Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 26
■ ■ VETRARHÁTÍÐ  12.00 Keppni erlendra meistara- kokka um titilinn „Iceland Naturally kokkur ársins 2003“ í Smáralind.  13.00 Þjóðleikhúsið og Háskóli Ís- lands efna til dagskrár á Stóra sviði Þjóðleikhússins sem kallast Er vit í hlátri?. Fræðimenn Háskólans og lista- menn Þjóðleikhússins fjalla um hlátur í öllum sínum myndum.  14.00 Vetrarhátíðin í Reykjavík bað- ar sig í ljósum á Stóra sviði Borgarleik- hússins. Athyglinni verður beint að samspili ljóss og skugga og ljósamenn hússins framkvæma gjörning.  15.00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir velur sína eftirlætis listamenn á sýning- una Þetta vil ég sjá! í Gerðubergi. Á sýningunni eru verk eftir 22 íslenska listamenn. Verkin eru frá 1989-2003. Sýningin er í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík og 20 ára afmæli Gerðubergs.  16.00 Rokkað á Loftinu í Hinu húsinu.  17.00 Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar rís úr vetrardvala með tónleikum þar sem Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Anna Málfríður Sigurðardóttir pí- anóleikari gefa gestum forsmekk að sumartónleikum safnsins.  18.00 Galopið Bíó verður á Ing- ólfstorgi í dag og á morgun. Dagskráin stendur fram yfir miðnætti.  18.00 Páll Rósinkranz, Karlakór- inn Stefnir og hljómsveit sýna á sér rómantísku hliðina í Austurbæ við Snorrabraut.  20.45 Gjörningaklúbburinn og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins taka saman höndum skapa ógleymanlegt sjónarspil í Öskjuhlíðinni fyrir alla fjöl- skylduna. Herlegheitin sjást af svölum Perlunnar.  21.00 Páll Rósinkranz, Karlakór- inn Stefnir og hljómsveit sýna á sér rómantísku hliðina í Austurbæ.  21.00 Gjörningahátíðin Ákveðin ókyrrð er samvinna Listasafns Reykjavík- ur og Listaháskóla Íslands í kjölfar sam- starfs listamanna Brian Catling, Willem de Ridder og Julian Maynard Smith með nemendum Listaháskóla Íslands.  24.00 Miðnæturtónleikar hinnar sérstæðu finnsku hljómsveitar Cleaning Women verður í Iðnó í kvöld. ■ ■ ÚTIVIST  11.00 Gigtarfélag Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn. Hist verður við inngang Gigtarfélagsins að Ármúla 5. Gert er ráð fyrir fremur þægi- legri klukkutíma göngu sem ætti að henta flestum. Öllum er frjáls þátttaka. Ekkert gjald.  13.00 Í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík býður Minjasafn Reykjavíkur upp á menningargöngu í Viðey. Þar verður gengið að Áföngum, útilistaverki Richards Serra. Lagt verður af stað með ferju frá Sundahöfn kl. 13 en farið til baka kl. 16. ■ ■ FUNDIR  13.00 Aðalfundur Richard Wagners félagsins verður haldinn í Norræna húsinu. Að honum loknum, kl.13.30 verður dagskrá tileinkuð Lúðvík II konungi af Bæjaralandi. Selma Guð- mundsdóttir formaður félagsins heldur erindi og sýnt verður úr kvikmyndinni Ludwig II eftir Luchino Visconti.  14.00 Opið hús hjá Ásatrúarfélag- inu að Grandagarði 8. Haukur L. Hall- dórsson heldur fræðsluerindi um prím- rúnir og dagatal fornmanna. Allir eru velkomnir  16.00 Magnús Diðrik Baldursson heimspekingur kemur í heimsókn í hug- myndasmiðjuna Eitthvað annað í Gall- erí Hlemmi og ræðir um hvað gott líf sé. ■ ■ OPNANIR  14.00 Davíð Art Sigurðsson myndmenntakennari á Hornafirði opnar málverkasýningu í Pakkhúsinu á Höfn. Á sýningunni, sem hann nefnir „Land í vöku og draumi“ sýnir hann tuttugu og fimm olíumálverk frá síðastliðnu ári.  15.00 Finnbogi Pétursson mynd- listarmaður opnar sýningu í Kúlunni í Ásmundarsafni. Hann sýnir innsetningu þar sem hann reynir að myndgera hljóð.  15.00 Benedikt S. Lafleur opnar myndlistasýningu í Listasafni Borgar- ness sem ber yfirskriftina Öld Vatnsber- ans - minni konunnar. Listasafnið er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnar- braut 4-6, Borgarnesi.  16.00 Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte opnar fyrstu einkasýningu sína á Íslandi í Nýlistasafninu. Hann er búsettur hérlendis en hefur að mestu sýnt erlendis, einkum í París þar sem hann hefur átt velgengni að fagna. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Björn Steinar Sólbergsson organisti hádegistónleika í Akureyrar- kirkju. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Pál Ísólfsson. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.  20.00 Óperustjörnurnar Eteri Gvazava sópran og Bjarni Thor Krist- insson bassi gera stuttan stans á Fróni og ásamt Jónasi Ingimundarsyni pí- anóleikara bjóða þau áheyrendum í Salnum í Kópavogi í söngferðalag frá Rússlandi til Íslands. ■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir hina frábæru spennumynd Alfreds Hitchcock „Rear Window“ eða Glugg- inn á bakhliðinni frá 1954. Myndin er algjört meistarastykki sem þenur taugar manns til hins ýtrasta. Sýnt verður í Bæj- arbíói, Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði.  9.30 Félag íslenskra fræða stend- ur fyrir málþingi um ævisögur Íslend- inga. Málþingið verður haldið í Borgar- túni 6, Rúgbrauðsgerðinni, og stendur fram á kvöld. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Möguleikhúsið við Hlemm sýnir Prumpuhólinn eftir Þorvald Þor- steinsson.  14.00 Stígvélaði kötturinn fyrir yngstu krakkana á Litla sviði Borgar- leikhússins í samstarfi við Sjónleikhús- ið. Allir fá ís á eftir.  17.00 Nemendaleikhúsið sýnir Tattú eftir Sigurð Pálsson í Smiðjunni.  20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson á Litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  20.00 Maðurinn sem hélt að kon- an hans væri hattur eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Nýja sviði Borgarleikhússins.  20.00 Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare er sýnd á Litla sviði Borg- arleikhússins í uppfærslu Vesturports.  20.00 Nemendaleikhúsið sýnir Tattú eftir Sigurð Pálsson í Smiðjunni.  20.00 Hellisbúinn er mættur á ný á svið Gamla bíós, á sama stað og hann steig fyrstu skrefin fyrir fimm árum.  20.00 Leikfélag Akureyrar sýnir Uppistand um jafnréttismál eftir Sigur- björgu Þrastardóttur, Guðmund Kr. Oddsson og Hallgrím Oddsson.  20.00 Herranótt Menntaskólans í Reykjavík sýnir Hundshjarta eftir Mik- haíl Bulgakov í Tjarnarbíói.  21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl. Þetta er hundraðasta sýningin.  21.00 Beyglur með öllu í Iðnó.  22.30 Leikfélag Akureyrar sýnir Uppistand um jafnréttismál eftir Sigur- björgu Þrastardóttur, Guðmund Kr. Oddsson og Hallgrím Oddsson. ■ ■ VETRARHÁTÍÐ  12.00 Vetrarfjör í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með andlitsmálun, skautaleigu, hestvagnaferðum, lestar- ferðum, plötusnúð, harmonikuleik og Skólahljómsveit Kópavogs. Vísindaver- öldin verður opin.  13.00 Menningardagskrá á Loft- inu í Hinu húsinu við Pósthússtræti. Sérsveit hins hússins kynnir starf sitt og söghópurinn Blikandi stjörnur syng- ur nokkur lög.  13.00 Sjónleikhúsið sýnir barna- leikritið Stígvélaða köttinn í tjaldinu við kaffihúsið í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum.  14.00 Kynning á Kvennasögusafni Íslands með sýningu á munum og minjum úr eigu Kvennalistans í Lands- bókasafni Íslands.  15.00 Viktor Arnar Ingólfsson rit- höfundur varpar ljósi á baksvið glæpa- sögu sinnar Flateyjargátu í Borgarbóka- safninu Grófarhúsi. Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur spjallar.  16.00 Rósa G Erlingsdóttir stjórn- málafræðingur kemur í heimsókn í hug- myndasmiðjuna Eitthvað annað í Gall- erí Hlemmi.  17.00 Kórinn Vox Feminae fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. Í Hafnarhúsinu flytur hann íslensk lög ásamt sérstæðu verki sem nefnist Snowforms. Stjórnandi kórsins er Mar- grét Pálmadóttir.  18.00 Galopið Bíó verður á Ingólfs- torgi fram eftir kvöldi. Sýndar eru bestu stuttmyndir Bíó Reykjavíkur.  20.30 Í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík býður Minjasafn Reykjavíkur upp á draugagöngu um Elliðaárdalinn þar sem kannaðar verða slóðir drauga, álfa og afbrotamanna undir leiðsögn Helga M. Sigurðssonar sagnfræðings. Lagt verður af stað frá stöðvarstjórabú- stað Orkuveitunnar í Elliðaárdal.  21.00 Gjörningahátíðin Ákveðin ókyrrð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsinu. Nemendur Listaháskóla Íslands flytja gjörninga í samstarfi við þrjá er- lenda listamenn. ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Annar hluti raðgöngu Ferða- félags Íslands um fornar hafnir á Suð- vesturlandi hefst á Stafnesi. Þaðan verð- ur gengið að Básenda að Þórshöfn og í gamla Kirkjuvog. Frá Kirkjuvogi verður gengið fyrir Ósabotna og út á Hafnarveg. Lagt verður af stað frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni.  10.30 Dagsferð Útivistar. Gengið 26 1. mars 2003 LAUGARDAGUR STÓRDANSLEIKUR Dúndrandi harmonikuball í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík laugardagskvöld 1. mars frá kl. 22:00. Fyrir dansi leika fimm hljómsveitir. Söngkonur: Corina Cubid og Ragnheiður Hauksdóttir. Fjölbreytt dansmúsik. Dansleikur fyrir alla. Miðaverð kr. 1.200. Harmonikufélag Reykjavíkur. Skemmtilegt, lærdómsríkt og ódýr skyndinámskeið um helgina 8-10 mars, fyrir fólk á öllum aldri (þó ekki yngra en 16 ára) Nemendur fá tilsögn í leik- spuna,persónusköpun, radd- beitingu, framsögn, tjáningu og hreyfingum á leiksviði. Möguleiki á að hæfileika- fólki verði boðið að koma fram á sýningum Light Nights í sumar. Nánari uppl. og bókun í síma 551 9181 Leiklistarnámskeið í Iðnó Ferðaleikhúsið Kristín G.Magnús Keppt verður í matreiðslu ámatar- og skemmtihátíðinni „Food & Fun“ í Smáralind bæði í dag og á morgun. Í dag keppa fjórtán erlendir meistarakokkar um titilinn kokk- ur ársins 2003. Þeir eru frá Bandaríkjunum, Ítalíu, Frakk- landi, Finnlandi, Rússlandi og Þýskalandi. Á morgun er svo röðin komin að þjóðþekktum Íslendingum, sem fá tvær klukkustundir til þess að etja kappi í matreiðslu. Þetta eru þau Guðlaug Halldórs- dóttir, Örn Árnason, Sigríður Arn- ardóttir, Ragnheiður Guðnadóttir, Jóna Hrönn Bolladóttir, Bergþór Pálsson, Sigurlaug M. Jónasdóttir, Þorfinnur Ómarson, Spessi, Edda Sverrisdóttir, Özur Lárusson og Kormákur Geirharðsson. „Maður segir bara já við svona án þess að hugsa sig um,“ segir Örn Árnason. „Ég veit svo sem ekkert annað en að ég á að mæta þarna og það verður fullt af fólki að horfa á mig að elda mat.“ ■ Margir ættu að kannast viðrússnesku sópransöngkon- una Eteri Gvazava úr sjónvarp- inu. Hún söng og lék aðalhlutverk- ið í frægri sjónvarpsuppfærslu óperunnar La Traviata, sem sýnd var hér á landi bæði um síðustu jól og líka jólin þar áður. Færri vita kannski að bassa- söngvarinn Bjarni Thor Kristins- son er hennar heittelskaði eigin- maður. Þau búa í Berlín, skammt frá nýja sendiherrabústaðnum ís- lenska við Halensee, ásamt fimm mánaða gamalli dóttur sinni. Svo vel ber í veiði að þau eru stödd hér á landi og ætla að syngja í Salnum í Kópavogi í kvöld. „Til þessa höfum við bara einu sinni komið fram saman. Það var í Töfraflautunni eftir Mozart, þar sem við kynntumst reyndar,“ segir Bjarni Thor. Tónleikarnir í Salnum eru tví- skiptir. „Fyrir hlé förum við í ljóðaferðalag frá Rússlandi til Ís- lands, sem kemur til af því að hún er rússnesk og ég er íslenskur. Við ætlum að stoppa í fjórum löndum á leiðinni og syngja ljóð sem tengjast annað hvort landinu eða þjóðarsálinni á hverjum stað,“ segir Bjarni Thor. Eftir hlé syngja þau svo saman fjóra dúetta eftir Tsjaíkovskí, Don- izetti, Gershwin og Richard Strauss. Bjarni Thor byrj- ar tónleikana á því að syngja rúss- nesk lög, meðal annars Flóna eftir Mussorgsky. „Á rússnesku er til gíf- urlega mikið af tón- list fyrir djúpar k a r l a r a d d i r , þannig að valið var erfitt. Ég hlakka mjög til að takast á við þessi lög seinna meir þegar ég er búinn að ná tökum á rúss- neskunni.“ Eteri Gvazava ætlar einnig að spreyta sig á íslenskunni og syng- ur bæði Draumalandið eftir Sig- fús Einarsson og Kvöldsöng eftir Markús Kristjánsson. ■ hvað?hvar?hvenær? 26 27 28 1 2 3 4 FEBRÚAR Laugardagur hvað?hvar?hvenær? 27 28 1 2 3 4 5 FEBRÚAR Sunnudagur Þetta lístmér á! Eva María Jónsdóttir dagskrár-gerðarkona ætlar að taka Vetrarhátíðina með trompi um helgina og velur aðallega atburði sem þriggja ára dóttir hennar get- ur notið með henni. „Við mæðgurnar ætlum að skoða Þjóð- sögur á þvottasnúrum einhvern tíma á laugardaginn en við ætlum líka í Menningargönguna í Viðey. Þetta er þriggja klukkutíma ganga og því dálítið ferðalag, Food&Fun í Perlunni kemur svo til greina um kvöldið ef ég fæ pössun og get komið mér í ein- hvern galakjól. Á sunnudaginn ætla ég í barnamessu í Dómkirkj- unni. Barnakórinn syngur þarna þannig að þetta er aðallega fyrir litlu kerlinguna. Klukkan þrjú ætla ég í Borgarbókasafnið á fyr- irlestur um Glæp framin í Viðey, þar sem Úlfhildur Dagsdóttir spjallar um Flateyjargátu og glæpasögur almennt.“  Val Evu Maríu EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR Spreytir sig á íslenskunni ■ TÓNLEIKAR ■ MATREIÐSLA BJÓÐA ÁHEYRENDUM Í LJÓÐAFERÐALAG Eteri Gvazava og Bjarni Thor Kristinsson ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. Þau verða með tónleika í Salnum í Kópa- vogi í kvöld. Keppast um að elda BERGÞÓR PÁLSSON Einn þeirra sem keppa í eldamennsku í Smáralind á sunnudag. ✓ ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.