Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 14
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-anna var frá upphafi hugsað
sem valdamesta stofnun alþjóða-
samfélagsins, stofnun sem ætti að
tryggja friðsamleg samskipti eft-
ir að heimurinn hafði gengið í
gegnum tvær heimsstyrjaldir á 30
árum. Lengst af stóð ráðið ekki
undir þeim væntingum. Á tímum
kalda stríðsins leiddi stórvelda-
slagur Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna til þess að öryggisráðið
var máttlítil stofnun þar sem neit-
unarvald fimm varanlegra aðila
að ráðinu kom í veg fyrir sam-
þykkt fjölda ályktana sem hent-
uðu ekki öðrum hvorum deiluaðil-
anum.
Eftir áratug þar sem vegur ör-
yggisráðsins fór vaxandi virðist
bakslag hlaupið í vöxt þess. Deil-
urnar um Írak hafa sýnt veikleika
sérhverrar yfirstjórnar í alþjóða-
málum.
Völd öryggisráðsins
Öryggisráðið getur með álykt-
unum sínum krafist þess að þjóðir
leysi deilur sínar með friðsamleg-
um hætti og fari að alþjóðalögum.
Þá getur það samþykkt með sama
hætti að beita ríki viðskiptaþving-
unum eða heimilað hernaðaríhlut-
un til að tryggja að fyrirmælum
sem birtast í ályktunum þess sé
framfylgt. Öryggisráðið getur
samþykkt að senda friðargæslu-
sveitir á óróasvæði til að tryggja
frið og stöðugleika.
Öryggisráðið getur lagt til við
þing Sameinuðu þjóðanna að nýj-
ar þjóðir fái aðild að samtökunum.
Gerist ríki ítrekað sekt um að
brjóta gegn samþykktum ráðsins
getur það lagt til við þing Samein-
uðu þjóðanna að ríkið verði svipt
réttindum sínum sem aðildarríkis
eða vikið úr Sameinuðu þjóðun-
um.
Tíu sæti til skiptanna
Valdið er sem fyrr mest hjá
þeim ríkjum sem eru varanlegir
aðilar að öryggisráðinu, Banda-
ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi,
Kína og Rússlandi. Auk þeirra
sitja tíu ríki í ráðinu og er kjör-
tímabil hvers og eins tvö ár. Skipt
er um aðildarríki á hverju ári,
fimm í einu. Til að samþykkja
ályktanir þarf atkvæði níu aðild-
arríkja, að því gefnu að enginn
varanlegu aðilanna beiti neitunar-
valdi til að stöðva ályktunina.
Aðildarríkin skiptast á um að
stýra fundum öryggisráðsins.
Hvert um sig stýrir fundum ráðs-
ins í mánuð í senn og ræðst upp-
röðunin af röðun ríkjanna í staf-
rófsröð samkvæmt ensku heiti
þeirra. Þjóðverjar stýrðu fundum
ráðsins í febrúar en Afríkuríkið
Gínea stýrir fundum þess í mars
þegar búast má við átakafundum
um hvort hervaldi skuli beitt nú
eða vopnaeftirlitsmönnum og
Íraksstjórn gefinn lengri frestur.
Þó höfuðstöðvar Sameinuðu
þjóðanna séu í New York hefur
það gerst að öryggisráðið hafi
fundað annars staðar. 1972 fund-
aði það í Addis Ababa, höfuðborg
Eþíópíu, og ári síðar var fundur
þess haldinn í Panama.
Ályktanir Sameinuðu þjóð-
anna
Á 57 árum hefur öryggisráðið
samþykkt 1465 ályktanir. Meðal
þeirra helstu má nefna ályktun 83
frá 27. júlí 1950 þar sem aðildar-
ríki Sameinuðu þjóðanna voru
hvött til að veita Suður-Kóreu alla
nauðsynlega árás til að hrinda
innrás Norður-Kóreumanna og
ályktun 678 frá 29. nóvember 1990
þar sem heimilað var að beita öll-
um leiðum til að framfylgja fyrri
ályktun ráðsins um að Írakar
skyldu hverfa frá Írak.
Íslendingar kunna að hafa
áhuga á 8. ályktun öryggisráðsins
sem samþykkt var
á 55. fundi þess, 28.
ágúst 1946. Þar var
samþykkt að mæla
með því við þing
Sameinuðu þjóð-
anna að Ísland, auk
Svíþjóðar og
Afganistan, fengi
aðild að félags-
skapnum. Tíu þjóð-
ir voru þessu sam-
þykkar en sú ell-
efta, Ástralía, sat
hjá. Albanía, Írland,
Mongólía, Portúgal,
Síam og Transjó-
rdanía höfðu líka
sótt um aðild en
þurftu að bíða leng-
ur eftir að fá inni.
Aldrei virkara en nú
Öryggisráðið hefur aldrei ver-
ið virkara en núna, segir Stefán
Skjaldarson, skrifstofustjóri al-
þjóðaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins. Þrátt fyrir að aðildar-
ríki þess deili um hvort beita eigi
hervaldi nú eða gefa meiri tíma
til vopnaeftirlits segir hann þær
deilur ekkert í líkingu við ástand-
ið eins og það var á tímum kalda
stríðsins. „Þá voru öll mál í raun
og veru stoppuð ýmist af Sovét-
ríkjunum, Kína eða Bandaríkjun-
um með neitunarvaldi. Það var
meira og minna lamað allt kalda
stríðið.“
Á þessum tíma snerust flest
mál upp í baráttu stórveldanna,
austurs og vesturs. Eftir lok
kalda stríðsins segir Stefán að
áhrif minni ríkja hafi aukist
mjög og jafnframt þörf þeirra
fyrir að berjast af auknum krafti
fyrir eigin málum. Þetta spili
meðal annars inn í að Ísland sæk-
ist nú eftir sæti í öryggisráðinu.
brynjolfur@frettabladid.is
14 1. mars 2003 LAUGARDAGUR
aðeins
tveir dagar eftir!
milli kl. 10 og 19
og á morgun
Aðeins í dag
Kópavogi:
Smáralind,
sími 562 9701.
Akureyri:
Hafnarstræti 91-93,
2. hæð, sími 663 1224.
Bókamarkaður
Félags íslenskra
bókaútgefenda
h
in
n
e
in
i s
an
ni
bók
amarkaður
S
ÍÐ
U
S
T
U
fo
rvö
ð
ótrúlegt
verð
Íslensk stjórnvöld undirbúa núframboð Íslands til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna í fyrsta skipti
og stefna að því að eiga sæti í ráð-
inu árin 2009 og 2010. Kosið verður
um fimm sæti í ráðinu
haustið 2008 og verður Ís-
land frambjóðandi Norður-
landa.
Óvíst er hvort kjósa
þurfi á milli ríkja um sætin
sem þá verða í boði. Eins og
staðan er í dag verða fram-
boð jafn mörg og sætin sem
eru í boði. Stefán Skjaldar-
son, skrifstofustjóri al-
þjóðaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins, segir að samt
verði unnið út frá því að um
fleiri framboð kunni að vera
að ræða og reynt að tryggja sem
besta kosningu. Eins hafi fasta-
nefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóð-
unum verið efld og hún verði efld
enn frekar til að takast á við verk-
efni sem fylgja setu
í öryggisráðinu.
Halldór Ás-
grímsson utanríkis-
ráðherra lýsti
ástæðunum að baki
framboði til örygg-
isráðsins í þing-
ræðu á fimmtudag.
„Full þátttaka er
forsenda áhrifa.
Ekki gengur lengur
að standa utan við
og fylgjast aðeins
með,“ sagði Hall-
dór og bætti við: „Við höldum
hvorki áhrifum né virðingu um-
heimsins án virkrar þátttöku.
Smæð og fámenni ríkja eru ekki
lengur brúkleg rök til hjásetu eða
til að halda sig til hlés í
ölduróti alþjóðamála.“
Það hefur stundum
komið til umræðu að Ísland
taki sæti í öryggisráðinu
þó ekki hafi verið reynt á
það fyrr en nú. Það var
helst í utanríkisráðherratíð
Geirs Hallgrímssonar á
áttunda áratugnum að það
var rætt af einhverri al-
vöru. Það var í þeirri ríkis-
stjórn sem Halldórs Ás-
grímsson gegndi fyrst ráð-
herradómi. ■
VOPNAEFTIRLITIÐ Í ÍRAK
Vopnaeftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna, UNMOVIC, voru sett-
ar á fót með samþykkt öryggisráðsins númer 1284 17. desem-
ber 1999. Sveitirnar komu í stað sérstakrar sendinefndar Sam-
einuðu þjóðanna með það að markmiði að sjá til þess að farið
yrði að kröfum um afvopnun Íraka.
AÐILDARRÍKI
ÖRYGGISRÁÐSINS
Ríki Lok kjörtímabils
Angóla 31. desember 2004
Bandaríkin Varanlegur aðili
Bretland Varanlegur aðili
Búlgaría 31. desember 2003
Chile 31. desember 2004
Frakkland Varanlegur aðili
Gínea 31. desember 2003
Kamerún 31. desember 2003
Kína Varanlegur aðili
Mexíkó 31. desember 2003
Pakistan 31. desember 2004
Rússland Varanlegur aðili
Spánn 31. desember 2004
Sýrland 31. desember 2003
Þýskaland 31. desember 2004
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var sett á fót til að tryggja frið og öryggi í heiminum. Stofnunin sem átti að virka þrátt fyrir deilur ríkja heims var
lömuð um áratugaskeið á tímum kalda stríðsins áður en hún átti blómaskeið sitt undir lok 20. aldar.
Völd og vandamál öryggisráðsins
GEIR HALL-
GRÍMSSON
Aðild Íslands að
öryggisráðinu var
fyrst rædd af al-
vöru í utanríkisráð-
herratíð Geirs.
HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON
Íslendingar sækj-
ast í fyrsta skipti
eftir sæti í öryggis-
ráði Sameinuðu
þjóðanna.
Ísland sækist eftir sæti í öryggisráðinu:
Full þátttaka forsenda áhrifa
FUNDAÐ Í ÖRYGGISRÁÐINU
Þó bekkurinn sé stundum þétt setinn á fundum öryggisráðsins þegar mikið liggur við er
algengara að ófá sæti séu auð meðan rætt er um mál sem þykja ekki jafn mikilvæg.