Fréttablaðið - 01.03.2003, Page 24
Svo virðist vera að fólk vilji frek-ar skera sig úr hópnum í dag en
að hverfa inn í hann. Föt í áberandi
litum eru að verða vinsælli og
breiddin í klæðaburði að aukast. Lit-
ir hafa ekki verið svona skærir síð-
an á miðjum níunda áratugnum, á
þeim tíma þegar diskótek með
útfjólublárri lýsingu voru það
skemmtilegasta sem til var.
Svartur, grár og pastellitirnir
eru á undanhaldi og svo virðist vera
að kaupandinn geri auknar kröfur
um að föt séu einstök og ekki fjölda-
framleidd í massavís.
Íslensk ungmennatíska er að
fyllast af áhrifum frá Bandaríkjun-
um eins og sést best í auknum
„götuklæðnaði“ fatabúðanna.
Hettupeysur, hermannaföt og
íþróttaskór sem eiga rætur sínar að
rekja til hiphopmenningarinnar á
strætum New York borgar eru
orðnin daglegt brauð á þröngu litlu
göngustígunum við lágu húsin í
Reykjavík. Tískan virðist vera að
færast nær uppruna sínum því
svitabönd, á borð við þau er voru
vinsæl á meðal breakdansara á ní-
unda áratugnum, eru komin aftur í
tísku. Converse-skór eru skyldu-
eign í sumar.
Dökkar gallabuxur, litríkir
skór og toppur
Í verslunina Deres í Kringl-
una sækja aðallega unglingar og
fólk upp að þrítugu. Elstu kúnn-
arnir muna því vel eftir jogging-
göllum, svitaböndum og Con-
verse-skóm breaktímabilsins.
Í dag ganga menn sjálfviljug-
ir í bómullarhettupeysum, con-
verse-skóm og íhuga jafnvel að
renna svitabandi upp á úlnliðinn.
„Hingað til hefur það bara ver-
ið viss hópur sem klæddi sig
svona,“ segir Valþór R. Sverrisson,
aðstoðarverslunarstjóri Deres. „Í
dag eru allir komnir í þetta. En
þetta eru ekki svona stórar og
miklar hettupeysur eins og áður
fyrr, heldur litlar og þröngar. Þeim
svipar líka til gamla breaktíma-
bilsins.“
Í skóm segir Valþór að gömlu
Converse-skórnir séu hvað vinsæl-
astir þessa dagana. „Kvenskórnir
eru svo með oddatá og eru flestir í
skærum litum. Það eru aðallega
lágir skór og þeir koma í bleikum
og jafnvel appelsínugulum.“
Þegar vel er að gáð virðist af-
greiðslufólk í fatabúðum sammála
því að sumarið verði óvenju litríkt
í ár. Valþór segir að í Deres séu
þeir toppar sem berast inn í skær-
um, æpandi litum. Neonblár, rauð-
ur, appelsínugulur og grænn.
Með því standa gallabuxurnar
enn fyrir sínu. Deres státar af því
að hafa stærsta úrval gallabuxna á
landinu. Í búðinni fást buxur frá
Levi’s, Diesel, Wrangler og Lee.
Snjáðar buxur virðast ætla að vera
vinsælar áfram út sumarið og seg-
ir Valþór að erfitt sé að fá buxur í
dag sem eru ekki fyrirfram snjáð-
ar. „Sniðin eru lág í mitti, í herra-
og sérstaklega í dömusniðunum,“
útskýrir hann. „Sniðin eru samt að
breytast. Þær hafa alltaf verið út-
víðar en nú eru dömusniðin að
verða þrengri að neðan. Svartur og
dökkblár er mjög vinsæll núna í
gallabuxum.“
Þegar Valþór er beðinn um að
spá fyrir um hvert straumar tísk-
unnar beinist í sumar segir hann
að hvítur og rauður verði áber-
andi. „Hjá dömunum eru svo
minipils að koma aftur,“ segir
hann og greina má tilhlökkun í tón
hans. „Það er fínt.“
„50’s“ kjólar, tírólajakkar og
„80’s“ krumpustígvél
Verslunin Spúútnik er nú á
tveimur stöðum í Reykjavík; á
Laugaveginum og í Kringlunni.
Búðin leggur, ólíkt flestum öðrum
búðum á landinu, ekki áherslu á að
vera með þekktar merkjavörur.
Hún hefur byggt upp sinn kúnnahóp
í gegnum árin með því að bjóða upp
á fjölbreyttar „second-hand“ vörur
auk þess að selja hönnun sjálf-
stæðra fatahönnuða. Spúútnik hefur
verið með fremur traustan kúnna-
hóp í gegnum árin sem er aðallega
samansettur af fólki á aldrinum 12 -
40 ára.
Í síðustu viku kom fyrsta send-
ing vorsins. Meðal nýmæla í henni
voru sokkabuxur, minipils, leður-
stuttbuxur og kjólar í anda sjötta
áratugarins sem Heiða Agnarsdótt-
ir innkaupastjóri segir minna svolít-
ið á „Sex and the City“ þættina.
„Í sumar erum við að reyna að
hressa aðeins upp á mannlífið,“ út-
skýrir Heiða. „Það er búið að vera
svolítið mikið af því sama í öllum
búðum upp á síðkastið. Það var þess
vegna ógeðslega gaman að fara út
og finna hluti sem fást ekki annars
staðar. Við viljum gefa okkar kúnn-
um tækifæri til að hafa sjálfstæða
hugsun og kaupa föt sem ekki fást
annars staðar. Og við leggjum metn-
að okkar í það að vera með nýjung-
ar. Flestir okkar kúnnar gera það
sem þeir vilja. Við erum ekki að
reyna að leiða þá.“
Orðið „hallærislegt“ finnst ekki í
orðabók Spúútnik. Búðin hefur í
gegnum árin verið þekkt fyrir að
blása á móti tískustraumum líðandi
stundar í von um að meginstraum-
urinn kvarnist í nýjar áttir. Oft með
góðum árangri. Þetta þýðir að ann-
að slagið hanga á slám föt sem
þykja kannski framandi við fyrstu
sýn. Dæmi um slíkt eru jakkar sem
hafa fengið viðurnefnið „Tíróla-
jakkar“ í búðinni. „Þeir minna svo-
lítið á svissneska jóðlarajakka,“ út-
skýrir Heiða, hér er sjón líklega
sögu ríkari.
Annað sem fæst líklegast ein-
ungis í Spúútnik er fyrirbæri sem
kallað er „krumpustígvél“ af búðar-
fólki. „Þetta eru hælastígvél úr
leðri, frá níunda áratugnum,“ út-
skýrir Heiða. „Þau eru yfirleitt með
lágum hæl og támjó. Þau ná rétt upp
á miðjan kálfa og krumpast svo nið-
ur. Við erum búin að leita að þessu í
hundrað ár og fengum þetta loksins
núna.“
Á meðal flíkna sem detta aldrei
úr tísku og eru alltaf vinsælar úr
búðinni má nefna háskóla- og hettu-
peysur, UFO- og hermannabuxur og
strigaskó.
„Í „second hand“-fötunum tökum
við inn hluti frá öllum tímum. Ef við
sjáum flott „80’s“ föt þá rennur það
inn og ef við sjáum flotta „60’s“
kjóla þá tökum við þá inn. Við ein-
beitum okkur ekkert að einum ára-
tug, bjóðum bara upp á blöndu frá
þeim öllum,“ segir Heiða að lokum.
Í Spúútnik á Laugaveginum opn-
ar kílómarkaður í dag sem stendur
yfir í tvær vikur. Kílóið af fötum
kostar þar 3.000 kr.
„Artí“ er að verða
hversdagslegt
Kventímaritið „Orðlaus“ gæti
hæglega orðið leiðandi afl í tísku-
straumum. Lesandahópur þess er sá
sami og þræðir fataverslanirnar í
frítíma sínum í leit að spennandi
flíkum. Blaðið hefur hingað til lagt
metnað í tískuþætti og reynt að gefa
lesendum sínum einhvers konar
þverskurð á því sem er í boði úti í
fatalandi.
Hrefna Björk Sverrisdóttir,
markaðsstjóri blaðsins, segist halda
að fólk sé orðið leitt á hversdags-
leikanum og þrái breytingu. Hún
segir það eina helstu ástæðu þess að
sumarið verði litríkt.
„Því meiri litir, því betra,“ eru
lykilorð spádóms Hrefnu um sum-
artískuna. „Það lífgar náttúrlega
upp á tilveruna ef allir verða í rosa-
legum litum. Þá verður skemmti-
legt að labba í bænum. Áhrif frá
Asíu verða líka mikil og föt úr satíni
verða vinsæl. Buxnasnið eru svo að
verða innvíðari en áður. Ég held að
það verði mikið um stuttar buxur
sem þrengjast niður.“
Hrefna segist finna fyrir því að
stelpur í dag vilji frekar skera sig úr
hópnum en að falla beint inn í hann.
Hún segir að því fleiri sem klæði sig
ævintýralega, því meira rými skap-
ist fyrir tilraunastarfsemi í klæðn-
aði. „Fólk vill geta klætt sig eins og
það vill án þess að það verði eins eft-
irtektarvert. Fólk vill geta farið í
öðruvísi föt án þess að aðrir pæli of
mikið í því. Áður fyrr litu allir við og
horfðu á eftir þér. Þetta er orðið
miklu frjálslegra.“
Þetta segir hún að geti leitt til
24 1. mars 2003 LAUGARDAGUR
Það er allt útlit fyrir að Íslendingar verði litaglaðir í ár. Toppar og skór í neon-
skærum litum einkenna nú hillur fatabúðanna. Pils eru að styttast, hermanna-
mynstrin og gallabuxurnar halda sínum vinsældum áfram en sniðin verða inn-
víðari. Götutískan verður ríkjandi og ungmenni eru sólgin í hettupeysur og gam-
aldags íþróttaskó á borð við Converse og Adidas.
Litríkt sumar
í Converse skóm
og mínípilsum
SPÚÚTNIK
Innkaupastjórar Spúútnik segjast leggja áherslu á að gefa kúnnum sínum tækifæri til þess
að móta sinn eigin stíl. Hér sjást dæmi um fastakúnna Spúútnik.
ORÐLAUS HREFNA
Hrefna Björk Sverrisdóttir spáir litríku
sumri og austurlenskum áhrifum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
DERES
Sígildar gallabuxur, skærir bolir og Con-
verse-skór. Götutískan lifir enn góðu lífi.
ZARA
Sterkir litir, hvítur leðurjakki og fyrirtækja-
snjáðar gallabuxur er það sem koma skal.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM