Fréttablaðið - 01.03.2003, Page 19

Fréttablaðið - 01.03.2003, Page 19
19LAUGARDAGUR 1. mars 2003 mætast? Það er stóra spurningin sem Gunnlaugur svarar að bragði, og það er ekki frítt við að fari um hann þegar hann reynir að sjá fyrir sér þann fund. „Þau þola ekki hvort annað! Þau eru bæði ofboðslega köld og beitt og hvöss, stíll sem virkar vel fyrir þau gagnvart öðrum. Ingibjörg skemmti sér konunglega við að rífa Árna í sig og Davíð þegar hann er að taka Ögmund og Össur fyrir. Þeir hafa það ekki í karakter sínum, þessa beittu grimmd. Davíð virðir fyrir sér tvíburann Össur, sem trúr sínu merki talar mikið og skiptir oft um skoðun. Davíð bíður rólegur eft- ir færi, hann þarf ekki að bíða lengi, og svo kemur stungan. Þegar þau hittast mætast tveir einstaklingar sem hafa sömu taktíkina og þá er andskotinn laus. Þau eru bæði dul, lokuð en hafa þá tækni að sjá veikleika náungans. Þau þola ekki fólk sem kemst inn í þeirra landhelgi. Mörgum, sem ekki eru sammála þeim í pólitík, líkar illa þeirra hrokafulla fram- koma. Þegar steingeitin verður reið kólnar hún, stífnar og herpist sam- an. Þau eru bæði þannig. Svo brýst það út með grimmd.“ Tilfinningaverur þrátt fyrir kulda Gunnlaugur segir að það muni gneista en kannski ekki með há- vaða og látum. „Þau eru innhverf og hafa kald- an stungustíl. Skylmingar og stungur. Þau eru alltaf að leita veikleika og pikka þar í. Þau eru bæði tilfinningaverur þrátt fyrir þennan kulda. Og tilfinningafólkið er grimmasta fólkið. Bæði eru með tungl í fiskum. Eiga það sameigin- legt að vera næm á umhverfi sitt og hafa sálrænt innsæi. Það hjálp- ar þeim til að stjórna öðrum og ter- rorisera ef á þarf að halda. Sem dæmi má halda því fram að Davíð fjarstýri fólki með sálrænum hætti. Fólk ímyndar sér: Verður Davíð glaður eða óánægður? Fólk óttast hann. Ég stend sjálfan mig að því að spyrja mig: Á ég að fara í eitthvað viðtal og tala um Davíð? Verður hann reiður? Og gerist þá eitt- hvað? Hefnd getur komið án þess að hann þurfi að koma þar nærri. Þegar maður hefur þetta á tilfinn- ingunni nægir það. Og í kringum Davíð er geysilega sterk tilfinn- ingaleg ára – einhvers konar grim- md. Ingibjörg er í raun mildari, kannski ekki vegna þess að hún er kona, hún hefur framkvæmdaork- una í fiskamerkinu en hann í meyj- unni. Og svo kemur þetta ljónsel- ement. Sjálfur segir hann sinn hel- sta veikleika vera hvatvísi, hann eigi til að rjúka upp og verða reið- ur. Oft heiftúðuglega. En yfirleitt er hann, sem steingeit og vatns- beri, yfirvegaður út á við.“ jakob@frettabladid.is Frægir stjórn- málamenn í merki steingeitar Svona rétt til að átta sig betur á því hvað í vændum er þegar steingeitunum lýstur saman í komandi kosningabaráttu þá eru hér nokkrir frægir stjórn- málamenn í merki steingeitur. Helmut Schmidt, 23. desember 1918 Anwar Sadat, 25. desember 1918 Mao Tse Tung, 26. desember 1893 William Gladstone, 29. desember 1809 Barry Goldwater, 1. janúar 1909 Jósef Stalín, 2. janúar 1880 Walter Mondale, 5. janúar 1928 Richard Nixon, 9. janúar 1913 Hermann Göring, 12. janúar 1893 Og svona einnig boxararnir: Muhammed Ali 17. janúar 1942 og Joe Frazier 17. janúar 1944. Ég man þetta svo vel, ég manmeira að segja hvernig veðrið var þegar ég gekk út úr Háskóla- bíói. Ég man eftir rigningarúðan- um og birtunni yfir Hagatorg- inu.“ Hjálmar H. Ragnarsson, tón- skáld og rektor Listaháskóla Ís- lands, er þarna að tala um flutn- ing Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sjöundu sinfóníu Beethovens. Þetta var á fyrstu Listahátíðinni í Reykjavík árið 1970, sem Vlad- imir Ashkenazy var aðalhvata- maðurinn að. „Ég var tæpra átján ára þá og hafði búið í Reykjavík í einn vet- ur. Maður var að tileinka sér borgarlífið og menninguna og fær svo í kaupbæti alþjóðlega menningu af hæstu gæðum.“ Daniel Barenboim stjórnaði hljómsveitinni. Itzhak Perlman fiðluleikari lék einleik á sömu tón- leikum, en Hjálmar segir flutn- inginn á sjöundu sinfóníunni eftir- minnilegastan. „Þetta var einhvern veginn svo ferskt. Mér finnst ég ennþá muna hvernig þetta hljómaði. Hægi kaflinn í þessu verki er mjög áhrifaríkur og sorglegur. Baren- boim var auðvitað afburða stjórn- andi. Ég þekkti sjöundu sinfóní- una af plötum og hef oft heyrt hana síðan, en þarna fannst mér hreinlega himnarnir hafa opnast fyrir mér.“ Hjálmar segir þessa listahátíð hafa haft veruleg áhrif á það hvert hann tók stefnuna í lífinu. „Á þessum aldri er einmitt svo mikilvægt að heyra það glæsileg- asta og vandaðasta sem til er, jafnvel enn mikilvægara en síðar á ævinni. Ég held því fram að á þessum árum geti svona viðburðir hreinlega snúið lífi manns. Ef ein- hverjir eiga erindi inn á stórvið- burði á listahátíð þá er það einmitt unga fólkið.“ ■ HJÁLMAR H. RAGNARSSON Fyrsta listahátíðin í Reykjavík hafði sterk áhrif á ungan mann nýfluttan í bæinn. Himnarnir opnuðust mér Eftirminnilegur menningarviðburður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.