhaldi af þing- ræðu Davíðs þar sem hann í utan- dagskrárumræðum um horfur í efnhagsmálum þann 22. janúar 2002 fór óvægnum orðum um fyrirtæki sem ráðherrann taldi að misnotaði sér markaðsráðandi stöðu sína. Davíð tók þar undir með Össuri Skarphéðinssyni, for- manni Samfylkingarinnar, sem sagði meðal annars: „Stóru keðj- urnar hafa í skjóli einokunar keyrt upp matarverð“. Össur hélt síðan áfram og brýndi Davíð Oddsson á því að það ættu að vera hæg heimatökin hjá ríkisstjórninni að knýja fram breytingar þar sem Hreinn Lofts- son, stjórnarformaður Baugs, væri einn helsti trúnaðarmaður ríkisstjórnarinnar. Davíð kom þá í ræðustól og svaraði Össuri á al- mennum nótum en vék ekki orði að Baugi. Össur kom öðru sinni í ræðustól og spurði þá af hverju ríkisstjórnin færi ekki sömu leið og verkalýðshreyf- ingin og „talaði niður þessa einokun“. Davíð kom þá öðru sinni upp og þar féll sprengjan. Hann lýsti því að 60 prósenta eignaraðild að matvælakeðjum á markaði væri „alltof há hlut- deild“. Þá lýsti forsætisráðherra því að sú staða væri uggvænleg og „sérstaklega þegar menn beita ekki því mikla valdi sem þeir hafa þar af skynsemi. Auðvitað hlýtur að koma til greina af hálfu ríkisins að skipta upp slíkum eignum ef þær eru misnotaðar“. Hreinn Loftsson svaraði Dav- íð Oddssyni í Morgunblaðinu daginn eftir og sagðist trúa því „að við búum í réttarríki“. Jafn- framt sagði hann að með tilliti til þess væri ekki hægt að ganga að Baugi „á grundvelli órökstuddra sögusagna um misnotkun að- stöðu“. Hreinn óskaði þá eftir fundi og vildi fá skýringar forsætisráð- herra og jafnframt að segja af sér í einkavæðingarnefnd vegna ummælanna. Davíð féllst á að hitta hann á hót- eli í London l a u g a r d a g - inn 26. janú- ar, viku eftir að ummælin féllu, þar sem Davíð féllst á af- sögn Hreins en bað hann að sitja um tíma áfram. Strax á mánudegin- um við heimkomuna hélt Hreinn fund í einkavæðingarnefnd þar sem hann tilkynnti nefndinni af- sögn sína og lagði fram b r é f þ a r að lútandi. Á þriðjudeginum 29. janúar átti Hreinn fundi með helstu stjórnendum Baugs þar sem hann spurðist fyrir um Nor- dica og Jón „Gerhard“ og sagðist hafa „fengið sjokk“ þegar Davíð hóf að reifa álit sitt á Baugs- mönnum, siðferði þeirra og tengslum við Nordica. Jafnframt lýsti Hreinn því að hann teldi aðeins vera tímaspursmál hvenær lögregla, skatta- yfirvöld eða samkeppnis- yfirvöld legðu til atlögu við Baug. Á þeim fundi sátu Jón Ás- geir Jóhannesson, Tryggvi Jóns- son og Hreinn. Jón Ásgeir sagði við Fréttablaðið að hann gæti staðfest það eitt að Hreinn hefði gert stjórn Baugs grein fyrir fundinum með Davíð þar sem Jón Gerald Sullen- berger hefði borið á góma. Sama dag sendi Hreinn tölvupóst til helstu stjórnenda Baugs þar sem hann lýsti því að „mikil harka væri í umhverf- inu“ . Þá varaði hann við því að vænta mætti aðgerða yfirvalda gagnvart fyrirtækinu og lagði að mönnum að gæta þess vel að aðhafast ekkert það í rekstrin- um sem gæfi höggstað á félaginu. „Það er ver- ið að brýna samkeppnisyfirvöld til einhvers konar aðgerða gagn- vart félaginu,“ segir í tölvupóst- inum. Þá sendi Hreinn fyrir- spurnir sínar til endurskoðanda Baugs þar sem hann spurði um samskipti fyrirtækisins við aðila innanlands og erlendis . Stjórnarfundur ræddi Davíð Hreinn Loftsson, sem um ára- bil var náinn samstarfsmaður Davíðs og meðal annars aðstoðar- maður hans frá árinu 1991, ræddi samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins opinskátt við stjórnar- menn í Baugi um fundinn með forsætisráðherra. Á þeim tíma lýsti Hreinn því að hann hefði aldrei fyrr heyrt minnst á Nor- dica eða Jón Gerhard. Óttinn við aðgerðir forsætisráðherra var ræddur innan stjórnar Baugs þann 14. febrúar 2002 og færður til bókar. Þar lýstu stjórnarmenn áhyggjum sínum vegna þeirrar andúðar sem Davíð var sagður hafa á fyrirtækinu. Þorgeir Baldursson, stjórnar- maður og formaður fjáröflunar- nefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundinum að „valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hefðu miklar áhyggjur af framgöngu Davíðs“. Tryggvi Jónsson aðstoð- arframkvæmdastjóri sagði að vegna þess að Nordica hefði ver- ið nefnt í tengslum við Baug gæti hann upplýst að Baugur ætti ekki í miklum viðskiptum við það fyr- irtæki. Reyndar væri Nordica á fallanda fæti. Á sama fundi sagði Guðfinna S. Bjarnadóttir, stjórn- armaður og rektor Háskólans í Reykjavík, að þrátt fyrir að for- sætisráðherra væri valdamikill stæði almenningur í landinu með Baugi. Hreinn Loftsson lét eftir Lundúnafundinn fara fram ítar- lega úttekt á rekstri Baugs til þess að fyrirtækið yrði viðbúið hvers konar rannsókn yfirvalda. Innan fyrirtækja Baugs var kallað eftir skýrslum um það Hreinn Loftsson hitti Davíð Oddsson í London átta mánuðum fyrir „lögregluinnrásina“ í Baug, til að segja af sér í einkavæðingarnefnd. Hreinn lýsti því við heimkomuna að forsætisráðherra hefði talað um Jón „Gerhard“ Sullenberger en ári síðar þrætti Davíð fyrir vit- neskju um Sullenberger. Stjórnarformaður sendi samherjum í Baugi aðvörun eftir fundinn með Davíð. Forsætisráðherra sagður hafa vitað af Sullenberger DAVÍÐ ODDSSON Nefndi Jón Gerald Sullen- berger á fundinum með Hreini en þrætti ári síðar fyrir að hafa heyrt minnst á hann. FUNDARGERÐ Í FEBRÚAR Á stjórnarfundi í febrúar sveif ótti við aðgerðir forsætisráðherra yfir vötnum. Hreinn Loftsson ræddi þar um yfirvofandi aðgerðir sem hann taldi eftir fundinn með Davíð að mætti vænta af hendi yfirvalda.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.