Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 22
Móðir mín var mikið á fjöllumog ég fékk þetta nafn út af
tengslum hennar við náttúruna,“
segir Jökull Bergmann fjallaleið-
sögumaður. Jökull hefur þrátt
fyrir ungan aldur starfað við
fjallamennsku um árabil. Hann er
27 ára gamall sveitastrákur upp-
alinn á bænum Klængshóli í
Skíðadal á Tröllaskaga. Fjalla-
mennska er hans líf og yndi þrátt
fyrir að hann hafi í tvígang verið
nær dauða en lífi við fjalla-
mennskuna.
Jökull byrjaði að stunda fjalla-
mennsku og klifur fyrir rúmum
tíu árum. Hann steig sín fyrstu
skref á fjöllum þegar hann gekk
til liðs við Flugbjörgunarsveit
Reykjavíkur árið 1992. Fljótlega
upp úr því fór Jökull að reyna
fyrir sér í erfiðari leiðum.
Hann hefur klifið fjöll um víða
veröld; í Evrópu, Afríku, Amer-
íku og Asíu. Jökull segist þó ekki
leitast við að komast sem hæst.
Þess í stað vill hann klifra eins
erfiðar leiðir og kostur er.
„Í tæknilegri klifurmennsku
ertu að fást við erfiðleika og þá eru
það leiðirnar sem skipta máli ekki
tindarnir sem þú kemst á. Sama
hvort það er kletta- eða ísklifur
reyni ég að finna eins erfiða leið og
ég treysti mér til að klifra. Það geta
verið mislangar leiðir, allt frá 50
metrum upp í 1500 metra,“ segir
Jökull.
Jökull segir að fjallamennska
reyni ekki síður á andlegu hliðina
en þá líkamlegu. „Þetta er spurn-
ing um ákveðni og að þora,
treysta sjálfum sér og þekkja tak-
mörk sín. Allt sem kemur með
reynslunni. Þegar fólk byrjar að
fara á fjöll reynir það bara á lík-
amlegu hliðina. Síðan byggir það
upp reynslu og þá koma meiri
pælingar. Þá er fólk orðið reynd-
ara og minni líkur á að það slasi
sig. Ég er að vísu undantekningin
sem sannar regluna.“
Nær dauða en lífi
Jökull hefur tvisvar verið nær
dauða en lífi eftir slys við
klifuriðkun sína. Fyrra slysið átti
sér stað þegar hann var 17 ára. Þá
mölbraut hann á sér annan fótinn
eftir að hafa hrapað tæpa 40 metra
í ísfossi í Blikadal í Esjunni, þar
sem hann var að klifra ásamt fé-
laga sínum.
Blikadalur er í ellefu kílómetra
loftlínu frá Borgarspítalanum. Það
tók engu að síður tólf klukkutíma
að koma Jökli á spítalann.
„Félagi minn fór að sækja hjálp
en áður en hann fór grófum við
snjóhús í jörðina sem ég beið í. Þeg-
ar ég var búinn að bíða í sex tíma
var ég hættur að vera dofinn í fæt-
inum og farinn að ofkælast. Síðan
ágerðist ofkælingin og ég var við
það að kveðja þennan heim. Þá átt-
aði ég mig á því að það var ekki góð
hugmynd að hanga ofan í holunni.“
Jökull ákvað því að skríða af
stað og reyna að ná upp hita. Átök-
in voru mikil og fljótlega fór lík-
amshitinn hækkandi. Ferðin tók
nokkrar klukkustundir áður en
björgunarsveitin fann hann.
„Það var kannski það erfiðasta
við þetta allt saman að draga sig
niður dalinn. Ég var hættur að vera
dofinn í fætinum. Þegar þarna var
komið sögu var ég kominn á svo al-
varlegt stig ofkælingar að ég hugs-
aði ekki heila hugsun. Ég var með
gríðarlegar ofskynjanir, sá alls
konar fólk í kringum mig, lifandi
og dáið, þyrlur, bíla, flugvélar og
ég veit ekki hvað og hvað. Svo
heyrði ég líka alls konar furðuleg
hljóð. Sársaukinn í fætinum var
orðinn það mikill að það leið yfir
mig reglulega. Ég rankaði við mér
annað slagið með andlitið á kafi í
snjó. Þá hafði ég rekið fótinn í og
leið út af vegna sársaukans. Í raun
skreið ég í mig líf. Ef ég hefði ekki
farið af stað hefði líkamshitinn
verið kominn langt niður fyrir
hættumörk og heilastarfsemin
hefði verið orðin biluð.“
Björgunarsveitarmenn komu
loks á staðinn og var Jökull fluttur
með hraði á Borgarspítalann. Jök-
ull segist búa yfir undarlegri lík-
amsstarfsemi og virðist vera fljót-
ari að jafna sig en aðrir. Það fór
ekki nema eitt ár í endurhæfingu.
Áhugamálið verður
að atvinnu
Jökull segir lífsreynsluna í
Blikadal hafa opnað augu hans.
Ólíkt því sem margir héldu hætti
hann ekki klifrinu heldur fann til-
ganginn með því.
„Þetta hafði þveröfug áhrif á
mig. Ég varð enn einbeittari og
ákveðnari. Frá þeim tíma hefur
markið alltaf verið upp á við í
fjallamennsku. Þá ákvað ég líka að
fjallamennska væri lífið og ég vildi
hætta að stunda hana sem áhuga-
mál.“
Jökull ákvað því
að reyna að vinna
fyrir sér með
fjallamennskunni
og segir tvær leiðir
til þess. Annars
vegar sem fjalla-
l e i ð s ö g u m a ð u r,
eins og hann gerir
nú, eða sem at-
vinnufjallamaður
sem fær borgað
fyrir að klífa fjöll.
„Þá þarf maður
að vera rosalega
góður og sterkur í
því sem maður ger-
ir og hafa aðstæður
til að afla sér peninga. Það er hins
vegar ákaflega erfitt hér heima þar
sem fjallamennska er ekki mjög
stórt mál. Í Frakklandi aftur á móti
eru fjórar milljónir manna í
Franska alpaklúbbnum og þar vita
allir hvað klifur gengur út á. Fólk
fær meira að segja einingar í
menntaskóla eftir því hvað það get-
ur klifrað mikið.“
Jökull hefur flakkað á milli Ís-
lands og Frakklands síðustu ár.
Hann starfar sem leiðsögumaður
hér en stundar fjallaklifur og skíði
ytra. „Þannig náði ég takmarkinu
mínu að einhverju leyti með því að
hafa atvinnu af fjöllunum.“
Hálsbrotnaði í snjóflóði
Jökull lenti í öðru slysi í janúar í
fyrra. Þá lenti hann í snjóflóði í
Skíðadal þar sem hann hugðist fara
í ísklifur ásamt tveimur félögum
sínum. „Það hafa margir gert grín
að því að ég sé eini maðurinn sem
lendi í snjóflóði á algjörlega snjó-
lausum vetri,“ segir Jökull.
„Á leiðinni þurftum við að fara
yfir nokkurs konar skál sem var
um 20 metrar á breidd og 20 metr-
ar á hæð. Mér leist ekki á skaflinn
sem var þar og bað félaga mína að
hinkra á meðan ég athugaði hversu
traustur hann væri. Snjórinn náði
mér upp að hnjám og ég var búinn
að taka nokkur skref inn á skaflinn
þegar hann fór af stað,“ segir Jök-
ull.
Snjórinn var blautur og þungur
og var á skömmum tíma kominn á
mikla ferð. Jökull gat sig hvergi
hrært og þaut niður með skaflin-
um. Lítill snjór var á svæðinu og
fór hann 400 metra yfir urð og
grjót.
„Þegar ég loks stöðvaðist fann
ég að ég var hálsbrotinn, snúinn á
báðum ökklum, ísöxin á kafi í löpp-
inni á mér, ég var rifbeinsbrotinn,
viðbeinsbrotinn, handleggs- og oln-
bogabrotinn og blæddi eins og
stungnum grís. Höfuðleðrið flettist
líka nánast af mér. Sigurbjörn fé-
lagi minn er sem betur fer með lít-
ið höfuð þannig að hann tók húfuna
af sér, slétti höfuðleðrið á mér og
setti húfuna á. Það voru fyrstu
sárabindin sem ég fékk.“
Félagi Jökuls útbjó einnig kraga
um hálsinn á honum. Hann ákvað
að ganga niður fjallið með aðstoð
félaga sinna. Þegar þeir voru
komnir langleiðina niður mættu
þeir björgunarsveitinni frá Dalvík
sem flutti hann á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri. Þaðan var flogið
með hann til Reykjavíkur.
Þótt ótrúlegt megi virðast tók
það Jökul ekki nema þrjá mánuði
að jafna sig. Að þeim tíma loknum
var hann aftur farinn að renna sér
á skíðum og klífa fjöll.
„Batahraðinn hjá mér er ógn-
vænlegur. Hálf furðulegur. Margir
vilja meina að ég sé einhvers konar
leyniverkefni hjá Kára Stefáns-
syni,“ segir Jökull hlæjandi.
Ekki fjölskylduvænt starf
Jökull hóf nám við Menntaskól-
ann í Hamrahlíð en lauk ekki prófi
þaðan. Hann var þegar búinn að
ákveða að hefðbundið bóknám ætti
ekki við hann og tók fjallamennsk-
una fram yfir.
Jökull hefur í gegnum tíðina
verið laus og liðugur. Hann segir
það hvorki einfalt né auðvelt að
vera náinn aðstandandi fjallaklif-
ursmanns. Móðir hans hefur þó
alltaf sýnt honum skilning og hvatt
hann til dáða.
„Ég varð nú þeirrar gæfu að-
njótandi að kynn-
ast afskaplega
yndislegri mann-
eskju rétt áður en
ég hálsbrotnaði.
Það vildi svo vel til
að hún er sjúkra-
liði. Ég fékk því
mjög fagmannlega
umönnun á meðan
ég var að jafna
mig,“ segir Jökull
um kærustu sína,
Sunnu Björk
Bragadóttur, sem
er Dalvíkingur.
„Hún fékk
þetta beint í æð
þegar við vorum
að kynnast þannig að hún er ekkert
að stressa sig þó ég fari að klifra.
Hún er búin að sjá það versta.“
kristjan@frettabladid.is
22 1. mars 2003 LAUGARDAGUR
Jökull Bergmann hefur lifað af tvö alvarleg slys. Hann féll niður 40 metra, mölbraut á sér fótinn og þurfti að
bíða í tólf tíma eftir hjálp. Seinna hálsbrotnaði hann í snjóflóði en gekk til byggða.
* Koffín
Eykur orku og fitubrennslu.
* Hýdroxísítrussýra
Minnkar framleiðslu fitu.
* Sítrusárantíum
Breytir fitu í orku.
* Króm pikkólínat
Jafnar blóðsykur og minnkar nart.
* Eplapektín
Minnkar lyst.
* L-Carnitine
Gengur á fituforða.
BYLTING Í FITUBRENNSLU!
- ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR
Perfect bu
rner töflu
r 90 stk.
Hagkvæm
ustu kaup
in!
Söluaðilar:
Hagkaupsverslanir, Heilsuhúsið, Hreysti,
Lyfjuverslanir og helstu líkamsræktarstöðvar.
Perfect burner er því lausnin á því að tapa
þyngd á árangursríkan, skynsaman og
endingagóðan hátt.
WWW.ISALP.IS
Jökull hefur stundað fjallaklifur í rúm tíu
ár. Hann lítur ekki lengur á það sem
áhugamál heldur lífsstíl.
MÓTMÆLI
Jökull er harður andstæðingur virkjun-
ar við Kárahnjúka. Hann á erfitt með
að þola hvað Íslendingar láta vaða yfir
sig enda hefur hann kynnst róttækum
mótmælaaðgerðum í Frakklandi.
JÖKULL
BERGMANN
Jökull hefur staðið
að uppbyggingu ferða-
þjónustu á Tröllaskaga í
samvinnu við ferðaskrifstof-
una Fjallabak. Þar rekur
hann gistiheimili ásamt móð-
ur sinni Önnu Dóru Hermanns-
dóttur og manni hennar Erni
Arngrímssyni.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELMHálsbrotinn
með hangandi höfuðleður